Réttur


Réttur - 01.08.1975, Page 21

Réttur - 01.08.1975, Page 21
hina sömu leið. Sumar hafna í opinberum störf- um — ein og ein kemst í bæjarstjórn eða á al- þingi. Þjóðfélagsþróunin knýr konuna með öðr- um orðum hratt og markvisst yfir á þau svið sem áður voru henni framandi. En þessi atvinnu- sókn hennar og valdsókn út á við kallar hana lát- laust burt frá heimilinu, fjölskyldulífinu, móður- hlutverkinu, þar sem kveneðlið hefur frá alda öðli átt sínu mikilvægasta og — þrátt fyrir allt — sínu hclgasta hlutverki að gegna. Það leiðir af sjálfu sér að svo hröð og víðtæk stöðubreyting hlýtur að valda togstreitu í sál- arlífi konunnar, sem enginn kæliskápur eða þvottavél eða ryksuga megna að uppræta. Þess er heldur ekki að dyljast að á ærinn fjölda kvenna hefur kvenfrelsið orkað þveröfugt við það sem mátt hefði vænta. Þær hafa í engu reynst eftirbátar karlmannsins í munaðarsýki og hé- gómaskap gróðahyggjunnar og enn grípa þær svikalaust til kyntöfra sinna upp á gamlan kunn- ingsskap þegar svo ber undir. Hin dýrmæta að- lögunarhæfni kveneðlisins hefur oftar en skyldi lcnt á villigötum og staðnæmst við ranghverfu frelsisins. Eitt ljósasta dæmi þessa er hið mikla stjörnukapphlaup á markaðstorgi heimsins, þar sem hnefaleikarinn selur hæstbjóðanda vöðvaorku sína, en fegurðardrottningin vaxtarlag sitt. En látum fegurðardrottningarnar fljúga sína leið. Ég miða mál mitt við þær konur sem kapp- kosta að efla manngildi sitt og sóma í skjóli aukinna réttinda og í tákni menningar og friðar. Það eru þær einar sem munu þora að horfast í augu við þær hættur hraðans og upplausnarinn- ar sem heljarstökk tæknibyltingarinnar hafa af sér leitt. Og ef ekki einmitt þær stinga við fót- um í því æðisgengna kapphlaupi heimsblakka, bandalaga, þjóða, stétta og kynja sem einkennir okkar öld, tuttugustu öldina, þá má guð ráða hvemig fer. Nú bið ég hlustendur að forðast hugsanlegan misskilning. Það er ekki meiningin að snúa þró- uninni við og reka konuna hcim til sín aftur í nokkurs konar skammarkrók, enda myndi slíkt báglega takast. Allt skal frjálst, allt skal jafnt. Hér er um hitt að ræða, hvernig nútímakonunni má takast að samræma hið sannasta og bcsta í eðli sínu þeim gerbreyttu lífsháttum sem hún hefur þegar öðlast eða við hcnni blasa. Hvernig fær hún varðveitt hið eðlislæga og viðkvæma blóm móðureðlisins á opnum vettvangi og gert það að lífsblómi hinnar nýju tæknimenningar? Hvernig fær hún tengt siðlegan kjarna fjölskyldu og heimilis hinni hatrömmu ytri baráttu heims- aflanna og beint henni þannig í áttina til örugg- ari friðar? Það er vandamálið mikla sem ég held að hverri góðri nútímakonu sé nauðsynlegt að reyna að kryfja til mcrgjar. Hvað sem hver segir mun konan halda áfram að slanda við hlið mannsins í menningarsókn- inni út á við. En ég held að ef sú sókn á ekki að leiða til ófarnaðar eða jafnvel tortímingar ríði lífið á að leita jafnvægis með margfaldri menn- 165

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.