Réttur


Réttur - 01.08.1975, Blaðsíða 25

Réttur - 01.08.1975, Blaðsíða 25
ég sem veld ykkur sorg. Ég hef þó þá ósk, að þið reynið að taka þessu af skyn- semi og minnast þeirra sem liggja í kirkjugarðinum, á móti heimahúsunum handan við veginn. Ég gekk oft að þess- um leiðum og hugsaði til þeirra sem þar liggja, hugsaði, og mér fannst að ég, sem lifði af þá tíma, ætti þeim að þakka líf mitt. Nú er ég komin á leiðarenda, ennþá alveg róleg, því ég veit hreint ekki, hvernig ég hefði getað breytt öðru vísi en ég hef gert. Ég hef búið hér í Helsingfors svo ein- angruð, að þið eigið erfitt með að ímynda ykkur hvernig það hefur verið. Ég hef alltaf verið fremur lin við að berjast á- fram og standa á rétti mínum og slíkir komast ekki áfram í þessum heimi. Efna- hagsleg afkoma mín hefur ekki alltaf ver- ið í frásögur færandi, á stundum með versta móti. Á tímum vetrarstríðsins þurfti fólk lítið á saumamennskunni að halda og húsaleigan var há, ég hafði það nokkuð erfitt. Þegar svo Pentti féll kom ég vitanlega heim og einnig til jarð- arfarar mömmu. Af þessu öllu urðu nokk- ur útgjöld og ég lánaði peninga hjá gömlu frú Kuusinen, en hún var mér til aðstoðar á margan annan hátt á þessum tíma. Saumavélin mín er þar og ég hef skrifað þangað og sagt þeim að eiga hana upp í mínar skuldir. Ég get ekki hugsað mér að deyja í friði í skuld við aðra, og þau hafa öll verið mér svo góð og hjálpsöm þegar ég hef þurft á einhverju að halda. Ég hef lofað Saimi einu og öðru fyrir það að hún hefur í fleiri mánuði staðið i biðröðum til þess að hitta mig og sent mér pakka með glaðningi í af sínum skorna matarskammti. (Saimi Kuusinen var móðir frú Herttu Kuusinen. Ath. þýð.). Hér verður því hitt og þetta eftir, sem þú síðar getur komið og náð í. Þú mátt eiga allt það sem eftir verður. Yrju (Georg) vill sennilega ekkert af mér hafa, hann skammast sín sennilega fyrir að eiga systur eins og mig. En sá tími mun koma er sannleikurinn kemur í dagsljósið og vonandi kannast hann þá við mig sem systur sína. Á þessari stundu finnst mér ég ekki vera á neinn hátt yfirgefin, því að í þessum heimi er fullt af því fólki sem ég kalla bræður mína og systur, og eig- inlega ber ég ekki kala til nokkurs manns. Ég skrifaði um hugleiðingar mínar til Kerttu, því að ég hefi fengið inn til mín fjórar arkir svo ég get ráðstafað öllum mínum hlutum. Enginn má koma í heim- sókn til mín og það er best þannig, það yrði svo erfitt á báða bóga, að skrifa er skemmtilegra. Ég hef enn ekki fundið til dauða- hræðslunnar, og mun sennilega ekki gera það, ég vil ekki deyja nema einu sinni. Heimspekingar fornaldarinnar héldu því fram að dauðahræðslan væri verri og sársaukafyllri en sjálfur dauðinn. Maður, sem hræðist dauðann, deyr mörgum sinnum, en sá, sem ekki hræðist, deyr bara einu sinni, og einungis einu sinni ætla ég mér að deyja. Þú skrifaðir mér einu sinni og spurðir hvort ég vildi verða jörðuð í Hollola kirkjugarði, svo að leiði mitt yrði nálægt ykkur. Þegar ég er látin hef ég litla hug- mynd um hvar ég hvíli, og mér finnst það óþarfa fyrirhöfn að fara að flytja mig liðna þangað. Þar að auki mun það kosta heilan helling, það borgar sig frekar að gefa þá peninga einhverjum sem meira 169
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.