Réttur


Réttur - 01.08.1975, Page 28

Réttur - 01.08.1975, Page 28
algerlega mótfallnir hinni stefnunni, er þeir kalla „séreignarstefnuna” og álíta stórhættu- legt að byggja vatnalöggjöfina á hinni síðar- nefndu. Miðast frumvarp þeirra því við eign eða umráð ríkisins yfir öllum fallvötnum. Frumvarp þeirra, greinargerðir og rannsókn- ir fylla stóra bók og eru hinar merkilegustu heimildir. Bjarni frá Vogi lýkur skýrslu sinni til fossanefndar um „eignarrétt yfir vatni" með þessum orðum: „Saga löggjafar vorrar um rétt einstak- linga til fallandi vatns og lög vor um það efni benda því ótvírœtt í þá átt, sem eðli málsins krefur: að ríkið hafi yfirráð yfir öllu rennandi vatni og notkunarrétt allan og óskoraðan til almennings þarfa, hverjar sem þcer eru eða verða, en að landeigandi megi hafa þau afnot þess, er ríða eigi í bág við þennan rétt rikisins eða framkvœmdir á hon- um(Dagsett í Reykjavík í okt. 1918). Sama er niðurstaða hans í skýrslu um „al- menninga og afrétti", í aðalatriðum að „ein- staklingar, sveitarfélög og sýslufélög eiga engin önnur yfirráð yfir almenningum og af- réttum en ríkið vill veita þeim" og telur hann síðan upp notkunarrétt, beitiréttinn á afrétt- um o.s.frv. (Dagsett í Rvík í janúar 1919)- Þá fylgir nefndaráliti meirihlutans mikil álitsgerð Einars Arnórssonar, „Um vatnsrétt- indi," er hnígur öll í sömu átt. I fimm ár stóð rimman á Alþingi fram til 1923 og féllu þá oft mörg stór orð. Þannig sagði Bjarni frá Vogi 18. sept. 1919, er hann barðist fyrir framgangi þeirra sérleyfislaga, er lögðu yfirráðin í hendur ríkisins: „Þessar vífilengjur um að sérleyfislög eigi ekki að samþykkja nú, eru til þess eins fram bornar, að fossafélögin geti grætt sem mest á bralli því, sem þau hafa hér í frammi, með því að senda hingað leynilega sendimenn til þess að ginna þessa hluti úr úr fáfróðum mönnum fyrir smámuni. Það er því til góðs þjónum þessara félaga sem eiga hér bæði heil blöð og venslamenn og nú er að sjá, að 172

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.