Réttur


Réttur - 01.08.1975, Síða 39

Réttur - 01.08.1975, Síða 39
bandsins í París 1889 — ásamt Tom Mann, Keir Hardie og fleirum. Þar voru þá og Bebel og Liebknecht frá þýska flokknum Victor Adler frá Austurríki, August Palm og Hjalmar Branting frá Svíþjóð, Vera Sasulich og Plechanov frá Rússlandi — svo aðeins nokkur nöfn séu nefnd. 1891 heldur Morris ræðu í Hyde Park 1. maí og aftur 1894. Ha,in verður vinur Friedrich Engels, sem á gamals aldri lærði íslensku eins og Morris og getur þess í bréfi til Láru Lafargne, dóttur Karls Marx, 23. nóv. 1884 hve glaður Morris hafi orðið yfir að sjá Eddu á borðinu hjá sér og lýsir því er Morris „an Icelandic enthusi- ast" hafi lesið upp fyrir þeim eitt kvöldið „umskrift" á „Helreið Brynhildar".') (Rit Engels „Uppruni fjölskyldunnar, einkaeign- arinnar og ríkisins," kom einmitt út árið 1884 og vitnar hann þar í Edduna á ís- lensku). Morris flutti ræðuna fyrir hönd bresku fulltrúanna á stofnþinginu í París og var ákaflega vel fagnað, Wilhelm Liebknecht, vinur hans, þýddi. (Kona Liebknechts þýddi „News from Nowhere" á þýsku). — En hins- vegar má geta nærri hvernig breska yfirstétt- in tók allri þessari baráttu Morris, — hann var sjálfur úr yfirstéttinni og eitt fræknasta „nafn" Bretlands. Morris hélt áfram baráttu sinni allt til dauðadags. Hann andaðist 3. október 1896, sextíu og þriggja ára að aldri. I grein, sem Bernard Shaw reit 40 árum síðar, — „Morris as I knew him" — standa m.a. þessar tvær setningar um hann: „Þegar Morris varð að skilgreina pólitíska stöðu sína, kvaðst hann vera kommúnisti". „Hann stóð með Karli Marx contra tnnndnm'' (gegn heiminum).h) o*o Áhugi á verkum William Morris og virð- Cunningham Graham. Fæddur 1852. — Þingmaður 1886, róttækur fulltrúi „frjálslynda flokksins," síðar sósíalisti. Dró sig i hlé frá þingstörfum 1892, en vann siðan að útbreiðslu sósíalismans . ingin fyrir hinu óskaplega fjölþætta lífsstarfi hans, — sem ei er rætt hér — fer svo vax- andi í Bretlandi nú að við tignun liggur á þessum mikilhæfa manni. M.a. var stofnað í Bretlandi sérstakt áhugafélag um lífstarf hans 1955 „The William Morris Society" og fara sumir áhugamenn þess félags stundum einskonar pílagrímsferðir til Islands, til þess að feta í fótspor hans á ferðalögunum 1871 og ’73. Ein slík ferð var t.d. farin 1961. William Morris barðist eigi aðeins gegn kapítalismanum vegna ranglætis hans og kúgunar, heldur alveg sérstaklega gegn mannskemmandi áhrifum hans, gegn því hvernig hann væri að skemma og eyðileggja 183

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.