Réttur


Réttur - 01.08.1975, Side 51

Réttur - 01.08.1975, Side 51
úttckt á þessum þætti. Einstaka útlendingar fyrir- finnast svosem í stjórnum sumra fjölþjóðafyrir- tækja, en við þekkjum ekkert dæmi þess að út- lendingar gegni æðri valdastöðum. John Thack- ray, fréttaritari breska blaðsins Managemcnt Today í Bandaríkjunum, fer vægt í sakirnar þeg- ar hann segir: „I grófum dráttum má skipa forstjórum fjöl- þjóðafyrirtækja í tvo flokka. Til annars telj- ast ríkisborgarar aðalfyrirtækisins, en þeir starfa annaðhvort í heimalandinu (í höfuð- stöðvunum) eða við útibú erlendis. Til hins flokksins teljast forstjórar úlibúa í öðrum löndum sem eru þarlendir ríkisborgarar. Sjaldan minnast þcir sem hlut eiga að máli á tilveru þessara tveggja misjafnt settu hópa, og þeir láta lítið yfir þessari skiptingu ef þeir viðurkenna hana. Hugmyndafræði viðskipta- lífsins segir ncfnilega að allir hafi jafna möguleika á stöðuhækkun og framgangi — sérhver duglegur forstjóri eigi rétt á að koma til álita við val aðalforstjórans. Ýmsar góðar ástæður eru gefnar fyrir þessari tvígreiningu forstjóranna. En hún kemur í veg fyrir raunverulega alþjóðlega stjórnunar- uppbyggingu fjölþjóðafyrirtækja, sem gæti verið svo alþjóðleg að ríkisfang einstaklings- ins væri ámóta mikilvægt og liturinn á bind- inu hans. Þessi tvískipting veldur því að lík- lega mun aldrei reyna á fjölþjóðlega stjóm- un, td. ítali scm forseti bandarísks fjölþjóða- fyrirtækis, eða suður-ameríkumaður í forsæti hollensks fjölþjóðafyrirtækis.“(2) Við viljum ekki gefa í skyn að þessi annars- stigs hópur forstjóra fjölþjóðafyrirtækjanna hafi enga sérstaka þýðingu. Alls ekki, því að hið gagnstæða er nær sanni: Þessir menn eru áhrifa- mikill hluti innlcndrar borgarastéttar í sérhverju landi þar sem fjölþjóðafyrirtækin hafa umsvif. Hagsmunir þeirra (staða, laun, ívilnanir, stöðu- hækkanir) ráðast af aðalfyrirtækinu; með því að þjóna því vel og samviskusamlega, eiga þeir kost á frama og velgengni. Af þessu leiðir, að í stað þess að stjórnkerfi fjölþjóðafyrirtækjanna verði alþjóðlegt, verður hluti hinnar innlendu borgarastéttar í viðkomandi löndum afþjóðlegur. Þetta veikir aftur innlenda borgarastétt og tor- veldar henni til muna að standa gegn kröfum og þrýstingi af hálfu öflugri ríkja.(3) III. „Auðmagnið á sitt ríkisfang" segir John Thackray i áðurnefndri grein. Hárrétt, ef við leggjum réttan skilning í þetta. Ríkisfang auð- magnsins ræðst ekki af landinu þar sem það er staðsett, heldur af fólkinu sem stjórnar því. Yfir- leitt þýðir þetta að ríkisfangið sé hið sama og eigenda auðmagnsins, en samt ekki alltaf. Ef td. vestur-þýskur auðhringur tekur fjármagn að láni hjá frönskum banka, kemst upphæðin í hendur vestur-þjóðverja og verður hluti af vestur-þýsku auðmagni, þar til lánið endurgreiðist. Þannig get- ur auðvaldið í cinu landi náð undir sig auð- magni annarra landa. En, spyr lesandinn etv., hvaða máli skiptir ríkisfang auðmagnsins? Er ekki allt auðmagn eins — líkt og peningarnir sem það er nátengt — og verkar það ekki allt á sama hátt, burtséð frá ríkisfangi þcirra sem ráðstafa því? Þessum spurningum er ekki auðsvarað, sérlega ekki í stuttu máli. Við látum nægja að benda á, að auðvald — þó svo að það hafi sína mælanlegu (auömagns-) hlið — er alls ekki einhverskonar hlutur eða efni, heldur samband. Frá sjónarmiði hreinna kenninga, sem gera ráð fyrir einu alls- herjar auðvaldskerfi sem skiptist í fjölda sam- keppniseininga, er þetta samband milli tiltölulega lítils hóps sem á framleiðslutækin og langtum fleiri manna sem eiga engin framleiðslutæki, og geta þvi einungis boðið vinnuorku sína til sölu. Auðmagn samanslendur af framleiðslugetu og getu til að kaupa vinnuafl, sem látin eru starfa saman. Framleiðslan er svo seld í því augnamiði að afla aftur þess sem út hefur verið lagt, og jafnframt umframvirðis, þeas. arðs. Þennan arð framleiða verkamennirnir („launþegarnir"), og auðmennirnir taka hann í eigu sína í krafti eignarhaldsins. Auðmenn eru slíkir einungis á grundvelli eignarhalds síns á auðmagninu, sem gerir þeim kleift að nýta sér vinnuafl verkalýðs- ins (þeas. arðræna verkalýðinn). Verkamenn eru slikir (þeas. öreigar) einungis í því tilliti að þcir eiga ekkcrt auðmagn og verða því að láta arð- ræna sig cða svelta að öðrum kosti('1). Þessvegna er eignarhald á auðmagni einfaldlega aðstaðan til að hirða þann arð sem verkamenn hafa skapað með vinnu sinni. Allir auðmenn eru í þcssari aðstöðu og þarafleiðandi hafa þeir allir sömu 195

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.