Réttur


Réttur - 01.08.1975, Side 58

Réttur - 01.08.1975, Side 58
1. janúar 1976. Erlendu olíufélögin fá borg- aðar eignir sínar í áföngum samkvæmt bók- færðu verði þeirra. I lok ársins 1974 áttu eða réðu erlendu olíufélögin 97% framleiðslunnar í landinu. Á 13 árum 1962—1974 hafði samkvæmt opinberri rannsókn hreinn gróði þeirra num- ið 10300 miljónum dollara. AUÐHRINGAR OG KREPPA I byrjun þessa áratugs réðu 300 sterkustu auðfélögin yfir 22% af framleiðslu auðvalds- heimsins. Þegar kreppti að hjá öðrum, græddu olíu- hringarnir. Fimm stærsm olíufélög Banda- ríkjanna uku hreinan gróða sinn 1974 um 70%. Meðan auðhringir græða, atvinnuleysi vex og lífskjör alþýðu rýrna stórum, þykjast „stjórnmálamenn" engin ráð kunna. „Það er í stutm máli ekkert samkomulag um hvað gera skuli og jafnvel lítill skiln- ingur á því hvað að sé," ritaði enska íhalds- blaðið Observer 29- sept. 1974. En samtímis reka öll auðvaldsblöð áróður fyrir því að nú verði alþýðan að fórna! JAPAN Kommúnistaflokkur Japans vann mjög á í sveitarstjórnarkosningum í vor. I 203 bæj- ar- og sveitarstjórnarfélögum er hann nú þátttakandi í stjórnum þeirra, þarmeð taldar stærsm borgir Japans: Tokyo, Osaka og Kanagawa; alls em í þessum bæjar- og sveit- arfélögum 47 miljónir íbúa eða 43% íbúa Japans. Þar að auki fékk flokkurinn kosna 1825 fulltrúa í ýmsum bæjar- og sveitarfé- lögum, — bætti við sig 300. Kommúnistaflokkurinn hefur stóraukið fylgi sitt í Japan, en jafnframt tekist að koma á mjög víðfeðma samfylkingu gegn japanska afmrhaldinu. EGYPTALAND Orsakirnar til samkomulags Egyptalands og Israels um nokkurn frið munu fyrst og fremst vera þær að Egyptaland er á barmi gjaldþrots. Hernaðarútgjöld þess eru gífur- leg, fjórðungur allra þjóðartekna hefur á síðustu ámm farið í herbúnaðinn. Landið er sokkið í skuldir, sérfræðingar giska á að skuldirnar vegna vopnakaupa nemi um 1500 miljörðum ísl. króna. En auk þess em mikl- ar skuldir aðrar, talið er að Vesmrlönd eigi hjá Egypmm um 450 miljarða króna, sósíal- istísku löndin um 150 miljarða — allt fyrir efnahagsaðstoð. Egypska ríkið mun verða að greiða í vexti og skammtíma lán alls um 27000 miljónir króna mánaðarlega. Fátækt alþýðu er mikil, annar hver maður ólæs. Atvinnulífið í óreiðu. Meirihluti al- mennings verður að láta sér nægja tekjur sem eru undir því tekjulágmarki, er ríkið ákveður, en það er rúmar 4000 kr. á mánuði. Yfirstéttin, sem nú hefur samið við Israel, treystir á erlent auðvald og vill fá það til að fjárfesta í landinu. Bandaríkin munu láta Egypta og Israelsmenn fá 9 miljarða dollara á næsm þrem árum. „Kapítalisminn er eina björgunarvon Egyptalands," sagði Osman, einn af helsm atvinnurekendum Egypta, sem nú er orðinn endurreisnarráðherra. — Og stjórnarflokkurinn kallar sig „Arabíska sósí- alistaflokkinn!" Sést þar hver hugur fylgir máli í þeirri nafngift. Ymsir Egyptar gera sér vonir um að olíu- lindir muni bæta hag landsins, svo um muni. Aðrir hyggja jafnvel á efnahagssamvinnu við — Israelsríki! Kommúnistaflokkur Egyptalands, sem ýmist hefur verið bannaður eða lagður niður, 202

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.