Réttur


Réttur - 01.08.1975, Blaðsíða 63

Réttur - 01.08.1975, Blaðsíða 63
inguna 25. apríl 1974 ákveðin 3300 Escudo (= 20.000 kr.). Það var fyrir meirihluta portúgalskra verkamanna hækkun um 100%, m.ö.o. tvöföldun teknanna. Nýlega var lágmarkið hækkað í 4000 escudo (= 24.000 kr.). — vinnuvikan er nú 45 stundir, orlof 12 dagar minnst. Þá hefur og verið ráðist í miklar byggingar verkamannabústaða og hafin skipulagning almannatrygginga, sem þekktust ekki áður. Verkamann reyna að ryðja nýjum þjóð- félagsháttum braut, m.a. að ná til hinna fá- tæku bænda. Þannig ákváðu t.d. skipasmiðir skipasmíðastöðvarinnar Lisnave, en þeir eru 8000, að gera við dráttarvélar fyrir bændur í frítíma sínum endurgjaldslaust. Greinilegt er af stjórnmálaátökum síðustu mánaða að afturhaldsöflin, einkum í norður- hluta landsins, færa sig nú upp á skaftið einkum með ofsóknum gegn kommúnistum, m.a. hvött til þess af yfirklerkum kaþólsku kirkjunnar, sem í hálfa öld var hin hlýðna ambátt. fasismans. Tala þeir herrar því meir um „lýðræði" nú sem þeir þögðu rækilegar um það fyrrum. Reyna afturhaldsöflin mjög að hafa áhrif á Sósíaldemókrataflokkinn og draga hann sem lengst til hægri. Reynir nú mjög á það hjá Kommúnistaflokki Portú- gals að varast hættur einangrunarstefn- unnar og er þegar bert orðið að vart er rétt að treysta á herinn sem heild sem burðarás byltingar. Eftir stjórnmálaþróun síðustu mánaða virðast verklýðsflokkar Portúgals hafa glat- að ýmsum tækifærum, sökum þess að sósíal- demókratar voru of langt til hægri en komm- únistar of langt til vinstri. En von er til þess að þeir taki að nálgast hvor annan á ný, þrátt fyrir allt. „Unita", blað ítalska komm- únistaflokksins, skýrði frá því 25. ágúst að Soares, aðalleiðtogi Sósíalistaflokks Portú- gals, hefði lagt til að sósíalista- og kommún- istaflokkar Portúgals, Spánar, Frakklands og Italíu kæmu saman á ráðstefnu um þróun til sósíalismans í þessum fjórum löndum. Hafa fulltrúar franska, spánska og ítalska kommúnistaflokksins tekið vel í þá hug- mynd. — Það er undir góðu samstarfi verka- lýðsflokkanna í Portúgal komið að það tak- ist að hindra þar öfugþróun í afmrhaldsátt en sækja fram til sósíálisma með hinum rómönsku löndunum. , íslensku afturhaldsöflin hafa eðlilega lít- inn áhuga fyrir allri þessari lífsbaráttu fá- tækrar portúgalskrar alþýðu . Þau sýndu henni heldur enga samúð í þau 50 ár, sem hún stundi undir blóðugri harðstjórn fasista. Þá var þess jafnvel krafist í Morgunblaðinu að Þjóðviljinn þegði um harðstjórnina í Portúgal — saltfisksins vegna. Nú má aftur- haldið hinsvegar vart vatni halda fyrir á- hyggjum út af því að alþýðan kunni að ná sér niðri á auðmönnum og fasistum eftir hálfrar aldar áþján. MISSKIPTING AUÐÆFA HEIMS 30% af íbúum heims njóta 70% af heild- artekjum mannkyns. Tveir þriðju hlutar mannkyns draga fram lífið af tekjum sem eru undir 50 krónum á dag. Sem dæmi um arðrán á hráefnaframleiðendum má nefna eftirfarandi: Þegar greiddir eru í neyslulandi 6 dollarar (= 984 krónur) fyrir einn kassa banana, þá fær útflutningslandið, „þróunar- landið", í sinn hlut 70 cent (= 115 kr.). Og hvað „aðstoðina" við þróunarlöndin snertir, þá er hún t.d. í Bandaríkjunum 0,25% þjóðarteknanna. 207
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.