Réttur - 01.01.1976, Side 11
ið í húsnæðismálum, koma í veg fyrir at-
vinnuleysi, auka orlofsdaga, auka slysabætur
o. s. frv. Þetta er allt gott og blessað út af
fyrir sig. En ég er ekki viss um að þeir settu
á oddinn kröfuna um að breyta þessu þjóð-
félagi og gera það að ríki verkamannsins.
Það er kannski erfitt að setja þetta stefnu-
mið fram sem kröfu í þjóðfélagi „allsnægta”
í dag, en við lifum þó í stærri heimi, þar
sem fólk deyr miljónum saman úr hungri
og skorti, okkar stéttarbræður, verkamenn
um allan heim. Mér finnst skorta á að okkar
forysta í dag setji þetta á oddinn og brýni
þetta fyrir okkur í félögunum. Mér finnst að
í þessu birtist meginmunurinn á þessum tíma-
bilum. Stéttarvimndin og hið endanlega
markmið okkar hafi sljóvgast í neysluþjóð-
félaginu.
Björn: Eg skil fullkomlega sjónarmið þín
Sigurður. Eg skil vel óþolinmæði ungra
manna. Maður trúði því sjálfur, á þínum
aldri, að byltingin myndi koma eftir svona
fimm ár og þá væri slagurinn unninn. En
það eru kannski ellimörk á manni, að mað-
ur er ekki trúaður á að hún komi á morgun.
Það hefur einhvern veginn orðið hlutskipti
verkalýðshreyfingarinnar að standa í þrot-
lausri baráttu, jafnvel um smámunalega hluti
eins og þú taldir upp. En sannleikurinn er
samt sá, þegar litið er til baka, að þessir smá-
munir sem talað er um; þeir hafa, þegar þeir
leggjast allir saman, gerbreytt öllum lífshátt-
um verkalýðsins, — breytt sjálfu þjóðfélag-
inu. Þannig er það kannski ekki síst í hugum
okkar kreppuáraunglinganna. Eg held að öll
viðleitni, jafnvel í því smáa, til þess að bæta
lífskjörin; hún stefni að því að breyta þjóð-
félaginu. Eðli verkalýðshreyfingarinnar er
auðvitað allt á þá lund, að það sem við höf-
um fyrir stefnumið, það er að skapa betra
þjóðfélag.
Sigurður: Eg var út af fyrir sig ekki að
„Maður trúði, að byltingin kæmi eftir svona 5 ár.“
gera lítið úr hinni daglegu baráttu, þessum
umbótum. Eg hef raunar oft sagt við önnur
tækifæri, að það sem manni finnst mest um
vert í þessu þjóðfélagi, það eru einmitt rétt-
indi sem verkalýðshreyíingin hefur borið
fram í baráttunni. Oll okkar helstu mann-
réttindi og lýðréttindi eru ávöxtur af baráttu
verkalýðshreyfingarinnar. En mér finnst að
það sé mjög áberandi í baráttu okkar í dag,
hvað við lítum skammt fram á veginn; við
eigum að tala pólitískt við verkafólk og
tengja dægurbaráttuna við okkar framtíðar-
sýn. Þetta er ekki spurningin um, Björn,
hvort byltingin gerist í dag eða á morgun,
heldur hvort hún gerist á næstu áratugum
eða árhundraði. Það er kannski munurinn á
ungum manni í dag eða á kreppuárunum,
sem sagt mér og þér, að ég trúi ekki að bylt-
ingin gerist á morgun!
Björn: Nú, það er greinileg framför!
11