Réttur - 01.01.1976, Page 26
rétt, að þau hafa verið tiltölulega þröng; þau
hafa fyrst og fremst verið hagsmunabaráttan.
Jú, það er nú það, að breyta þjóðfélaginu. Ut
af fyrir sig, þá álít ég að eðli verkalýðshreyf-
ingarinnar sé að breyta þjóðfélaginu. Og hún
hefur verið að gera það og er alltaf að gera
það, en hitt er annað mál að þarna hlýmr
alltaf að vera um vissa verkaskiptingu að
ræða. Eg vil heldur ekki segja að það séu
bara verkalýðssamtökin sem sætti sig við
þessa þjóðfélagsgerð. Það eru pólitísku flokk-
arnir, vinstri flokkarnir lika, sem hafa viður-
kennt þessa þjóðfélagsgerð, sem við búum
við. Þar á meðal sætt sig við það, að við
eigum fyrst og fremst að búa við þessa teg-
und lýðræðis. Við kratar og þið alþýðubanda-
lagsmenn viljum útvíkka þetta lýðræði, færa
það inn á önnur svið o.s.frv. — efnahagssvið-
ið, arvinnulýðræði og annað því um líkt, en
við höfum þó alla vega viðurkennt það, að í
þjóðfélagsbaráttunni, þá byggjum við fyrst
og fremst á pólitísku flokkunum og þar at
leiðandi getum við ekki alveg lagt að jöfnu
faglega verkalýðshreyfingu og pólitíska
flokka. Því ef faglega hreyfingin tæki að
sér öll þau umsvif, sem flokkarnir hafa, hvað
á þá að gera við þá, á þá ekki bara að leggja
þá niður? Þarna held ég að verði alltaf að
vera einhver verkaskipting, skipting milli
pólitísku flokkanna og þeirra áhrif og völd
sem ráða miklu um sjálfa þjóðfélagsgerðina.
Réttur: En hefur verkaskiptingin ekki
verið of mikil?
Björn: Jú, ég álít að það hafi verið of litið
samband. Ég álít að þessir aðilar, sem hafa
þessa verkaskiptingu, þeir þurfi að vinna
saman og taka mið hvor af öðrum. Eg tel að
það hafi verið að gerast upp á síðkastið; það
er verið að reyna að koma á vissu samstarfi
milli verkalýðsflokkanna og faglegu verka-
lýðshreyfingarinnar.
Guðmundnr: Við skulum muna í þessu
sambandi að útgangspunkturinn hjá okkur
hefur alltaf verið að halda saman einu verka-
lýðssambandi. Þegar svo er má náttúrlega
búast við því að þessa sjái stað einhvers stað-
ar í starfsháttum hreyfingarinnar. En við
gleymum því hins vegar aldrei hvernig íhald-
ið hefur hagað sér og sínum vinnubrögðum
innan veikalýðshreyfingarinnar. Um það
gæti ég nefnt ótal dæmi, læt þó nægja eitt:
1955 stóðum við í langvinnu og erfiðu verk-
falli. Ut úr því fengum við nokkrar kaup-
breytingar og atvinnuleysistryggingasjóðinn.
Eg skal skjóta því hér inn í að mér fannst
karlinn hann Björn Bjarnason hálfgalinn
þegar hann sagði að atvinnuleysistrygginga-
sjóðurinn væri stærsti ávinningur verkfalls-
ins! Nú, sem sagt; við stóðum í verkfalli í
margar vikur. Verslunarmannafélagið tók
engan þátt í þessari vinnudeilu, ekki á nokk-
urn hátt, nema hið gagnstæða. En eftir samn-
ingana hafa þeir 100% tryggingu fyrir því
að fái þau félög, sem í deilunni voru, ein-
hverjar kjarabætur skuli þeir fá þær líka.
Þetta er taktík og stjórnviska íhaldsins í
verkalýðshreyfingunni. 1961 stóðum við í
hörðum slag. Eftir að samningum lauk var
ekki liðin nema hálf vika þegar verslunar-
menn sömdu um 14% kauphækkun; við
höfðum fengið 10%. Þeir tóku engan þátt
í verkfallinu. Það er þetta, sem sumpart
byggist á pólitískri afstöðu þeirra gagnvart
atvinnurekendum, sem tryggir íhaldið í sessi
í þessum félögum. Það er ekki spurt eftir á
hver það var og hvernig sem knúði fram
kauphækkunina.
Aðeins um kosningar í verkalýðsfélögun-
um: Kosningar voru hér áður stundum tvisv-
ar á ári í verkalýðsfélögunum: Kosningar í
stjórn, kosningar á ASI-þingið. Verulegur
hluti af starfskröftum félagsins og afli fóru
í kosningarnar; hitt getur verið rétt að hreyf-
ingin sé alltof lítil í þessum efnum núorðið.
26