Réttur - 01.01.1976, Síða 32
eru einmitt konurnar með lágu launin sem
eru einu fyrirvinnurnar. Svo komum við að
ellilífeyrisþegunum með 30.000 krónur á
mánuði. Allt þetta fólk virðist pressast und-
ir. Af hverju er þetta svona og hvað getur
verkalýðshreyfingin gert til að breyta þessu?
Aðalheiður: Það fyrsta er auðvitað að
hækka kaupið. Hækka upp í það að hægt
sé að lifa af því ....
Réttur: Hvað er það mikið kaup?
Aðalheiður: Eg er nú ekki viss um að ég
sé með það alveg hreint á takteinum en mér
þykir ákaflega ótrúlegt að það sé hægt að
halda heimili gangandi fyrir minnaen 75.000
krónur á mánuði. Eg treysti mér ekki til þess.
Nú og í sambandi við aldraða að þá verða
iífeyrissjóðirnir að reyna að borga sómasam-
legan lífeyri.
Guðmundur: Margt aldraða fólkið er í al-
geru svartnætti í lífskjörum. Þú þekkir þetta
í gegnum þitt starf.
Aðalheiður: Já, ég álít að það sé nokkuð
stór hópur, en það er líka talsvert um hitt
að þetta fólk eigi íbúðir skuldlausar og geti
þannig betur bjargast. En hinn hópurinn er
alltof stór.
Rétur: En hvað á að gera?
Aðalheiður: Það versta eru kjörin hjá
gamla fólkinu sem býr í leiguhúsnæði. Það
er í alörgusm hjöllunum. Þetta fólk kann
ekki að kvarta og það er bókstaflega alveg
ömurlegt að sjá hvað þeir sem eiga þessa
hjalla notfæra sér að það kvartar ekki yfir
aðbúnaðinum. Hitt er annað mál, að kvarti
stúlkurnar sem fara á þessa staði við félags-
málastofnunina er hún fljót að laga það til.
Sigurður: Aðalheiður segir að fólk kvart-
aði ekki nóg. Eg held að þetta iiggi töluvert
í því að þarna er ekki um harða þrýstihópa
að ræða og fólkið sættir sig jafnvel við þessi
kjör sín. Ég held að það eigi við að glíma
sumpart svipuð vandamál og verkalýðshreyf-
ingin í árdaga; þá varð að hvetja fólk til þess
að nýta rétt sinn og ég held að það sé ekki
gert nægilega mikið að því að benda þessu
fólki á hvaða rétt það á. Þetta eru líka ekki
f jölmennir hópar sem aftur gerir það að verk-
um að ýmsir pólitískir aðilar hafa minni
áhuga á að sinna þessu fóiki, það gleymist
í þessu spili í átökunum um atkvæðin og
fylgið.
Réttur: Skortir ekki á það að verkalýðs-
hreyfingin taki nægilega á þessu vandamáli
utangarðsfólksins og að hún líti ekki á sig
sem þrýstihópinn sem þarf að knýja á um
breytingar þessu fólki í hag? Og það er
kannski stærra mál, en stundum er verka-
lýðshreyfingin með kröfur um skattalækkun,
en þær kalla þá á aukinn niðurskurð og mið-
að við þá efnahagsstjórn sem við höfum í
dag þá yrði sá niðurskurður fyrst og fremst
gagnvart þeim, sem hafa minnsta möguleik-
ana til að svara honum.
Björn: Við erum að ræða hér um tvennt:
Annars vegar hagsmuni gamla fólksins, og
kannski sérstaklega þeirra, sem eiga engan
að, og hins vegar láglaunahópsins. Það má
vel vera rétt að verkalýðshreyfingin beiti sér
ekki nægilega fyrir hagsmunum gamla fólks-
ins, en ég vil benda á það, að ég álít að það
raunhæfasta sem hafi verið gert í hagsmuna-
málum þess hafi verið þegar lífeyrissjóðirnir
voru myndaðir með samningum verkalýðs-
hreyfingarinnar 1969- Hitt er svo annað mál
að þróunin í verðlagsmálum, verðbólgan,
hefur ætt svoleiðis áfram síðan að sjóðirnir
ná ekki tilgangi sínum og að það verða hrein-
ir smámuni sem koma í hlut gamla fólksins.
En meiningin með stofnun almennra lífeyris-
sjóða var auðvitað sú að þeir gætu greitt
eldra fólkinu sómasamlegan lífeyri þegar það
er hætt að starfa. Eg held að það sé kannski
eitt af stærsm málunum okkar núna, og að
því verður áreiðanlega unnið í þeim kjara-
32