Réttur


Réttur - 01.01.1976, Síða 38

Réttur - 01.01.1976, Síða 38
kvartað í sífellu, að borga öllum sem þar vinna 25% hærri laun en gengur og gerist á vinnumarkaði hjá rafvirkjum og komast samt vel af og bjóða fólki sem við vinnum fyrir hagstæðari kjör. Eg held að verkalýðs- hreyfingin þurfi í vaxandi mæli að reyna að ná undir sig stjórnun tiltekinna framleiðslu- þátta, annað hvort með því að eiga þá, eða með því að hjálpa verkafólkinu til þess að eignast þessi atvinnutæki. Og í þessu samhengi má líta á einn þátt í rekstri atvinnulífsins í dag: Auðvitað kemur það verkalýðshreyfingunni við hvernig at- vinnulífið er rekið. Það er þekkt að félags- og samvinnufyrirtæki í sjávarútvegi, þar sem sami aðili hefur á hendi veiðar og vinnslu koma miklu betur út en önnur fyrirtæki í sjávarútvegi þar sem hver einn er með sinn þáttinn í framleiðslunni út af fyrir sig. En þrátt fyrir þá augljósu hagkvæmni sem fé- lagsreksturinn hefur að þessu leyti í för með sér leyfist einstaklingum að reka ekki veiga- minni þátt í okkar þjóðarbúskap en fisk- vinnslan er gjörsamlega án tillits til þess hvort rekstur þeirra er hagkvæmur frá þjóð- hagslegu sjónarmiði eða ekki. Svo er sukkið reiknað með í dæminu og þjóðarbúið látið borga hallann. Við getum ekki horft upp á svona rekstur; við getum ekki leyft mönnum að fara með almannafé eins og þarna er gert. Sukkið er beinlínis notað til þess að rýra kjör verkafólks. Svo vildi ég segja þeim Guðmundi og Birni og það hlýtur að koma fljótlega til al- mennrar umræðu að í okkar vinnulöggjöf er ekki gert ráð fyrir þeim möguleika að verkalýðshreyfingin og verkafólk geti átt ákveðin atvinnufyrirtæki. Um leið og verka- fólk hefur yfirtekið einhver fyrirtæki þá er það um leið skikkað til þess að sitja í bás með atvinnurekendum. Þetta þurfum við að skoða í sameiningu. Björn: Ég vildi nú kannski segja örfá orð um þetta. Þetta er stórt mál sem Sigurður var með. Ég vil nú aðeins benda á það að það er nú dálítið mikill munur á okkar aðal- atvinnugrein, sjávarútveginum, og fiskiðnaði, og þjónusmgrein eins og hjá rafvirkjum án þess að ég sé að gera neitt lítið úr frumkvæði þeirra um samvinnufélög. Ég er nú ekki al- veg viss um það að ef okkur væru boðin fyr- irtæki að við sæjum alveg fram á opna leið til þess að bæta kjörin með því móti. Ég held að það sé margt annað sem kemur inn í þetta. Við getum náttúrlega ekki afgreitt málin þannig að segja um okkar aðalatvinnuvegi að beri fyrirtækin sig ekki þá eigi þau ekki rétt á sér. Ég held að allir sjái hvar við mynd- um enda með slíkum viðhorfum. Við hljómm að leggja alveg sérstakt kapp á það að atvinnureksturinn geti gengið þann- ig að hægt verði að komast hjá atvinnuleysi. Hitt er svo annað mál, að við höfum okkar athugasemdir um það hvernig þessi fyrirtæki eru rekin og hvernig þjóðfélagið býr að at- vinnugreinunum o. s. frv. Auðvitað erum við sammála um það að það eigi að auka áhrif fólksins á rekstur fyrirtækjanna eða réttara sagt atvinnulýðræði, en það væri ekki raun- sætt að gera ráð fyrir því að kringum eina kjarasamninga eða tvenna afgreiðum við það mál. Ég er í sjálfu sér alveg sammála Sigurði um að það sé rétt stefna að verkafólkið eign- ist atvinnutækin með einhverjum hætti ann- aðhvort með þjóðfélagsbreytingum eða með öðrum hætti. En ég held að það sé svolítil hugsunarvilla þegar menn segja að það sé alveg sama þó að atvinnureksturinn, jafnvel okkar aðalatvinnuvegur, fari á hausinn og valdi þannig samdrætti. Ef við horfum bara á aðra hlið málsins, þá erum við ekki að gæta hagsmuna stéttarinnar, því hún hlýtur að hafa hagsmuni af því að atvinnureksturinn gangi. * 38

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.