Réttur - 01.01.1976, Qupperneq 39
Nú er ég ekki að segja þar með að rama-
kveinin séu réttmæt, langt frá því. A það
verðum við að leggja okkar sjálfstæða mat
hversu afkoman er en það fer ekki hjá því,
þegar svona miklar sveiflur verða á okkar
mörkuðum, að þess sjái stað í atvinnurekstr-
inum. Þjóðartekjur hafa minnkað um 9—
10%. Það er út af fyrir sig staðreynd, sem
við getum ekki mælt á móti, og þó við við-
urkennum kannski, að þetta gæti komið fram
í lífskjörum að einhverju leyti, þá hefur það
hinsvegar gerst, að kjaraskerðingin hefur
orðið miklu meiri en nemur þessari minnk-
un þjóðartekna.
Guðmundur: I sambandi við áróður ríkis-
valdsins, hvað þetta sé mikið, verðum við
náttúrlega að varast að gleypa það allt saman.
Það er hægt að leika sér að tölum o. s. frv.,
en í sambandi við það sem Sigurður minnt-
ist á; þetta er sjálfsagt athyglisvert að verka-
lýðshreyfingin athugi þessi mál með þátttöku
fyrirtækja, en við skulum aðeins athuga okk-
ar gang í því. Það er mjög auðvelt að stjórna
þjóðfélaginu þannig, að í sjávarútvegi sé sára-
lítill gróði. Það getur verið og er á valdi
stjórnar með hagkvæmum ráðum, hvar
gróðamismunur verður.En segjum bara, að
verkalýðshreyfingin gerðist þáttakandi í fyrir-
tækjum sjávarútvegsins. Fyrstu viðbrögð
stjórnar væru, að láta gróðann koma fram
á öðrum sviðum en þeim sem við réðum og
þess háttar, svo alls konar mótleikir væru
til við þessari aðgerð, þó hún sé athyglis-
verð. Það getur meira að segja orðið beint
hagsmunamál ríkisvaldsins, að fá verkalýðs-
hreyfinguna sem aðila í ákveðna grein, en
það getur síðan tryggt, að greinin sé í núll-
inu.
Sigurður: Það er gott og vel, sem Björn
segir, og ég hef oft heyrt það áður, það er
ekkert nýtt fyrir mér. Að markinu ætti að
stefna. Þetta gerist náttúrlega á löngum tíma,
og það þarf að búa til stefnuskrá og það
þarf að finna út, hvernig menn ætla að gera
þetta, eftir hvaða leið og hvort um fleiri en
eina leið geti verið að ræða. Ég er ansi
hræddur um, Alþýðusambandið og verkalýðs-
félögin yfirleitt hafi ekki raunverulega lagt
þetta niður fyrir sér. Það sé meira og minna
óunnið. En það þarf að móta almennings-
álitið.
Guðmundur: Það er nokkuð almenn kenn-
ing á Norðurlöndum, að ein af orsökum fyr-
ir því, hvað Svíþjóð stendur miklu betur en
aðrar þjóðir sé ekki eingöngu auðæfi Svíþjóð-
ar, heldur hvað þeir hafa verið miklu mark-
vissari og liprari í fjárfestingum en við. Hjá
okkur er engin heildarstjórn; það eru byggð
2 frystihús í viðbót þar sem eitt er fyrir, en
hafði þó ekki nægjanlegt verkefni fyrir. Fé
er hiklaust ausið í nýju húsin en svo kemur
að því, að ekkert þeirra ber sig.
Fjárfestingin hér er sennilega ómarkvissari
en dæmi eru til um, nema ef vera skyldi í
Ungverjalandi fram til ársins 1956 þar sem
ódýrara var að kaupa stál frá Bandaríkjunum
pakkað inn í silkipappír en að vinna það
heima.
Sigurður: En þetta verður ekki lagað nema
með félagslegri stjórnun af einhverju tagi.
Reynslan okkar af samvinnufélaginu er
mjög góð. Þarna er algjört atvinnulýðræði
á vinnustaðnum, og menn taka allar ákvarð-
anir saman, það er algjörlega jöfn skipting
á tekjum hvað sem menn gera og semsagt
algert jafnræði um stjórnun og skiptingu
verðmæta. Enginn af þessum mönnum gæti
hugsað sér að vinna annars staðar, eftir að
hafa kynnst þeim aðferðum sem viðhafðar
eru í samvinnufélaginu. Einkarekstur er
studdur af almannafé til að stunda arðráns-
iðju sína á verkafólki. Það er verkafólkið
sjálft sem fjármagnar plóginn sem það dreg-
ur.
39