Réttur


Réttur - 01.10.1976, Qupperneq 2

Réttur - 01.10.1976, Qupperneq 2
Leyniskýrslur Bandaríkjanna, birtar af Þór Whitehead, benda til þess að þeir hefðu 1945 látið ameríska hervaldinu þrjár herstöðvar á íslandi í té til 99 ára undir algerum bandarískum yfirráðum, m.a. til starfrækslu kjarnorku- vopna, — en þeir þorðu þetta ekki er á reyndi af ótta við áhrif sósíalista á almenningsálitið á Islandi. — (Þær skýrslur verða ræddar í næsta hefti Réttar). ☆ ★ ☆ Það eru síðustu forvöð að íslensk alþýða hnekki valdi þessarar skammsýnu yfirstéttar og hreki pólitíska braskara hennar frá völdum, áður en þeir sökkva landinu í óbotnandi skuldafen, hneppa þjóðina í þrældóm erlendra auð- drottna og ofurselja landið amerísku hervaldi til ævarandi afnota. Það er ekki nóg fyrir íslenska alþýðu að hækka kaupið. Yfirstéttin stelur þeim kauphækkunum jafnóðum. Alþýðan verður að taka stjórn á sjálfu at- vinnu- og viðskipta-lífinu í sambandi við þá, sem sýna vit og ábyrgðartil- finningu í þeim efnum. Íslenskir sósíalistar forðuðu Islandi 1945 frá þvi að verða eilífðar atómstöð Ameríkana til árása á Evrópu, — með því að skera upp herör hjá vinnandi og hugsandi mönnum. Sósíalistaflokkurinn máttkvaði 1942—47 íslenska alþýðu til slíkra stórvirkja að hún megnaði með skæruhernaði, kosningasigrunum miklu og nýsköpun atvinnulífsins að slíta af sér fjötra fátæktarinnar og leggja grundvöll að betri lífskjörum en áður höfðu þekksí á fslandi. í 30 ár hefur braskarastéttin alltaf verið að ráðast á þau lífskjör og reynt að hneppa alþýðu í fjötrana á ný. I þrjátíu ár hafa staðið hjaðningavíg sóknar og varnar. I 30 ár hefur verkalýðurinn getað unnið á í kaupbaráttunni, en auðvaldið lengst af ráðið ríkisvaldinu í nógu ríkum mæli til að stela ávöxt- unum með gengislækkunum og verðbólgu. Á árinu 1977 verður verkalýðurinn ekki aðeins að sigra í kaupdeilum, heldur og að búa sig undir að ná svo sterkum og varanlegum tökum á rík- isvaldinu að hin fáráða, gráðuga burgeisastétt geti aldrei framar einbeitt því valdi gegn honum. * * ☆ Þetta hefti Réttar er, ekki síst með hliðsjón af síðasta þingi A.S-Í., í höfuð- atriðum helgað því hlutverki að búa alþýðu undir að valda sögulegu verk- efni, er hennar bíður. En forsendur þess að henni auðnist að vinna það verk er annarsvegar hið víðfeðmasta samstarf vinnandi stétta og allra þeirra, er aðhyllast málstað þeirra og hugsjón, — og ekki síst hvað langtímatak- markið snertir: markviss sósíalistisk forusta. 202

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.