Réttur


Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 5

Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 5
einmitt eiga sér stað á sextugasta afmælisári Alþýðusambandsins, þegar skyggnst er til baka og skoðuð sú umsköpun sem íslensk verkalýðshreyfing hefur knúið fram í þjóð- lífinu frá upphafi til þessa dags. Sú mikla saga er í sjálfu sér verðugt umfjöllunarefni, þótt þessum línum sé ætlað annað hlutskipti, það er að varpa nokkru Ijósi á þau umskipti sem urðu á hinu sögulega þingi Alþýðusam- bandsins. TÍMABILI VARNARBARÁTTU LOKIÐ Þingið lýsti því yfir í merkri kjaramála- ályktun, að tímabili varnarbaráttunnar í kaupgjaldsmálunum væri lokið og upp runn- ið tímabil sóknar til stórbættra kjara. I álykt- uninni segir ennfremur, að það sé verkafólki ósæmandi að sætta sig lengur við hin smán- arlega lágu laun. Það skapi sjálfstæðu þjóð- ríki á Islandi stórfellda hættu, ef við búum lengur við það ástand að hér sé eitt ömur- legasta láglaunasvæði í Evrópu. I næsm kjara- samningum þurfi að hækka kaupið vemlega, sérstaklega þó lágu launin. Lágmarkslaun fyrir dagvinnu hækki upp í a.m.k. 100 þús- und krónur á mánuði. Þá er krafist fullra vísitölubóta á lágmarkslaunin, en síðan komi jöfn krónuhækkun á alla launaflokka þannig að launabil haldist í krónutölu. Unnið sé að launajafnrétti karla og kvenna og samræm- ingu launakjara. Að verkalýðshreyfingin beiti sér fyrir setningu löggjafar um vinnu- vernd, endurskoðun skattakerfisins, eflingu íbúðabygginga á félagslegum grunni og end- urbótum lífeyriskerfisins. I ályktuninni er einnig lögð áhersla á heildarsamstöðu verkalýðsfélaganna í kjara- barátmnni og byggist kröfugerðin á víðtækri umræðu og samstarfi í félögum og sambönd- um. Þá var ákveðið að efna til sérstakrar kjaramálaráðstefnu í febrúar n.k. til undir- búnings kjarasamningum að vori, auk þess sem kannaðir verði möguleikar á samstarfi við launamannasamtök utan Alþýðusam- bandsins. NÝTT TÍMABIL PÓLITÍSKRAR SÓKNAR A [x;ssu þingi urðu þó önnur örlagaríkari þáttaskil en frám komu í yfirlýsingunni um kjaramálin.Með álykmnum og kosningaátök- um var gengið milli bols og höfuðs á þeirri goðsögn íhaldsins, að verkalýðssamtökin eigi eingöngu að láta sig varða hefðbundna kjara- barátm, sem byggist á samtölum og samning- um við atvinnurekendur. Við er tekið tíma- bil þeirrar stefnu að saman eigi að fara fag- lega baráttan svokallaða og sú pólitíska. I sjálfri stefnuyfirlýsingunni, sem samþykkt var til bráðabirgða, er gegnumgangandi grunntónn, að verkaljðshreyfingin á íslandi stefni að stórauknum þjóðfélagslegum völd- um. Henni sé ekkert mannlegt óviðkomandi. Hún œtlar sér að skapa á Islandi þjóðfélag jafnaðar og lýðrœðis og standa traustan vörð um sjálfstceði landsins, efnahagslegt og póli- tískt. Það verður ekki gert nema með póli- tískri barátm. I því skyni munu verkalýðs- samtökin hafa náið samband og samstarf við þá stjórnmálaflokka, sem hafa hugsjónir samtakanna að leiðarljósi. Þá voru ekki síður markverðar þær sér- stöku tillögur, sem þingið tók til meðferðar, önnur ákveðin krafa um afsögn ríkisstjórn- arinnar og nýjar kosningar, hin heimting á brottför hersins og úrsögn úr Nato. Sam- þykktir þessara tillagna er einstæður atburð- ur. Þar er talað tæpimngulaust og tekin á- kveðin pólitísk afstaða. I fyrri álykmninni er ríkisstjórnin og efnahagsstefna hennar harðlega fordæmd. Með stefnu sinni hafi rík- isstjórnin unnið sér til óhelgi og beri að víkja 205
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.