Réttur


Réttur - 01.10.1976, Page 12

Réttur - 01.10.1976, Page 12
Þetta var lif vrkafólksins, þegar A.S.f. hóf göngu sina: Verkakonur bera kol á bakinu allan liðlangan daginn fyrir smánarkaup. — Málverk „Muggs“ — Guðmundar Thorsteinssonar —: „KOLABURÐUR I í REYKJAVlK", — málað 1919. er yfirleitt komin föst atvinna og uppsagnar- fresmr, veikindadagar og slysatryggingar. Daglaunamaðurinn fyrir daga samtakanna var réttindalaus og gat ávalt átt á hættu að komast algerlega á vonarvöl. Baráttan hefur hins vegar tryggt verkamann nútímans fyrir fyrstu skakkaföllum og lágmarks mannrétt- indi eru tryggð. Stofnendur Alþýðusambandsins settu markið hátt þegar í byrjun, þó þeir væru ekki virtir né hátt skrifaðir í samfélaginu. Þeir urðu fyrir háði og spotti og taldir vera „að reyna að æsa verkamenn til stéttarígs". I dag eru þetta virtir brautryðjendur stórra hugsjóna, menn er brutu ísinn og stigu fyrstu skrefin til að gjörbreyta lífskjörum á íslandi. Fyrir unga félagsmenn alþýðusamtakanna í dag er örðugt að gera sér í hugarlund, hve stóran þátt samtök launafólks eiga í fram- farasögu 20. aldarinnar. Félagsmenn Alþýðusambandsins á því herrans árið 1976 fagna 60 ára afmæli í samtökum sem eru voldugasta þjóðfélags- aflið. Það er ASÍ, þar eð það hefur sannað hvers „félagsskapur og samtök" eru megnug í lífsbaráttu alþýðu. TILVITNANIR: ’> Morgunblaðið, 2. febrúar 1916. >= Dagsbrún, 12. janúar 1916. 212

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.