Réttur


Réttur - 01.10.1976, Side 13

Réttur - 01.10.1976, Side 13
Svikamylla yfirstéttarinnar! Bandarískt launráð: Þjófalykill að launum og sparifé Á Alþýðusambandsþingi 1976 gerðu allir verklýðssinnaðir fulltrúar sér það Ijóst að verðbólga og gengislækkanir voru vélráð yfirstéttar, sem svaraði hverri kauphækkun með slíkum ráðstöfunum og græddi þrefalt á: 1) lækkaði kaupgjaldið, 2) skrifaði nið- ur raungildi bankalána sinna og 3) hækkaði hinar miklu fasteignir sínar i verði. — Þessari arðráns- og auðsöfnunaraðferð yfirstéttarinnar er einvörðungu hægt að mæta með pólitískum aðgerðum, byggðum á stjórnmálavaldi sameinaðrar alþýðu. Þetta þarf hverri verkalýðsfjölskyldu á íslandi að verða fullkomlega Ijóst áður en til skarar skríð- ur í vetur eða vor. öll blöð verkalýðshreyfingarinnar þurfa að margendurtaka og skýra þessar einföldu staðreyndir, svo hvert mannsbarn af alþýðustétt skilji. Við birtum að þessu sinni nokkur línurit til fyllri skýringar á þessu fyrirbrigði gengis- lækkana og verðbólgu, sem yfirstéttin reynir að telja fólki trú um að sé einskonar nátt- úrulögmál, en ekki vísvitandi hefndaraðgerð- ir hrokafullra drottna gegn þrælum, sem ger- ast svo ósvífnir að heimta sinn rétt. Línuritin sýna þróun kaupgetu tímakaups- ins, — hvað fá mátti fyrir einnar klukku- stundar vinnu á hverjum tíma undanfarin rúm 60 ár. Svo sem sjá má á fyrsta línuritinu fór kaupgetan að lækka í fyrra stríði uns verka- lýðurinn hóf baráttu sína með stofnun há- setafélagsins og harðari sókn Dagsbrúnar og svo stofnun A.S.I. Allt frá 1919 tekur kaup- geta tímakaupsins að hækka jafnt og þétt þar til í síðari hluta krepputímabilsins að þjóðstjórnin grípur til kúgunarráðstafana með lögum 1939 og 1940. (Kjararýrnun vegna atvinnuleysis kemur ekki fram í þess- um vísitölum, dagkaup hafnarverkamanns- ins, sem hefur 10 smnda vinnu allt árið er á þessu skeiði ca. 4500 kr. á ári, en meðal- tekjnr hafnarverkamanns verða um 1500 kr., m. ö. orðum: Hann hefur að meðaltali vinnu þriðja hvern dag). Síðan kemur lífskjarabyltingin 1942—47. Með skæruhernaðinum 1942 er kaupgeta dagkaupsins meira en þrefölduð frá því sem var 1916. En um leið er yfirstéttin með pólitísku valdi verkalýðsins, fyrst og fremst 213

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.