Réttur


Réttur - 01.10.1976, Page 15

Réttur - 01.10.1976, Page 15
LÍNURIT: KAUPMÁTTUR TÍMAKAUPSINS Á vinstri síðu línurit Ásmundar Stefánssonar hagfræðings A.S.I. — Hér að ofan línurit úr „Rétti“ 1969. hins sigursæla og sterka Sósíalistaflokks, hindruð í því að geta beitt gengislækkunum: 1942—44 er utanþingsstjórn og Alþingi, sem ræður þá genginu, þorir ekki að breyta því vegna sigra Sósíalistaflokksins, og 1944 —47 er Sósíalistaflokkurinn í ríkisstjórn og getur hindrað allar gengislækkanir, sem breska og bandaríska hervaldið vissulega ósk- aði eftir, því kaupgjald hafnarverkamanns í Reykjavík var að lokum orðið eins og hafn- arverkamanns í New York (ca. 1,50 dollar, eða rúmar 9 krónur, en dollarinn var þá 6.50). Er afturhaldsstjórnin tók við 1947 beitti hún fyrst lagaákvæðum til að lækka kaupið. En síðan að gengið var að Marshallsamn- ingnum og amerískt bankavald tók að sér æðstu stjórn efnahagsmála á Islandi, lét það auðvald „erkibiskup" sinn á Islandi fyrirskipa á hvern hátt skyldi þaðan í frá brugðist við kauphækkunum óþægs verkalýðs: I gengislækkunarfrumvarpinu, sem amer- íska valdið lét „helmingaskiptastjórn" Fram- sóknar og Ihalds leggja fyrir Alþingi og samþykkt var 20. mars 1950, var í senn fyr- irskipað að hækka dollarinn úr 6.50 upp í 16.32 og að fyrirskipa Landsbankanum, sem þá var og Seðlabanki að breyta gengi ís- lenskrar krónu þegar breyting verði á kaup- gjaldi. Með öðrum orðum: Ameríska valdið fyrírskipaði ríkisvaldi íslenskra atvinnurek- enda að svara hverri kauphcekkun með til- 215

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.