Réttur


Réttur - 01.10.1976, Síða 39

Réttur - 01.10.1976, Síða 39
samþykktum gerðum á þessum flokksráðs- fundi. FRAM TIL SÓKNAR Höfuðatriðið á fundinum var eðlilega sú stéttabarátta og þjóðfrelsisbarátta, sem háð er gegn ríkjandi stétt og því erlenda auð- og her-valdi, er að baki hennar stendur. Sú staðreynd blasti við flokksráðsmönnum hvað stéttabaráttuna snertir að yfirstéttin rænir í krafti hins pólitíska valds síns vægð- arlaust hverri kauphækkun, sem verkalýðs- félögunum tekst að knýja fram í kaupdeil- unum, svo verkalýðnum er það lífsnauðsyn að efla svo hið pólitíska vald sitt að þessum þrjátíu ára skollaleik verði ekki framhaldið, — svikamylla verðbólgunnar, er malar brösk- urunum gróðann, verði stöðvuð. En til þess það takist að gera verkalýðinn jafn sterkan þólitískt og hann er faglega, þarf að fá verkamenn í verkalýðsfélögunum hundruð- um saman inn í Alþýðubandalagið sem virka félaga og ná samstarfi á stéttargrnndvelli við verkamenn úr öllum flokkum, jafnvel flokka eins og Alþýðuflokkinn sem heild, til þess að gera verkalýðshreyfingunni þannig mögu- legt að festa með pólitísku valdi sínu þá sigra, sem hún vinnur í kaupdeilunum. Flokkurinn er nú búinn að sigrast á þeim erfiðleikum, er hann komst í á árunum 1957 —68 og átti við að stríða á árunum þar á eftir. Streyma nú til hans áhugamenn, er finna að þar er vettvangurinn fyrir þá baráttu er heyja þarf fyrir hagsmunum og rétti vinn- andi stétta, fyrir þjóðfrelsi og sósíalisma. Setti flokksráðsfundurinn markið hátt um eflingu flokksins, mótaði lokaáskorunina til alþýðu svo í stjórnmálaályktuninni: „Alþýðubandalagið er eini stjórnmálaflokkur- inn, sem berst heill og óskiptur gegn erlendum herstöðvum, þátttöku Islands i hernaðarbanda- lögum og áhrifavaldi erlendra auðhringa i ís- lensku efnahagskerfi. Alþýðubandalagið er flokkur launafólks, sem kostar kapps um að treysta samstöðu verka- manna, sjómanna, bænda og annarra starfs- stétta. Allir þeir, sem styðja vilja hagsmunabaráttu verkalýðshreyfingarinnar, allir þeir, sem vilja Island úr NATO og her- inn burt, allir þeir, sem hamla vilja gegn sívaxandi ásókn erlendra auðhringa til yfirráða i íslensku atvinnulifi, allir þeir, sem auka vilja opinbera þjónustu á sviði félags- og menningarmála, og tryggja jafn- rétti til náms, allir þeir, sem standa vilja vörð um pólitískt og efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar, allir þeir, sem stefna að sósialisma á Islandi, hljóta að fylkja sér um Alþýðubandalagið." ÞEKKINGIN MUN GERA YKKUR FRJÁLSA Þegar Þorsteinn Erlingsson flutti fyrirlest- ur sinn 1912 um „Verkamannasamtökin”, sunnudaginn milli jóla og nýárs, í Verka- mannafélaginu Dagsbrún, sagði hann bein- um orðum að það sem stæði verkamönnum á Islandi fyrir þrifum væri „beinlínis skortur á þekkinguOg hann lauk sinni löngu og ágætu ræðu með fornu tilvituninni um að „sannleikurinn muni gera ykkur frjálsa." Flokksráðsfundi Alþýðubandalagsins var ljóst að einmitt á þessu sviði yrði að stórauka starfið til menntunar og þroska alþýðu á sviði félagsmálanna, því aldrei hefði verið unnið eins skipulagsbundið og heiftarlega og nú af hálfu yfirstéttarinnar að því að villa um fyrir alþýðu manna, blinda hana og blekkja, enda liggur nú mikið við fyrir hina drottnandi stétt: völd hennar og gróði: Samþykkti flokksráðið ýtarlega ályktun um fræðslustarfsemina í því skyni að tryggja að í þeim efnum yrðu nú stakkaskipti í 239

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.