Réttur


Réttur - 01.10.1976, Side 40

Réttur - 01.10.1976, Side 40
flokksstarfmu. Er nm þá ályktun fjallað í annarri grein þessa heftis. EFLING OG FESTA FLOKKSSKIPULAGS Flokksráðinu var ljóst að koma yrði miklu meiri festa og skipulag á Alþýðubandalagið en verið hefur, ef það ætti að verða fært um að gegna því hlutverki, sem þess bíður, og til þess hefur það vaxandi hljómgrunn hjá þjóðinni. Var því samþykkt einróma mjög ýtarlegt álit flokksstarfsnefndar um starf- semi flokksins á hinum ýmsu sviðum, jafnt í flokksfélögunum, kjördæmisráðunum og miðstjórninni sem í hinum ýmsu félagssam- tökum og á opinberum vettvangi. Inngangur nefndarálitsins hljóðar svo: „Flokksráðsfundur Alþýðubandalagsins legg- ur áherslu á, að gert verði skipulagt átak til að efla starf á vegum flokksins á öllum sviðum á næstunni, svo að hagnýttur verði sá góði hljóm- grunnur, sem málstaður flokksins nú á langt út fyrir raðir fyrri stuðningsmanna. Mesta á- herslu leggur flokksráðsfundurinn á, að aðstaða flokksmiðstöðvarinnar í Reykjavík verði bætt til muna til vinnu m.a. að verkalýðsmálum, æsku- lýðsmálum og fræðslumálum og tengslin efld við flokkseiningar um land allt. Jafnframt verði komið meiri festu á starf í stofnunum flokksins og tryggð gagnkvæm og eðlileg tengsl á milli þeirra til eflingar lýðræð- islegu flokksstarfi." ☆ ★ -Ar Þessi flokksráðsfundur sannar að takist Alþýðubandalaginu að eflast áfram sem ört vaxandi hreyfing, ekki síst í verkalýðs- og starfsmanna-félögunum, en þroskast samtímis og styrkjast sem vel skipulagður, sósíalistísk- ur flokkur, þá er þess ekki langt að bíða að það verði sá forustuflokkur í stéttabaráttu alþýðu og þjóðfrelsisbaráttu Islendinga, sem þjóð vorri ríður lífið á að eignast. 240

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.