Réttur


Réttur - 01.10.1976, Síða 41

Réttur - 01.10.1976, Síða 41
Fræðslu- miðstöð Alþýðu- bandalagsins stofnuð Á flokksráðsfundi Alþýðubandalagsins í nóvember s.l. voru samþykktar reglur fyrir Fræðslumiðstöð flokksins og á ný- afstöðnum miðstjórnarfundi var kjörin stjórn miðstöðvarinnar. Það var fyrir rúmu ári að flokksráðsfund- ur samþykkti að skipa milliþinganefnd til að undirbúa stofnun Fræðslumiðstöðvar. Astæðan var sú að allt fræðslustarf innan Alþýðubandalagsins hafði allt frá stofnun flokksins 1968 verið fremur bágborið. Voru flokksmenn sammála um að gera þyrfti átak til að efla marxiska fræðslu og fræðslu um þjóðfélagsmál almennt innan flokksins. Nefndin sem kjörin var skilaði áliti á flokksráðsfundinum 15. nóv. sl. Var reglu- gerðin samþykkt með litlum breytingum frá nefndinni. Reglugerðin fer hér á eftir, en síðar verður greint frá skipulagningu fræðslu- starfsins í flokknum, eftir að miðstöðin hefur tekið til starfa. REGLUGERÐ um fræðslumiðstöð Alþýðubandalagsins 1. gr. Tilgangur: Tilgangur fræðslumiðstöðvarinnar er að stuðla að fræðslu um sósíalisma og íslenskt þjóðfélag. 2. gr. Verkefni: Fræðslumiðstöðin vinnur að markmiði sínu m.a. á eftirfarandi hátt: — Hún stuðlar að því að tiltæk séu á íslensku fræðirit um marxisma og málefni verkalýðshreyfingarinnar. — Hún gefur út ritskrár um fyrrgreind efni, leiðbeiningar um lestur slíkra rita og annað þessu skylt lesefni eftir því sem ástæð- ur þykja til hverju sinni. — Miðstöðin útbýr námsefni til notkunar í námshópum og leshringum um sósíalisma og verkalýðsmál. — Hún veitir flokksdeildum Alþýðubanda- lagsins þjónustu og fyrirgreiðslu er teng- ist fyrgreindum verkefnum. Þar á meðal hef- ur fræðslumiðstöðin milligöngu um útvegun námsefnis, námshópastjóra og fyrirlesara vegna námskeiða eða annarrar fræðslustarf- semi sem flokksfélögin gangast fyrir. Einnig getur hún haft forgöngu um slíka starfsemi. 3. gr. Starfsaðstaða: Fræðslumiðstöðin hefur bækistöð á aðal- skrifstofu Alþýðubandalagsins og leggur 241

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.