Réttur


Réttur - 01.10.1976, Side 43

Réttur - 01.10.1976, Side 43
BJÖRN ÞORSTEINSSON: SEX STRÍÐA SAGA Björn Þorsteinsson. Tíu þorskastríð 1415—1976. Sögufélagið 1976. íslendingum er hollt að vera á það minnt- ir um þessar mundir hve lengi vér höfum orðið að berjast fyrir því að öðlast yfirráð yfir eigin fiskimiðum og hvað forfeður okkar hafa orðið að þola í því sambandi, hverjar fórnir þeir urðu fátækir að færa í því — löngum vonlausa —■ stríði við ofureflið. Þetta hefur prófessorinn í miðaldasögu vorri, Björn Þorsteinsson, fundið og miðlað okkur af sínum mikla lærdómi, í fyrsta lagi: Þekkingu á þorskasrríðunum fimm þeim fyrstu: I. 1415—1425. — II. 1447—49. — III. og IV. 1467—90 og svo V. 1532—33. Og er vissulega mikinn fróðleik að finna í frá- sögnum hans af stríðum þessum, flóknum milliríkjasamningum, refabrögðum evrópskra stjórnarherra, stórveldakúgun og smáríkja- undanhaldi þeirra tíma. En jafnframt er og vel sýnt hve snemma Islendingar byrja að reyna að vernda rétt sinn til þeirra auðæfa í sæ, sem þeir enn höfðu ekki tæki til að nytja. Þá er og mikinn fróðleik að finna og ýmis- legt nýtt í köflunum um 17. og 18. öldina ekki síst um þróun hafréttar og réttarstöðu. Og er fram á 19- öldina kemur er enn vakin athygli á atriðum, sem alltof lítill gaumur hefur verið gefinn, svo sem tilraunum Frakka til að ná raunverulegri nýlenduaðstöðu hér og hverskonar fleðulátum þá er beitt, ekki óþekktum frá samskonar ginningarlátum síðari tíma. VI. þorskastríðið fær all ýtarlega meðferð, ágætar lýsingar á kænsku breska flotaforingj- ans Atkinson við landshöfðingja og öllum 243

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.