Réttur


Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 44

Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 44
aumingjahætti danskra yfirvalda gagnvart Bretum, þegar einn skipherra er undanskil- inn. Þarna eru og rakin vel viðbrögð Islend- inga, stjórnmálamanna og blaða, misjöfn sem vænta mátti. Og rétt áhersla er á það lögð í lýsingunni hvílíkri byltingu botnvarpan veldur í veiði- sókn Bretans, hvernig hinir ágengu lögbrjót- ar breska auðvaldsins taka nú að útrýma og eyða þeim fiskstofnum, sem þeir höfðu sópað auð af á undangengnum fimm öldum, án þess að hafa haft tæki til að drepa stofninn sjálfan og gereyða miðin til frambúðar. Með þessari tæknibyltingu er raunverulega miðöldunum tæknilega séð lokið: handverks- öldin víkur fyrir vélavaldinu — og prófessor og sagnfræðingur þessa handverkstímabils á- lítur raunverulega verki sínu lokið, sagan komin út fyrir hans svið. Fyrir siðasakir minn- ist hann þó í stuttu máli á síðustu þorska- stríðin öll, en þar er ekki lengur fyrir rann- sóknum hins ágæta sagnfræðings að fara, hann er ekki að sletta sér fram í annara kollega verkefni. En gaman væri að fá lýs- ingu þess, sem í þeim stríðum gerðist, ritaða með sama hispursleysinu og gætir t.d. í frá- sögnum um Hinrik 8. og afskipti hans. UM SÍÐUSTU ÞORSKASTRÍÐIN Tvær heimsstyrjaldir höfðu bjargað þorsk- miðum Islendinga, eftir að fullkomnun vél- væðingar til niðurdráps þeim komu til sög- unnar. Meðan Bretar og aðrar mestu menn- ingarþjóðir Evrópu voru önnum kafnar að drepa hvor aðrar, mátm þær ekki vera að því að drepa þorskinn. En er friður komst á vofði útrýmingarhættan yfir. Breska ríkisstjórnin viðurkenndi lýðveldis- stofnunina, en auðvitað með því skilyrði að ríkisstjórn lýðveldisins viðurkenndi gildi smánarsamningsins frá 1901. Það má íslensk borgarastétt eiga að í fyrsm átökunum um landhelgina stóð hún sig vel. Landgrunnslögin 1948 vom sett í samráði við alla flokka þingsins og allt frekara vald það, er lögin heimiluðu til útfærslu, var lagt í hendur sjávarútvegsráðherra með útgáfu reglugerðar. Jóhann Jósefsson var þá sjávar- útvegsráðherra og er hann bað mig sem for- mann þingflokks sósíalista um atfylgi , bað hann jafnframt um að ekki yrði um málið talað, heldur samþykkt svo að segja þegj- andi. Stjórnin vildi sem minnsta eftirtekt vekja á þessu mikilvæga máli út á við meðan það færi gegnum þingið. Svo var og gert. Utvíkkun fiskveiðilögsögunnar í 4 mílur út frá ysm annesjum, 15. maí 1952 var sam eiginlegt átak allrar þjóðarinnar. Þar áttu þeir Olafur og Hermann, þótt á öndverðum meiði væru um margt, báðir sinn stóra hlut í og ekki síður Bjarni Benediktsson, er þá fór með utanríkismál og dómsmál, og snéri sér til sovétstjórnarinnar, er England setti sölu- bann á fiskinn, og bað hana taka upp aftur þau verslunarviðskipti, er hann hafði sjálfur að undirlagi Ameríkana brotið niður fjórum ámm áður, er Island var flækt í Marshall- fjöturinn. Hermann Jónasson naut Jx:ss á Jsinginu í Strassburg nokkru síðar, er „vest- rænir vinir" vorir tóku að fjargviðrast út af viðskipmm Islands austur á bóginn, að geta svarað þeim því, að þá er England hefði ætl- að að svelta Islendinga til undanhalds og uppgjafar með sölubanni, þá hefðu ekki nein vestræn ríki komið Islandi til aðstoðar, held- ur einungis Sovétríkin ein. Þá sló þögn á hóp hinna miklu boðbera mannréttinda og lýð- ræðis. — Og 7. þorskastríðið — eins og Björn kallar átökin 1952—56 vannst í krafti þessa bandalags Islands við Sovétríkin að frumkvæði Bjarna Ben. — gegn breskum yfirgangi. En þar með var hugrekki stjórnmálafor- 244
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.