Réttur


Réttur - 01.10.1976, Qupperneq 44

Réttur - 01.10.1976, Qupperneq 44
aumingjahætti danskra yfirvalda gagnvart Bretum, þegar einn skipherra er undanskil- inn. Þarna eru og rakin vel viðbrögð Islend- inga, stjórnmálamanna og blaða, misjöfn sem vænta mátti. Og rétt áhersla er á það lögð í lýsingunni hvílíkri byltingu botnvarpan veldur í veiði- sókn Bretans, hvernig hinir ágengu lögbrjót- ar breska auðvaldsins taka nú að útrýma og eyða þeim fiskstofnum, sem þeir höfðu sópað auð af á undangengnum fimm öldum, án þess að hafa haft tæki til að drepa stofninn sjálfan og gereyða miðin til frambúðar. Með þessari tæknibyltingu er raunverulega miðöldunum tæknilega séð lokið: handverks- öldin víkur fyrir vélavaldinu — og prófessor og sagnfræðingur þessa handverkstímabils á- lítur raunverulega verki sínu lokið, sagan komin út fyrir hans svið. Fyrir siðasakir minn- ist hann þó í stuttu máli á síðustu þorska- stríðin öll, en þar er ekki lengur fyrir rann- sóknum hins ágæta sagnfræðings að fara, hann er ekki að sletta sér fram í annara kollega verkefni. En gaman væri að fá lýs- ingu þess, sem í þeim stríðum gerðist, ritaða með sama hispursleysinu og gætir t.d. í frá- sögnum um Hinrik 8. og afskipti hans. UM SÍÐUSTU ÞORSKASTRÍÐIN Tvær heimsstyrjaldir höfðu bjargað þorsk- miðum Islendinga, eftir að fullkomnun vél- væðingar til niðurdráps þeim komu til sög- unnar. Meðan Bretar og aðrar mestu menn- ingarþjóðir Evrópu voru önnum kafnar að drepa hvor aðrar, mátm þær ekki vera að því að drepa þorskinn. En er friður komst á vofði útrýmingarhættan yfir. Breska ríkisstjórnin viðurkenndi lýðveldis- stofnunina, en auðvitað með því skilyrði að ríkisstjórn lýðveldisins viðurkenndi gildi smánarsamningsins frá 1901. Það má íslensk borgarastétt eiga að í fyrsm átökunum um landhelgina stóð hún sig vel. Landgrunnslögin 1948 vom sett í samráði við alla flokka þingsins og allt frekara vald það, er lögin heimiluðu til útfærslu, var lagt í hendur sjávarútvegsráðherra með útgáfu reglugerðar. Jóhann Jósefsson var þá sjávar- útvegsráðherra og er hann bað mig sem for- mann þingflokks sósíalista um atfylgi , bað hann jafnframt um að ekki yrði um málið talað, heldur samþykkt svo að segja þegj- andi. Stjórnin vildi sem minnsta eftirtekt vekja á þessu mikilvæga máli út á við meðan það færi gegnum þingið. Svo var og gert. Utvíkkun fiskveiðilögsögunnar í 4 mílur út frá ysm annesjum, 15. maí 1952 var sam eiginlegt átak allrar þjóðarinnar. Þar áttu þeir Olafur og Hermann, þótt á öndverðum meiði væru um margt, báðir sinn stóra hlut í og ekki síður Bjarni Benediktsson, er þá fór með utanríkismál og dómsmál, og snéri sér til sovétstjórnarinnar, er England setti sölu- bann á fiskinn, og bað hana taka upp aftur þau verslunarviðskipti, er hann hafði sjálfur að undirlagi Ameríkana brotið niður fjórum ámm áður, er Island var flækt í Marshall- fjöturinn. Hermann Jónasson naut Jx:ss á Jsinginu í Strassburg nokkru síðar, er „vest- rænir vinir" vorir tóku að fjargviðrast út af viðskipmm Islands austur á bóginn, að geta svarað þeim því, að þá er England hefði ætl- að að svelta Islendinga til undanhalds og uppgjafar með sölubanni, þá hefðu ekki nein vestræn ríki komið Islandi til aðstoðar, held- ur einungis Sovétríkin ein. Þá sló þögn á hóp hinna miklu boðbera mannréttinda og lýð- ræðis. — Og 7. þorskastríðið — eins og Björn kallar átökin 1952—56 vannst í krafti þessa bandalags Islands við Sovétríkin að frumkvæði Bjarna Ben. — gegn breskum yfirgangi. En þar með var hugrekki stjórnmálafor- 244

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.