Réttur


Réttur - 01.10.1976, Side 46

Réttur - 01.10.1976, Side 46
En það var um meiri sigur að ræða en Islendinga einna: Það var að vinnast heims- sigur kúgaðra og arðrændra þjóða í þessum málum. Hrun nýlenduveldanna, er fyrir al- vöru tók að ágerast upp úr 19á0 kom og brátt í ljós í uppreisn þjóða gegn einokun fyrri nýlenduvelda á auðæfum hafs og hafsbotna — og birtist m.a. í hinum langvinnu samn- ingum um hafréttarmál. Það sá nú á að hið breska veldi, er knésett gat Dani á kostnað Islendinga 1901, var að hrynja og megnaði nú ekki að standast Islendinga eina, ef saman stóðu, — og héldu djarft á málum út á við. Og meðan Islendingar enn háðu úrslitaorust- una við báðar þjóðir auðhringsins Unilevers á víxl um að tryggja sér mest öll miðin, þ.e. 50 mílurnar, var 200 mílna fiskveiðilögsag- an að fara sína sigurgöngu, ekki síst fyrir baráttu íslendinga og annarra framsýnna fiskveiðiþjóða, á alþjóðavettvangi og hljóta viðurkenningu æ fleiri þjóða, svo jafnvel það var aðeins orðin spurning um stutt tímaskeið, hvenær Bretar sjálfir og EB (Efnahagsbanda- lagið) tækju hana upp.. Og þegar Islendingar í þorskastríðunum tveim, 1958—61 og 1972—73, höfðu undir forustu sósíalista Alþýðubandalagsins sigrað Breta og V-Þjóðverja á víxl og málstaður hinna arðrændu fiskveiðiþjóða, ekki síst fyrir baráttu Islendinga, unnið sigur á alþjóðavett- vangi, þá drattaðist og forusta íslenskrar borgarastéttar með að lokum. Alþingi ákvað í tíð vinstri stjórnarinnar síðari (í maí 1974) og fyrir forusm sósíalista að breyta gömlu landgrunnslögunum frá 1948, er raunverulega miðuðust við 200 metra dýpi landgrunnsins, þannig að hægt væri að færa fiskveiðilögsöguna út í 200 mílur.2) Loks hélt breski flotinn út úr fiskveiði- landhelginni 1. des. 1976 eftir fimm alda ránsferðir og tíu þorskastríð. En Efnahagsbandalagið bíður — ekki með byssur spenntar, en viðskiptahnefa stórveld- isins reiddan — og nú er það okkar Islend- inga að sýna að eigi hræðumst við hnefa þann frekar en vald það sem áður var hótað með. Saga þorskastríðanna er ef til vill ekki á enda, þótt skipt verði um bardagaaðferð. Kúgunarandinn í Englandi og Vesmr-Þýska- landi er enn hinn sami, — og sameinaður nú. — Fróðlegt verður eitt sinn að lesa um þessi stríð, þegar öll kurl verða komin til grafar — og hægt verður að skrifa jafn hispurslaust, skemmtilega og vel um síðustu stríðin fjögur — og Björn Þorsteinsson sagn- fræðingur skrifaði í bók sinni um hin sex. E. O. SKÝRINGAR. „Átökin um landhelgismálið. Hvað gerðist bak við tjöldin?" var upphaflega skrifuð af Magnúsi Kjartanssyni, sem grein í „Rétti" 1. hefti 1959, en siðan gefið út sérprentað í tveim útgáfum — og er alls 70 síður. Er hér allur undirbúningur málsins og allur gangur baráttunnar um það rak- inn svo skilmerkilega að enginn Islendingur ætti að láta þennan bækling ólesinn. Hægt er að panta hann frá Alþýðubandalaginu, Grettisgötu 3, meðan upplag endist. Strax 1973 hafði vinstri stjórnin látið lýsa því yfir á alþjóðavettvangi með tilkynningu á haf- réttarráðstefnunni að það væri ætlun hennar að færa fiskveiðilögsöguna út í 200 milur. 246

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.