Réttur


Réttur - 01.10.1976, Side 47

Réttur - 01.10.1976, Side 47
INNLEND znr VÍÐSJÁ □X “ VIÐSKIPTAHALLINN NÆR HORFINN, ÞJÓÐARTEKJUR HÆKKA Rért fyrir áramót sendi Þjóðhagsstofnunin út skýrslu um afkomu þjóðarbúsins árið 1976 og horfur fyrir árið 1977. Samkvæmt þessari skýrslu er gert ráð fyrir að viðskipta- hallinn 1976 hafi verið 3,6% af þjóðarfram- leiðslu, en hann var 11—12% 1975. Áfyrstu 10 mánuðum ársins 1976 var vöruskipta- jöfnuður 19 miljörðum króna hagstæðari en á jafnlöngum tíma 1975. Þannig koma hin bættu viðskiptakjör fram í afkomu þjóð- arbúsins. Á fyrstu 10 mánuðum ársins 1976 jókst vöruútflutningur okkar um 16—18% að magni til en um 38% ef reiknað er verð- mæti hans í erlendri mynt. Á sama tíma jókst vöruinnflutningur um 3% reiknað í mynt, en 6—7% í magni. Verðmæti sjáv- arafurða hækkaði um 22% á fyrstu 10 mán- uðum sl. árs á föstu verðlagi. Þrátt fyrir þennan utanaðkomandi bata hefur skerðing kaupmáttar launa haldið á- fram. Þannig telur Þjóðhagsstofnun að kaup- máttur allra taxta hafi verið um 4% minni á sl. ári, 1976, en var á árinu 1975. Og skal þess þá getið að þá, í árslok 1975, taldi verkalýðshreyfingin þurfa 30% kauphækk- un til þess að ná kaupmættinum 1974. HERNÁMSÁÆTLUN ALUSUISSE 16. janúar birti Þjóðviljinn frásögn af „áætlun integral” sem ALUSUISSE hafði af- hent ríkisstjórn íslands til alvarlegrar um- ræðu haustið 1974 eða strax og núverandi ríkisstjórn tók við. I þessari áætlun, „her- námsáætlun ALUSUISSE", er gert ráð fyrir fjórum aðaláföngum: 1. áfangi hefur þegar verið samþykktur og er að meginhluta kominn í framkvæmd. Þar er um að ræða álverksmiðjuna í Straums- vík eins og hún er nú, 75 þúsund tonna árs- framleiðslu, og að auki 10 þúsund tonna stækkun, sem samþykkt var á alþingi s.l vor. 2. áfangi gerir ráð fyrir stækkun álverk- smiðjunnar í Straumsvík, fyrst um 40 þúsund tonn, þriðji kerskálinn, síðan aftur 40.000 tonn. I næsta mánuði mun Gunnar Thor- oddsen og erindrekar hans fara til Sviss til þess að ræða sérstaklega um þennan áfanga og þriðja kerskálann, en auk þess mun þar í heild verða rætt um „áætlun integral." 3. áfanginn gerir ráð fyrir því að íslend- ingar annars vegar og Alusuisse hins vegar stofni með sér hlutafélag þar sem eignar- hluti skiptist 50 : 50. Islendingar leggi fram vatnsréttindi en ALUSUISSE réttindi til báxítvinnslu í Afríku. Þetta hlutafélag, ALIS, stofni síðan til annars hlutafélags, ALCONIS, í félagi við aðra erlenda aðila, sem reisi ál- verksmiðjur á Austurlandi og starfræki Aust- urlandsvirkjun. Verksmiðjurnar framleiði 500.000 tonn af áli á ári og noti 8000 gíga- vattstundir. Núverandi ríkisstjórn Islands hefur þegar leyft ALUSUISSE að senda sér- fræðinga til þess að rannsaka virkjunarval- kosti á Austurlandi. Hefur sú ferð þegar 247

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.