Réttur


Réttur - 01.10.1976, Síða 54

Réttur - 01.10.1976, Síða 54
73% allra atvinnurekenda í Frakklandi viðurkenna að þeir búist við sigri alþýðu- fylkingarinnar 1978 og fari sér því hægt í fjárfestingu. A árinu 1976 var fjárfesting þeirra 5% minni en 1975, sem var mjög slæmt ár hvað fjárfestingarhlutfall snerti. Auðvaldskreppan, sem fer hægt og síg- andi yfir þessi lönd, er farin að segja mjög til sín í Frakklandi, svo fjármálamenn óttast að það fari sömu leiðina og England og Italía. VÍETNAM í skýrslu Kommúnistaflokks Vietnam fyrir flokksþingið standa eftirfarandi setningar um ástandið, hinn hræðilega arf, sem hetjuþjóðin enn berst við, eftir hryðjaverkastríð ameríska auðvaldsins: „Enn eru 150.000 smálestir af sprengjum og fallbyssukúlum hér og hvar, sem ekki hafa sprungið. Daglega deyja menn af þeirra völdum. Miljónir hektara af hrísgrjónaekr- um, görðum og skógum eru eyðilagðar af sprengjum og eiturefnum; sífellt vofa yfir sjúkdómar af völdum eitursins, sem varpað var niður, og heimta fórnir." Fimmáraáætlunin, er hófst 1976, felur í sér að auka skuli þjóðarframleiðsluna um 14,5—15,5% á ári fram til 1980, — það skuli vinnast þrjár miljónir hektara af akur- lendi og rækta upp eina miljón hektara af skógi. Rauntekjur eiga að hækka um 30%. Það er auðséð að þessi hetjuþjóð ætlar að berjast af sama dugnaði og stórhug í friði sem stríði. BRASILÍA Brasilía er það land, sem Bandaríkjastjórn hefur sérstaka velþóknun á. Þar ríkir það frelsi fyrir fjármagnið, sem boðbera hinnar „frjálsu verslunar" dreymir um. Þar fær auð- magnrð að njóta sín án allra „fjötra" verka- lýðssamtakanna, — því þar hafa nú hers- höfðingjar, er völdum rændu verið einráðir í meir en áratug, og samið sig í öllu að vilja auðvaldsherranna og hljóta að launum auð og embætti og ofsatekjur í hinum „frjálsu" fyrirtækjum herra sinna. Og frægð „frelsis- ins" í Brasilíu er básúnuð út um víða veröld, til að draga auðmenn að hinu hráefnaríka landi. „Við fundum land þar sem engin verkföll eru, þar sem engir samningar eru gerðir við verklýðsfélög, þar sem engar frjálsar kosn- ingar eru, — við fundum himnaríki" — hrópaði fagnandi ítalskur atvinnurekandi, er hann uppgötvaði ástandið í Brasilíu. Og hvernig er ástandið hjá íbúum lands- ins? Brasilía er „skipulagt helvíti", — svo hljómar dómur þarlends lögfræðings, fyrr- varandi kaþólsks þingmanns, Marcio Mor- eira Alves. Hinir drottnandi hershöfðingjar eru grimmdarseggir, haldnir stórmennskubrjál- æði. Mörg hundruð manna eru myrt hvert ár af „dauðasveitum" þeirra. Indíánunum eru jæir að útrýma á hræðilegan hátt, — eins og oft hefur verið sagt frá hér í „Rétti". Barnadauðinn vex hröðum skrefum. 1960 fæddust 102 börn af þúsund andvana, 1970 voru það 130. I einu þorpi hjá Recife, þar sem íbúarnir hafa framfærslu sína af launa- vinnu við sykurmyllu, lifðu aðeins sex af 37 börnum, er fæddust 1970. Helmingur þjóðarinnar sveltur heilu hungri. Ellefu miljónir (af 107 miljónum) íbúanna eru geðveikir. Ein miljón manna þjáist af holdsveiki. Og heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna reiknar með því að 300 þtisund íbúanna sýkist árlega af berklum. 254

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.