Fréttablaðið - 14.03.2009, Blaðsíða 4
4 14. mars 2009 LAUGARDAGUR
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Osló
París
Róm
Stokkhólmur
21°
13°
14°
11°
6°
15°
14°
12°
6°
7°
25°
13°
12°
28°
3°
13°
18°
3°
2
1
Á MORGUN
5-13 m/s
MÁNUDAGUR
5-10 m/s
4
1
2
2
6
6
7
4
4
1
21
13 8
13
9
8
6
9
9
14
15
1 1
33
1 -3
2
02
DAGURINN Í DAG
Eins og fram kemur á
forsíðu er víða storm-
ur á landinu núna í
morgunsárið, síst þó
á Austurlandi. Vindur
gengur víðast niður eftir
hádegi en vex þó að
nýju sunnan til seint í
dag. Þá er mjög mynd-
arlegt úrkomusvæði yfi r
landinu núna í fyrstu,
snjókoma eða slydda
en rigning syðst. Þetta
úrkomuloft gengur útaf
landinu eftir hádegi og
þá styttir víða upp en
þó vex úrkoma aftur
sunnan til síðar í dag.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
veður-
fræðingur
Missagt var í dálkinum Frá degi til
dags í gær að frambjóðandi Vinstri
grænna hefði sagt í þættinum Kross-
götum á Rás 1 að frambjóðendur í
prófkjörum þyrftu að vaða blóð upp
að mitti til að ná árangri. Rétt er að
það var Auður Styrkársdóttir stjórn-
málafræðingur sem lét þessi orð falla
í þættinum.
LEIÐRÉTTING
Í myndatexta með frétt um geymslu-
mál safna og Íslenskrar tónverkamið-
stöðvar í gær var sagt að starfsmenn
ÍT væru að pakka niður handritum.
Það er rangt. Á myndinni eru Brynja
Guðmundsdóttir eigandi og Gunn-
hildur Manfreðsdóttir, starfsmaður
Gagnavörslunar ehf., sem önnuðust
frágang handritanna.
EFNAHAGSMÁL „Niðurstaðan væri að þið mynduð enda
með eitthvað sem yrði mjög dýrt fyrir ríkisstjórnina,
en ná litlum árangri,“ sagði Mark Flanagan, yfirmað-
ur sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á
Íslandi, um efnahagstillögu Framsóknarflokks um
flatan tuttugu prósenta niðurskurð á skuldum.
Spurður hvort slík niðurfelling skulda væri mögu-
leg sagði Flanagan: „Í stuttu máli, nei. Það væri mjög
vond stefnuákvörðun og ég held hún yrði ekki tekin.“
Hann sagði að þeir sem ekki þyrftu á því að halda
myndu hagnast verulega á þessari leið, en þeir sem
þyrftu á aðstoð að halda fengju hana ekki. „Byggt
á þeirri greiningu [á skuldum og skuldurum] sem
Seðlabankinn hefur gert, tel ég að enginn færi þessa
leið.“
Aðspurður sagðist Flanagan ekki hafa áhyggjur af
því að kosningar og pólitískur órói myndi hafa áhrif á
samstarf AGS og Íslands, þó að einhver seinkun yrði.
Áfram myndi AGS styðja ný stjórnvöld til góðra
verka. Þá fylgi kosningum ávallt kosningaloforð og
það væri rúm til nýrra útgjalda, ef sparnaður í ríkis-
fjármálum kæmi á móti. „Ég tel að það sé nokkuð góð
samstaða um góðar stefnur,“ sagði Flanagan. - ss
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn um framsóknarniðurfellingu skulda:
Slæmur valkostur sem enginn velur
FORYSTUMENN FRAMSÓKNAR Tillaga flokksins um tuttugu
prósenta niðurfelling skulda er ekki möguleg að mati AGS.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
EFNAHAGSMÁL „Þróun efnahagslífs-
ins hefur, í grófum dráttum séð,
fylgt því sem við spáðum í upp-
hafi samstarfsins,“ sagði Mark
Flanagan, yfirmaður sendinefnd-
ar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
(AGS) hér á Íslandi, á fundi með
blaðamönnum í gær. „Við vonum
enn að efnahagslífið muni snú-
ast til betri vegar síðar á þessu
ári. Fyrir því eru nokkur jákvæð
merki. Verðbólgan hefur náð
hámarki og krónan hefur verið
stöðug í nokkurn tíma.“
AGS spáir nú aðeins meiri sam-
drætti í þjóðarframleiðslu en við
upphaf samstarfsins, eða 10 til
10,5 prósenta samdrætti í stað
9,6. Þá er aðeins meira atvinnu-
leysi nú spáð, eða átta til tíu pró-
sent, í stað 5,7 prósenta. „Það gæti
náð hámarki seint á þessu ári
eða snemma á því næsta,“ sagði
Flanagan.
Fundurinn var haldinn í tilefni
af því að sendinefndin, sem hing-
að kom fyrir fyrstu endurskoð-
un lánasamnings Íslands og AGS,
var að halda af landi brott eftir
um tveggja vikna dvöl.
Endurskoðuninni hefur ekki
verið lokið, þar sem ekki er komin
niðurstaða um tæknileg útfærslu-
atriði, en Flanagan sagði að henni
ætti að ljúka fljótlega, vonandi á
næstu vikum. Eftir að endurskoð-
uninni lýkur mun skýrsla sendi-
nefndarinnar vera lögð fyrir
framkvæmdastjórn AGS og verði
hún samþykkt mun sjóðurinn
greiða út annan hluta lánsins.
„Í endurskoðun fjármálakerf-
isins verðum við að sjá framfar-
ir,“ sagði Flanagan. Hann sagði
virkt bankakerfi eina af forsend-
um þess að hægt væri að losa um
gjaldeyrishöftin. Til að banka-
kerfið verði aftur virkt þyrfti að
endurfjármagna bankana, en það
væri ekki nóg því ýmis atriði í
efnahagsreikningi þeirra þyrfti
að laga. Þá myndi vinnu sjóðs-
ins um ráðleggingar hvað varðar
reglugerðir og eftirlit með banka-
kerfinu ljúka nú í lok mánaðar.
„Ég geri ráð fyrir að þar verði
að finna ráðleggingar sem verða
ræddar á næstu mánuðum,“ sagði
Flanagan. Hann sagðist virkilega
vona að bankakerfið yrði aftur
komið í lag um mitt þetta ár.
Þrátt fyrir að ekki væru heppi-
legar aðstæður nú til að losa um
gjaldeyrishöftin, meðal annars
vegna ástandsins á alþjóðavísu,
sagði hann að rúm væri fyrir
stýrivaxtalækkanir, en það væri
Seðlabankans og peningastefnu-
nefndar að ákveða slíkt.
svanborg@frettabladid.is
Horfur í efnahagslífi
gætu batnað í árslok
Fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir hægt að lækka stýrivexti, en ekki leggja
af gjaldeyrishöft. Framfarir í endurreisn bankanna séu nauðsynlegar. Efnahags-
lífið gæti snúist til betri vegar síðar á þessu ári. Meira atvinnuleysi en spáð var.
MARK FLANAGAN Segir rúm til að lækka nú stýrivexti, ákveði Seðlabankinn það.
Losun fjármálahafta sé þó ekki raunhæf sem stendur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
EFNAHAGSMÁL „Við teljum að for-
sendur séu fyrir því að lækka
stýrivexti niður í 10 prósent
svo okkur þykir það heldur lítil
lækkun sem þarna um ræðir,“
segir Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífsins, um
málflutning
Marks Flanag-
an, fulltrúa
Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins.
Og þó hann hafi
sagt að afnám
gjaldeyrishafta
væru í sjónmáli
vill Vilhjálmur
aðhafast strax í
þeim efnum. „Okkur hefur alltaf
þótt þessi höft vera of víðtæk og
hefðum heldur kosið að þau tækju
einungis til þeirra útlendinga
sem eiga skuldabréf í íslenskum
krónum.“ - jse
Samtök atvinnulífsins:
Vilja stýrivexti
í 10 prósent
VILHJÁLMUR
EGILSSON
EFNAHAGSMÁL „Þetta voru
jákvæðir punktar sem þarna
komu fram en þetta er þó nóg til
að fleyta okkur í gegnum þetta,“
segir Gylfi
Arnbjörns-
son, forseti
ASÍ. „Gjald-
eyrissjóður-
inn er í raun
að lýsa því yfir
að hann telji
allar forsend-
ur vera fyrir
því að lækka
vexti. Við
höfum verið þeirrar skoðunar
nokkuð lengi. En við teljum einn-
ig að leiðin til að skapa traust sé
að gefa út að stjórnvöld hyggist
sækja um aðild að Evrópusam-
bandinu og taka upp evruna.“ - jse
Alþýðusamband Íslands:
Góð tíðindi en
meira þarf til
GYLFI
ARNBJÖRNSSON
PRÓFKJÖR OG FORVAL
UM HELGINA
Sjálfstæðisflokkurinn
Reykjavík, Suðvestur, Suður,
Norðaustur
Samfylkingin
Reykjavík, Suðvestur
Vinstrihreyfingin grænt famboð
Suðvestur, Norðvestur (kjördæmis-
ráðsfundur
Framsóknarflokkurinn
Norðaustur, Norðvestur*
*fór fram í gær og
úrslit kynnt í dag
STJÓRNMÁL Fjöldi prófkjara og
forvala fer fram um helgina og
munu efstu sæti á framboðs-
listum Samfylkingar, Vinstri
grænna og Framsóknar liggja
fyrir í öllum kjördæmum eftir
helgi.
Sjálfstæðismenn munu þá
aðeins eiga eftir að ganga frá
efstu sætum á sínum lista í Norð-
vesturkjördæmi. Um helgina fer
einnig fram landsþing Frjáls-
lynda flokksins þar sem kosið
verður um formann flokksins.
- jse
Alþingiskosningar:
Listarnir skýr-
ast um helgina
Í endurskoðun fjármála-
kerfisins verðum við að
sjá framfarir.
MARK FLANAGAN
ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐNUM
BELFAST, AP Lögreglumenn og
stjórnmálamenn víðs vegar að af
Írlandi söfnuðust saman í bænum
Banbridge, suðvestur af Belfast á
Norður-Írlandi, í gær til að vera
viðstaddir jarðarför lögreglu-
manns sem var myrtur á mánu-
dagskvöld.
Klofningshópur úr írska lýðveld-
ishernum hefur lýst morðinu á lög-
reglumanninum Stephen Carroll
á hendur sér. Pólitískir leiðtogar á
Írlandi hafa sameinast í fordæm-
ingu á ódæðinu. Í fyrsta sinn í sög-
unni sendi stjórnmálaflokkurinn
Sinn Fein, sem hefur verið tengd-
ur írska lýðveldishernum, fulltrúa
sinn í jarðarför lögreglumanns. - kg
Ófriður á Norður-Írlandi:
Leiðtogar á Ír-
landi sameinast
GENGIÐ 13.03.2008
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
177,8586
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
112,33 112,87
157,53 158,29
144,76 145,58
19,418 19,532
16,415 16,511
13,09 13,166
1,1441 1,1507
165,56 166,54
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR