Fréttablaðið - 14.03.2009, Side 6
6 14. mars 2009 LAUGARDAGUR
treystum grunninn – tryggjum velferð
Kæru sjálfstæðismenn
Það er til fyrirmyndar hvernig við höfum tekið
höndum saman í borgarstjórn Reykjavíkur
undanfarna mánuði við lausn þeirra erfiðu
verkefna sem við erum að takast á við. Ég vil
flytja þá reynslu með mér yfir í landsmálin.
Kosningaskrifstofa Glæsibæ, sími 618 4469
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins verður 13.-14. mars www.jorunn.is
Jórunn Frímannsdóttir
2. sæti
STERKA KONU
Í FORYSTU!
www.olofnordal.is
Kjósum Ólöfu Nordal í 2.-3. sæti
í prófkjöri sjálfstæðismanna 13.-14. mars 2009
Verið velkomin á kosningaskrifstofu mína að Laugavegi 178, 4. hæð.
Sími 840 6464 - Opið frá 14-21.
Námskeið á vegum
Endurmenntunar LbhÍ
Notkun varnarefna í
landbúnaði og garðyrkju
Námskeiðið er einkum ætlað þeim
sem vilja öðlast réttindi til að kaupa
og nota efni í X og A hættufl okkum.
Kennarar: Sigurgeir Ólafsson Matvælastofnun, Sigríður
Kristjánsdóttir Umhverfi sstofnun, Guðmundur Halldórsson
Landgræðslu ríkisins, Halldór Sverrisson LbhÍ /Skógrækt
ríkisins, Grímur Ólafsson Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar
og Kópavogs, Jón Guðmundsson LbhÍ, Magnús Ágústsson
Bændasamtökum Íslands, Svava Þórðardóttir Háskóla Íslands,
Sigríður Jansen Umhverfi sstofnun, Jóhannes Helgason
Vinnueftirliti ríkisins, Helgi Jóhannesson garðyrkjukandídat,
Hjalti Lúðvíksson Frjó
Tími: 23.- 24. mars kl. 9:00-16:00 hjá LbhÍ í Reykjavík
Allar nánari upplýsingar má fi nna á www.lbhi.is/namskeid
SKRÁNINGARFRESTUR ER 17. MARS, HÆGT ER AÐ SKRÁ SIG Á
ENDURMENNTUN@LBHI.IS EÐA Í SÍMA 433 5000
SKOÐANAKÖNNUN 44,2 prósent segj-
ast vilja að Bjarni Benediktsson
verði næsti formaður Sjálfstæðis-
flokksins. Næstflestir eða 29,5
prósent vilja að Þorgerður Katr-
ín Gunnarsdóttir verði næsti for-
maður flokksins.
Nokkur kynjamunur er á stuðn-
ingi við Bjarna og Þorgerði. 51,7
prósent karla vill að Bjarni verði
næsti formaður, en 35,8 prósent
kvenna. 20,0 prósent karla vilja
hins vegar að Þorgerður Katr-
ín verði næsti formaður, en 40,2
prósent kvenna.
Hönnu Birnu Kristjánsdótt-
ur nefna 7,6 prósent. 5,5 prósent
nefna Kristján Þór Júlíusson og
sama hlutfall vill að Illugi Gunn-
arsson verði næsti formaður. 3,9
prósent vilja að Guðlaugur Þór
Þórðarson verði næsti formaður
Sjálfstæðisflokksins.
Ef einungis er litið til kjósenda
Sjálfstæðisflokksins segjast 55,7
prósent þeirra vilja að Bjarni
verði næsti formaður, 23,7 pró-
sent vilja Þorgerði Katrínu í for-
mannssætið og 6,2 prósent Illuga
Gunnarsson. Rúm fjögur prósent
nefna Hönnu Birnu og rúm þrjú
prósent styðja Guðlaug og Kristj-
án Þór hvorn.
Hringt var í 800 manns mið-
vikudaginn 11. mars. Spurt var:
Hver vilt þú að verði næsti for-
maður Sjálfstæðisflokksins. 54,3
prósent tóku afstöðu. - ss
Skoðanakönnun um fylgi við formann í Sjálfstæðisflokknum:
Flestir vilja Bjarna Benediktsson
ALÞINGI Jóhanna Sigurðardóttir for-
sætisráðherra las upp forsetabréf á
Alþingi í gær um þingrof 25. apríl
og þingkosningar sama dag. Hún
sagði jafnframt að þingið myndi
starfa áfram þar til öll brýn mál
hefðu verið afgreidd.
Geir H. Haarde, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, sagðist ekki gera
athugasemd við ákvörðun um þing-
rof, en gagnrýndi hins vegar að
þingið ætti að starfa jafnvel vikum
saman eftir þá tilkynningu.
Geir sagði að stjórnmálaflokkar
þyrftu tíma til að undirbúa kosn-
ingar og benti á að heimild væri í
lögum til að láta þing koma saman á
milli þingrofstilkynningar og kosn-
inga til þess að unnt sé að bregð-
ast við óvæntum aðstæðum. „Það
er ekkert slíkt yfirvofandi núna
sem vitað er um,“ sagði Geir.
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra sagðist ekki hafa
áhyggjur af forminu eins og sakir
stæðu. „Áhyggjur mínar snúa að
íslensku samfélagi, að íslenskum
almenningi og hvernig honum reið-
ir af,“ sagði hann og lagði áherslu
á að brýn mál yrðu kláruð áður en
þingi yrði frestað. Hófstillt kosn-
ingabarátta væri við hæfi við þess-
ar aðstæður.
Birkir Jón Jónsson, varafor-
maður Framsóknarflokksins, og
Guðjón Arnar Kristjánsson, for-
maður Frjálslyndra, sögðu báðir
mikilvægt að afgreiða frumvörp
um stjórnarskrárbreytingar og
persónukjör fyrir kosningar. - sh
Formlega tilkynnt um kosningar til Alþingis 25. apríl en þing starfar þó áfram:
Deilt um hvenær fresta skal þingi
FORSETABRÉF LESIÐ Jóhanna las upp
bréf frá forseta Íslands um þingrof 25.
apríl. FRÉTTABLAÐIÐ / GVA
NÆSTI FORMAÐUR
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
Bjarni Benediktsson 44,2%
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 29,5%
Hanna Birna Kristjánsdóttir 7,6%
Illugi Gunnarsson 5,5%
Kristján Þór Júlíusson 5,5%
Guðlaugur Þór Þórðarson 3,9%
Aðrir 3,7%
SKV. KÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS OG STÖÐVAR 2 11.03.´09
ATVINNUMÁL Mörg hundruð Íslend-
ingar voru á kynningarfundi
Vinnumálastofnunar og kanadíska
sendiráðsins á atvinnutækifærum
í Kanada í Kennaraháskólanum í
gær. Gissur Pétursson, forstjóri
Vinnumálastofnunar, sagði á fund-
inum að atvinnuleysi mældist nú
níu prósent og það væri meira en
nokkurn tímann hér á landi.
„Atvinnuleysi eykst hraðar en
nokkurs staðar. Aukningin nálgast
heimsmet,“ sagði Gissur og benti á
að níu prósenta atvinnuleysi væri
ástand sem þjóðin gæti ekki sætt
sig við.
Á fundinum kom fram að starfs-
menn vantar í 38 starfsgreinar víðs
vegar um Kanada en þó fyrst og
fremst í Manitoba-fylki. Það geti
tekið hálft til eitt ár að finna starf,
fá tilskilin leyfi frá kanadískum
yfirvöldum og flytja.
Óðinn Hugi Ágústsson múrari
var á fundinum. Hann hefur verið
atvinnulaus í rúmlega fjóra mánuði
og sér ekki að það fari að breytast.
Hann hefur verið að kanna mögu-
leikana á að flytja til Kanada þar
sem erfiðlega hefur gengið að fá
verkefni hér á landi. Óðinn hefur
komist að raun um að hann getur
fengið vinnu á svæði sem er á
mörkum Ontario og Manitoba.
„Ég gæti farið þangað í dag ef ég
hefði atvinnuleyfi og fjármagn til
að koma mér út. Ég hef vinnu úti
og þá er bara spurningin hvort ég
sé mér fært að fara og þá hvernig,“
segir hann og kveðst hafa komið á
fundinn til að „kanna hvort maður
getur fengið hjálp við að flytja út
og koma sér fyrir eða hvort maður
þarf að gera allt upp á eigin spýt-
ur“.
Óðinn Hugi á dóttur úti á landi og
segir að hún sé það eina sem bindi
hann við Ísland. Það sé hins vegar
fórn sem hann verði að færa flytji
hann utan. „Það er annaðhvort að
vera í sömu sporunum hérna eða
breyta eitthvað til. Ég sé ekki að
það breytist neitt hér,“ segir hann.
Garðar Smári Vestfjörð bygg-
ingameistari telur að það sé vel
skoðandi að flytja til Kanada en
hann hefur rekið eigið fyrirtæki
og verið atvinnulaus frá því um
jólin. „Ég ætla að skoða upplýsing-
arnar betur,“ segir hann og telur
tungumálið kost við Kanada. „Ég
hef komið til Kanada og mér finnst
landið mjög fallegt.“
Garðar Smári býr með syni
sínum sem byrjar í háskóla í haust.
Hann telur hugsanlegt að sonur-
inn flytji með sér utan ef af verð-
ur. „Við erum opnir fyrir öllu.“
ghs@frettabladid.is
Atvinnuleysi eykst
hraðast á Íslandi
Atvinnuleysi eykst svo hratt á Íslandi og á svo skömmum tíma að það nálgast
heimsmet, að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar. Hundruð Íslendinga sóttu
kynningu um atvinnutækifæri í Kanada. „Ég hef vinnu úti,“ segir fundargestur.
NÁLGAST HEIMSMET Mörg hundruð Íslendinga sóttu kynningarfund um atvinnutækifæri í Kanada. Gissur Pétursson, forstjóri
Vinnumálastofnunar, sagði á fundinum að atvinnuleysi ykist svo hratt hér á landi að það nálgaðist heimsmet. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Hefur þú stundað sjósund?
Já 10,4%
Nei 89,6%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Eiga þingmenn að starfa fram
að kosningum frekar en að
fara í kosningabaráttu?
Segðu skoðun þína á Vísi.is
STJÓRNMÁL Alþingismaðurinn Karl
V. Matthíasson hefur sagt sig úr
Samfylkingunni og gengið til liðs
við Frjálslynda flokkinn. Í til-
kynningu um málið segir hann
ástæðuna vera þá að skoðanir
hans á sjávarútvegsmálum eigi
betri hljómgrunn í Frjálslynda
flokknum en í Samfylkingunni.
Karl sóttist eftir öðru sæti í
prófkjöri Samfylkingarinnar í
Norðvesturkjördæmi. Hann hafn-
aði í fimmta sæti en færðist upp í
það fjórða vegna kynjakvóta. Karl
segir laka útkomu í prófkjörinu
skýrast af því að áherslur hans í
sjávarútvegsmálum eigi ekki upp
á pallborðið í flokknum. - sh
Karl V. Matthíasson:
Úr Samfylkingu
til Frjálslyndra
KJÖRKASSINN