Fréttablaðið - 14.03.2009, Side 8

Fréttablaðið - 14.03.2009, Side 8
8 14. mars 2009 LAUGARDAGUR PRÓFKJÖR SAMFYLKINGARINNAR Í REYKJAVÍK KOSNINGU LÝKUR Í DAG! Prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík vegna vals á framboðslista til Alþingiskosninga lýkur í dag, laugardag kl 18. Kjörið fer fram á internetinu og því mögulegt að kjósa hvar sem er, svo lengi sem tölva, nettenging og aðgangur að heimabanka eru til staðar. Kosið er á samfylking.is. Hefðbundinn kjörstaður er í kosningamiðstöð Samfylkingarinnar á Skólabrú við Austurvöll. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu, nota ekki heima- banka eða vilja kjósa á pappír, er velkomið að kjósa á Skólabrú. Framvísa þarf persónuskilríkjum á kjör- stað. Opið kl. 9 - 18. Nánari upplýsingar á samfylking.is og í síma 414 2200. Skráið inn kennitölu Smellið á merki heimabanka (nýr gluggi opnast) Smellið á PRÓFKJÖR og veljið kjördæmi Lokið glugga heimabankans Skráið inn lykilorð Kjörseðill birtist með nöfnum allra frambjóðenda. Setjið minnst 4 og mest 8 frambjóðendur í sæti með því að velja númer fyrir framan nafn viðkomandi. Númer 1 fyrir fyrsta sæti, númer 2 fyrir annað sæti og þannig koll af kolli. Farið á samfylking.is Greiðið atkvæði Sækið lykilorð í heimabanka (yfi rlit-netyfi rlit eða yfi rlit-rafræn skjöl) Staðfestið upplýsingar 1. Hverja bað Jóhanna Sig- urðardóttir forsætisráðherra afsökunar á fimmtudag? 2. Hvaða fyrirtæki hlaut Ný- sköpunarverðlaunin í ár? 3. Lög hvaða tónlistarmanns munu hljóma á væntanlegri plötu Papanna? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 62 BAUGSMÁLIÐ Saksóknari felldi í gær niður ákæru á hendur Baugi Group í þeim anga Baugsmálsins sem snýr að skattamálum. Ekki er venjan að sækja gjaldþrota fyrir- tæki til saka, segir Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahags- brota hjá Ríkislögreglustjóra. „Þetta er í samræmi við venjur sem við höfum mótað í svona til- vikum,“ segir Helgi Magnús. Verði félög í þeirri stöðu sektuð sé í raun verið að sekta kröfuhafa í félag- ið. Slíkt hafi enga réttarvörslulega þýðingu. Eftir stendur ákæra á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Kristínu Jóhannesdóttur, Tryggva Jónssyni og Fjárfestingafélag- inu Gaumi. Ákært er fyrir brot á skattalögum. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Verjendur þeirra sakborn- inga sem eftir eru skiluðu greinar- gerð. Saksóknari hefur nú tæpar þrjár vikur til að skila sinni grein- argerð. - bj Baugur Group tekið til gjaldþrotaskipta og skiptastjóri skipaður í héraðsdómi: Fallið frá ákæru í Baugsmáli EÐLILEGT Ákvörðun um að falla frá ákæru á hendur gjaldþrota fyrirtæki er í samræmi við dómvenju, segir Ragnar H. Hall, verjandi Baugs. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Dómari féllst á ósk Baugs Group um gjaldþrotaskipti í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Erlendur Gísla- son, hæstaréttarlögmaður á Logos, var skipaður skiptastjóri félagsins. Stjórn Baugs Group ákvað að óska eftir því að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta eftir að héraðs- dómur hafnaði kröfu félagsins um framlengingu á greiðslustöðvun. BAUGUR Í ÞROT NEW YORK, AP Jarðarbúar fara yfir sjö milljarða markið snemma á árinu 2012 og verða yfir níu millj- arðar árið 2050. Þetta kemur fram í nýjustu uppfærslu mann- fjöldaspár Sameinuðu þjóðanna, sem birt var í vikunni. Fjölgunin verður að langmestu leyti í þróunarlöndum í Asíu og Afríku. Engar miklar breytingar hafa orðið á spánni frá því að hún kom síðast út árið 2006, að því er Hania Zlotnik, yfirmaður mann- fjöldaskrifstofu SÞ, sagði á blaða- mannafundi í höfuðstöðvum SÞ í New York á miðvikudag. „Við spáum því enn að árið 2050 verði íbúafjöldi heimsins kom- inn í um 9,1 milljarð,“ sagði hún. „Spáin byggir á þeirri forsendu að frjósemi, sem er nú í kring- um 2,56 börn á konu að meðaltali, muni lækka í um 2,02 börn á konu á tímabilinu.“ En hún bætti við að héldist frjó- semi um hálfu barni á konu hærri en 2,02 yrðu íbúar heimsins 10,5 milljarðar árið 2050. Yrði frjósem- in aftur á móti hálfu barni minni á konu þá myndi mannkyninu ekki fjölga nema í átta milljarða fram til ársins 2050. Gert er ráð fyrir að um mitt þetta ár verði jarðarbúar orðnir 6,8 milljarðar. - aa FRJÓSEMI Megnið af fólksfjölguninni verður í þróunarlöndum Afríku og Asíu. NORDICPHOTOS/AFP Ný mannfjöldaspá Sameinuðu þjóðanna kynnt: Jarðarbúar verða sjö milljarðar 2012 VINNUMARKAÐUR Kjararáð hefur ákveðið að lækka laun dómara á sama hátt og laun annarra emb- ættismanna. Lækkunin er á bilinu fimm til fimmtán prósent og tekur ákvörðunin gildi um miðjan mars. Heildarlaun upp á 1.156 þúsund á mánuði lækka um fimmtán pró- sent en heildarlaun sem eru 450 þúsund á mánuði lækka um fimm prósent. Í ákvörðun meirihluta Kjararáðs kemur fram að minnst röskun felist í því að lækka laun- in þannig að dregið verði úr yfir- vinnugreiðslum en mánaðarlaun haldist óbreytt eftir því sem við verður komið. Minnihluti ráðsins skilaði sératkvæði og taldi ekki forsendur til að lækka laun dóm- ara. - ghs Kjararáð um laun dómara: Greiðslur lækka VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.