Fréttablaðið - 14.03.2009, Síða 8

Fréttablaðið - 14.03.2009, Síða 8
8 14. mars 2009 LAUGARDAGUR PRÓFKJÖR SAMFYLKINGARINNAR Í REYKJAVÍK KOSNINGU LÝKUR Í DAG! Prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík vegna vals á framboðslista til Alþingiskosninga lýkur í dag, laugardag kl 18. Kjörið fer fram á internetinu og því mögulegt að kjósa hvar sem er, svo lengi sem tölva, nettenging og aðgangur að heimabanka eru til staðar. Kosið er á samfylking.is. Hefðbundinn kjörstaður er í kosningamiðstöð Samfylkingarinnar á Skólabrú við Austurvöll. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu, nota ekki heima- banka eða vilja kjósa á pappír, er velkomið að kjósa á Skólabrú. Framvísa þarf persónuskilríkjum á kjör- stað. Opið kl. 9 - 18. Nánari upplýsingar á samfylking.is og í síma 414 2200. Skráið inn kennitölu Smellið á merki heimabanka (nýr gluggi opnast) Smellið á PRÓFKJÖR og veljið kjördæmi Lokið glugga heimabankans Skráið inn lykilorð Kjörseðill birtist með nöfnum allra frambjóðenda. Setjið minnst 4 og mest 8 frambjóðendur í sæti með því að velja númer fyrir framan nafn viðkomandi. Númer 1 fyrir fyrsta sæti, númer 2 fyrir annað sæti og þannig koll af kolli. Farið á samfylking.is Greiðið atkvæði Sækið lykilorð í heimabanka (yfi rlit-netyfi rlit eða yfi rlit-rafræn skjöl) Staðfestið upplýsingar 1. Hverja bað Jóhanna Sig- urðardóttir forsætisráðherra afsökunar á fimmtudag? 2. Hvaða fyrirtæki hlaut Ný- sköpunarverðlaunin í ár? 3. Lög hvaða tónlistarmanns munu hljóma á væntanlegri plötu Papanna? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 62 BAUGSMÁLIÐ Saksóknari felldi í gær niður ákæru á hendur Baugi Group í þeim anga Baugsmálsins sem snýr að skattamálum. Ekki er venjan að sækja gjaldþrota fyrir- tæki til saka, segir Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahags- brota hjá Ríkislögreglustjóra. „Þetta er í samræmi við venjur sem við höfum mótað í svona til- vikum,“ segir Helgi Magnús. Verði félög í þeirri stöðu sektuð sé í raun verið að sekta kröfuhafa í félag- ið. Slíkt hafi enga réttarvörslulega þýðingu. Eftir stendur ákæra á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Kristínu Jóhannesdóttur, Tryggva Jónssyni og Fjárfestingafélag- inu Gaumi. Ákært er fyrir brot á skattalögum. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Verjendur þeirra sakborn- inga sem eftir eru skiluðu greinar- gerð. Saksóknari hefur nú tæpar þrjár vikur til að skila sinni grein- argerð. - bj Baugur Group tekið til gjaldþrotaskipta og skiptastjóri skipaður í héraðsdómi: Fallið frá ákæru í Baugsmáli EÐLILEGT Ákvörðun um að falla frá ákæru á hendur gjaldþrota fyrirtæki er í samræmi við dómvenju, segir Ragnar H. Hall, verjandi Baugs. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Dómari féllst á ósk Baugs Group um gjaldþrotaskipti í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Erlendur Gísla- son, hæstaréttarlögmaður á Logos, var skipaður skiptastjóri félagsins. Stjórn Baugs Group ákvað að óska eftir því að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta eftir að héraðs- dómur hafnaði kröfu félagsins um framlengingu á greiðslustöðvun. BAUGUR Í ÞROT NEW YORK, AP Jarðarbúar fara yfir sjö milljarða markið snemma á árinu 2012 og verða yfir níu millj- arðar árið 2050. Þetta kemur fram í nýjustu uppfærslu mann- fjöldaspár Sameinuðu þjóðanna, sem birt var í vikunni. Fjölgunin verður að langmestu leyti í þróunarlöndum í Asíu og Afríku. Engar miklar breytingar hafa orðið á spánni frá því að hún kom síðast út árið 2006, að því er Hania Zlotnik, yfirmaður mann- fjöldaskrifstofu SÞ, sagði á blaða- mannafundi í höfuðstöðvum SÞ í New York á miðvikudag. „Við spáum því enn að árið 2050 verði íbúafjöldi heimsins kom- inn í um 9,1 milljarð,“ sagði hún. „Spáin byggir á þeirri forsendu að frjósemi, sem er nú í kring- um 2,56 börn á konu að meðaltali, muni lækka í um 2,02 börn á konu á tímabilinu.“ En hún bætti við að héldist frjó- semi um hálfu barni á konu hærri en 2,02 yrðu íbúar heimsins 10,5 milljarðar árið 2050. Yrði frjósem- in aftur á móti hálfu barni minni á konu þá myndi mannkyninu ekki fjölga nema í átta milljarða fram til ársins 2050. Gert er ráð fyrir að um mitt þetta ár verði jarðarbúar orðnir 6,8 milljarðar. - aa FRJÓSEMI Megnið af fólksfjölguninni verður í þróunarlöndum Afríku og Asíu. NORDICPHOTOS/AFP Ný mannfjöldaspá Sameinuðu þjóðanna kynnt: Jarðarbúar verða sjö milljarðar 2012 VINNUMARKAÐUR Kjararáð hefur ákveðið að lækka laun dómara á sama hátt og laun annarra emb- ættismanna. Lækkunin er á bilinu fimm til fimmtán prósent og tekur ákvörðunin gildi um miðjan mars. Heildarlaun upp á 1.156 þúsund á mánuði lækka um fimmtán pró- sent en heildarlaun sem eru 450 þúsund á mánuði lækka um fimm prósent. Í ákvörðun meirihluta Kjararáðs kemur fram að minnst röskun felist í því að lækka laun- in þannig að dregið verði úr yfir- vinnugreiðslum en mánaðarlaun haldist óbreytt eftir því sem við verður komið. Minnihluti ráðsins skilaði sératkvæði og taldi ekki forsendur til að lækka laun dóm- ara. - ghs Kjararáð um laun dómara: Greiðslur lækka VEISTU SVARIÐ?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.