Fréttablaðið - 14.03.2009, Side 13

Fréttablaðið - 14.03.2009, Side 13
LAUGARDAGUR 14. mars 2009 Bandaríski svikahrappurinn Bern- ard Madoff játaði brot sín þegar réttað var í máli hans í New York í Bandaríkjunum á fimmtudag. Madoff viðurkenndi að hafa svik- ið viðskiptavini verðbréfafyrir- tækis sem hann rak í tæpa hálfa öld með þeim afleiðingum að þeir töpuðu 65 milljörðum Bandaríkja- dala, jafnvirði tæpra 7.400 millj- arða íslenskra króna. Þetta er umsvifamesta fjár- svikamál sögunnar sem einstakl- ingur stendur á bak við. Saksóknarar rannsaka nú hvort eiginkona Madoffs, synir hans og samstarfsfólk hafi tekið þátt í svik- unum, að sögn Associted Press- fréttastofunnar. Dómur fellur um miðjan júní og þykir líklegt að hann hljóti lífstíð- ardóm. Fjöldi fokillra viðskiptavina Madoffs beið hans við dómshús borgarinnar en vopnaðir verðir gættu hans. Bloomberg-fréttaveitan segir svo geta farið að væntanlegir samfangar Madoffs setji hann á bás með þeim sem sök eiga á fjármálakreppunni og því geti vist hans orðið fremur óbærileg. - jab Á LEIÐ Í STEININN Á teikningunni má sjá löggæslumenn leiða Bernard Madoff í járnum úr réttarsalnum á fimmtudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Réttað í máli fjársvikahrapps GÆSLA VIÐ DÓMSHÚSIÐ Verðir með alvæpni gættu þess að reiðin syði ekki upp úr hjá fyrrverandi viðskiptavinum Bernard Madoffs þegar réttað var í máli hans í fyrra- dag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Tryggjum Jóni Gunnarssyni 3. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í dag. www.jongunnarsson.is Jón Gunnarsson Alþingismaður Í dag fer fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins í SV-kjördæmi og hvet ég alla flokksmenn til þess að nýta rétt sinn og taka þátt. Þannig tryggjum við best lýðræðið og við frambjóðendur fáum nauðsynlegt umboð til þeirra mikilvægu verka sem framundan eru. Kjörstaðir verða opnir frá kl. 09-18 í dag en hægt er að kjósa í húsnæði Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, Kópavogi, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi. Í Hafnarfirði er kosið í Víðistaðaskóla og á Álftanesi í nýja Vallarhúsinu. Opið hús verður á kosningaskrifstofu minni í húsi Kraftvéla að Dalvegi 6 í Kópavogi á meðan kjörstaðir eru opnir. Heitt á könnunni. Manchester United - Liverpool í beinni á risaskjá. Jói Fel verður á grillinu á milli kl. 12-14. Allir velkomnir. Þitt atkvæði - þitt val – nýtum atkvæðisréttinn

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.