Fréttablaðið - 14.03.2009, Side 17

Fréttablaðið - 14.03.2009, Side 17
LAUGARDAGUR 14. mars 2009 17 UMRÆÐAN Halldóra Halldórsdóttir skrifar um öryggi barna Að gefnu tilefni vilja Stígamót vekja athygli á því hversu var- hugavert það getur verið að gera börn ábyrg fyrir öryggi sínu. Til Stígamóta berast fjölmargar og víðfeðmar upplýsingar um afleið- ingar kynferðisofbeldis í æsku á líf fólks þegar það kemur á fullorðins- árin. Til Stígamóta hafa komið á síðastliðnum 19 árum 5.279 manns, allt frá unglingsaldri til fólks yfir sjötugt. Af þeim sem til Stígamóta hafa komið hafa 59% þeirra verið misnotuð kynferðislega á aldrinum 5 til 14 ára. En flestir sem leita til Stígamóta, eða um 58,5%, eru 20 til 39 ára. Fólk leit- ar sér aðstoðar með afleið- ingarnar af misnotkuninni mörgum mánuðum, árum eða jafnvel áratugum eftir að ofbeldinu lýkur. Margir eru að segja í fyrsta sinn frá misnotkuninni. Kynferðisleg misnotk- un skilur eftir sig marg- víslegar afleiðingar. Sekt- arkenndin er algengust afleiðinga ásamt skömminni. Það er algjörlega órökrétt en engu að síður staðreynd að þeir sem eru beittir ofbeldinu bera þungar minningar og tilfinn- ingar um sekt og skömm. Sjálfs- myndin ber þess merki og þótt fólk sé fullkomlega fært um að lifa líf- inu með þeim ábyrgðum og skyldum sem því fylgja, er það engu að síður staðreynd að þessi þungbæra reynsla skyggir á lífsgæðin og lífs- gleðina og kemur í veg fyrir að fólk njóti sín og hæfi- leika sinna til fulls. Þess vegna sækir fólk Stígamót heim, til að leita leiða til að losa sig við þá byrði sem sektin og skömmin er og hefja uppbygginguna til betra lífs. Að byrja að treysta sjálfum sér og öðrum aftur eftir þann trúnaðar- brest sem misnotkunin er. Barn getur aldrei borið ábyrgð á öryggi sínu. Þegar fullorðið fólk mis- notar trúnaðartraust barns og nýtir sér barnaskap og þroskaleysi þess í eigin þágu, þá á ekki að gera kröfu um að barnið geti sagt nei og þannig afstýrt eða stöðvað ofbeldið. Börn eru gjörn á að finna skýringar á því sem lífið býður þeim upp á í eigin hegðun – það á einnig við þegar þau eru beitt kynferðislegri misnotkun. Það gefur auga leið að þegar þeim er kennt að þau eigi að segja nei til að koma í veg fyrir að vera misnot- uð styrkjast enn meira þær sjálfs- skýringar barna að þau hafi á ein- hvern hátt framkallað misnotkunina eða kallað hana yfir sig þegar mis- notkunin heldur áfram hvort sem þau hreyfi mótbárum eða ekki. Eftir situr barnið með þá vissu að það hafi samþykkt ofbeldið og geti þar af leiðandi sjálfu sér um kennt. Þessi reynsla býr síðan með barn- inu fram á fullorðinsárin. Fræðsla til barna um líkamann sinn – ásamt leiðbeiningum um að læra að segja nei við óvelkominni snertingu getur friðað almenning og látið fólki finn- ast að það sé verið að vinna fyrir- byggjandi starf og tryggja öryggi barna. En er það svo? Kjarni málsins er sá að fullorðn- ir eru ábyrgir fyrir öryggi barn- anna jafnt innan fjölskyldna sem utan, og sá sem misnotar börn ber að sjálfsögðu fulla ábyrgð á sínum gjörðum. Allar tilraunir til að telja börnum trú um að þau geti varið sig fyrir misnotkun eru byggðar á fölskum forsendum. Höfundur er listmeðferðarfræð- ingur og ráðgjafi á Stígamótum. Verndum börnin - eða eiga börnin að vernda sig sjálf? UMRÆÐAN Sigríður Á. Andersen skrifar um ríkisrekstur Menn hafa lengi reynt að spara í ríkisrekstrinum með flötum niðurskurði. Öllum ríkisstofnun- um er reglulega gert að spara um svona 1%, jafnvel 2% ef fjármála- ráðherrann vill sýnast sparsam- ur. Niðurstað- an er jafnan að útgjöldin auk- ast ár frá ári. Í haust var litið svo á að öllum ráðuneytum hefði verið gert að skera niður um 5-10%. Það hljómaði vel en útgjöldin árið áður höfðu raunar verið aukin um nær 20%. Það var ekkert borð fyrir báru. Alþingi samþykkti því í desember síðastliðnum fjárlög fyrir þetta ár með 150 milljarða króna halla. Flatur niðurskurður er vissu- lega þægilegur fyrir stjórnmála- menn að því leyti að þeir kom- ast þá hjá því að taka afstöðu til einstakra verkefna. Nú er hins vegar svo komið að það verður ekki um það að ræða, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, að halda áfram þessum vinnubrögð- um sem tíðkast hafa með flöt- um niðurskurði. Það sem skiptir máli nú er að endurskoða fjárlög- in, hvern einasta lið þeirra, með það að markmiði að fækka veru- lega verkefnum. Stjórnmálamenn verða að hafa dug í sér til þess að taka afstöðu með og á móti ein- stökum verkefnum sem nú eru í höndum ríkisins. Menn geta ekki leyft sér að láta staðar numið við það að gera lítilfjörlegar breyting- ar á framkvæmdahraða, þjónustu- stigi eða öðrum þáttum. Sumum verkefnum hins opinbera verður einfaldlega ekki haldið áfram. Það eru ekki til peningar fyrir þeim. Spurningin er bara hvaða verk- efni það eru sem ríkið hættir að sinna. Því miður báru þingmenn ekki gæfu til þess að spyrja sig þessarar spurningar nú í desem- ber þegar það var einmitt svo brýnt. Þeir vissu sem var að þá þyrftu þeir helst einnig að svara henni. Það virðist vera þeim flest- um um megn. Ný vinnubrögð eru ekki bara nauðsynleg við gerð fjárlaga rík- isins. Ekki er síður brýnt að fjár- hagsáætlanir sveitarfélaga taki mið af breyttum og mun verri aðstæðum í íslensku efnahags- lífi. Sveitarfélög þurfa að slá af verkefni ef þau eiga að geta stað- ið undir tiltekinni þjónustu sem þau meta nauðsynlega. Það verð- ur ekki allt gert fyrir alla í þess- um efnum. Höfundur er héraðsdómslögmað- ur og 1. varaþingmaður Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík-norður. Færri og skýrari verkefni HALLDÓRA HALLDÓRSDÓTTIR SIGRÍÐUR Á. ANDERSEN Ég hvet alla sjálfstæðismenn til að taka þátt í prófkjörinu sem nú stendur yfi r. Prófkjörið markar upphaf kosningabaráttunnar og miklu skiptir að Sjálfstæðisfl okkurinn komi sterkari frá prófkjörinu en hann gekk til þess. Að prófkjöri loknu höfum við innan við tvær vikur til að ljúka undirbúningi fyrir landsfund Sjálfstæðisfl okksins, þar sem við skipum málum okkar og kjósum nýjan formann. Að landsfundi loknum mun Sjálfstæðisfl okkurinn standa sterkur og sameinaður og reiðubúinn til kosninga. Stefna Sjálfstæðisfl okksins og þau gildi sem sameina okkur undir merkjum hans, eiga ríkt erindi við þjóðina á þessum erfi ðu tímum. Kosningarnar í vor eru mikilvægar og við sjálfstæðismenn verðum að leggja allt okkar af mörkum til að vinna landi og þjóð sem mest gagn. Ég þakka meðframbjóðendum mínum fyrir prófkjörsbaráttuna og einnig þeim fjölmörgu einstaklingum sem lagt hafa á sig mikla vinnu til að prófkjörið megi takast sem best. Ég skora á allt sjálfstæðisfólk að taka þátt í að móta forystusveit fl okksins; glæsilegt prófkjör er upphaf árangursríkrar kosningabaráttu. KÆRU SJÁLFSTÆÐISMENN www.illugi.is ILLUGI GUNNARSSON 1. SÆTI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.