Fréttablaðið - 14.03.2009, Page 30
30 14. mars 2009 LAUGARDAGUR
Gleðin við völd í Ásgarði
Ásgarður handverkstæði hlaut á dögunum Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins. Stefán Karlsson og Steinunn Stefánsdóttir heim-
sóttu Ásgarð af því tilefni, hittu fyrir glaða starfsmenn, skoðuðu framleiðsluvörurnar og fræddust um starfsemina og hugmynda-
fræðina sem hún byggir á. Handverkstæðið er til húsa á tveimur stöðum í Álafosskvosinni, bragga og fyrrverandi ölstofu. .
STEMNING Á VERKSTÆÐINU Verkstæði Ásgarðs er til húsa í gömlum bragga í Álafosskvosinni. Þegar Ásgarður keypti húsnæðið fyrir sex árum var það nánast ónýtt en hefur síðan verið algerlega endurbyggt. Starfsmenn-
irnir annast sjálfir alla smíðavinnu og eru að vonum ekki síður stoltir af húsakynnunum en öllum þeim fjölmörgu fallegu gripum sem framleiddir eru á verkstæðinu. Borðið sem hópurinn hefur safnast í kringum er
hjarta verkstæðisins. Þarna sitja menn með sandpappírinn og pússa eins og þeir eigi lífið að leysa og ræða málin um leið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
GÓÐ SAMVINNA Í listasmiðjunni voru þeir Holberg og Stefán að búa til koparskál.
Þarna skiptir samvinnan máli og að sögn Einars, leiðbeinanda í listasmiðjunni, hafa
þeir félagar verið að þjálfa hana markvisst síðastliðnar vikur.
PÚSSAÐ AF LIST Guðjón er mikill pússari og leggur metnað í að vinna starf sitt vel.
KUBBARNIR KOMNIR Siggi er nýbúinn að fá sendingu
af kubbum neðan af verkstæði. Nú þarf að lita á þá og
olíubera en það er gert í listasmiðjunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
STOLTUR HÓPUR Hanarnir eru það nýjasta í framleiðslu Ásgarðs. Þeir
reigja sig stoltir og Steingrímur er ekki síður stoltur af framleiðslunni.
EINBEITING Aron er nemandi í Brúarskóla í Reykjavík en hefur unnið í
Ásgarði síðan í haust. Hann er mjög ánægður með vistina og vinnuna
í Ásgarði og segir andann þar einstakan. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
VANUR MAÐUR Í RENNIBEKK Steindór hefur unnið í
Ásgarði nánast frá upphafi og er alsæll með vinnuna.
Auk þess að vinna á verkstæðinu annast hann ýmis
tölvumál svo sem heimasíðugerð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN