Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.03.2009, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 14.03.2009, Qupperneq 38
heimili&hönnun LAUGARDAGUR 14. MARS 2009 HLÝLEGT KRÆSINGAR Á FATI Nokkurra hæða kökudisk- ar njóta vinsælda enda ákveðin reisn yfir þeim. Þá bjóða speglabakkar upp á skemmtilegt sjónar- horn á krásirnar. BLS. 4 SÍTRÓNUKREISTUR Í Gautaborg stendur yfir sýning á óteljandi sítrónukreistum af öllum stærðum og gerðum. BLS. 4 Fermingartilboð 2009 Sjá nánar á www.betrabak.is Kolbrún Birna Halldórsdóttir er mikið fyrir hluti með sögu og sál og hefur blandað þeim á skemmti- legan máta við nýrri húsmuni. BLS. 6 & RÓMANTÍSKT HEIMILISHALD RAGNHEIÐUR TRYGGVADÓTTIR Mikið úrval af gjafavöru frá Bröste og House-Doctor: Kerti, kertastjakar, púðar, dúkar, skálar, skraut… GJAFAVÖRUHORNIÐ LAGERSALA Á HÚSGÖGNUM OG SMÁVÖRU Opið: Virka daga 12–18 – Laugardaga 10–16 – Sunnudaga 12–16 ALLAR VÖRUR MEÐ 50-90% AFSLÆTTI REYKJAN ESBRAU T ÁSVELLIR BÓNUS KEF ÁSBRAUT MIÐBÆR HAFNFJ. S T R A N D G A T A ÁSTORG HAUKA- TORG TJARNAR- TORG KIRKJU- TORG VALLATORG HRAUNATORG HAMRATORG HELLNATORG NORÐURHELLA 10 Á S B R A U T NORÐURHELLA 10 HAFNAFJÖRÐUR RVK VELLIR HAFNFJ. ÁSLAND ● heimili&hönnun É g er gjörn á að fresta heimilisverkunum til morguns. Það vil ég þó ekki kenna mínum afkomendum og reyni að vera góð fyrir- mynd. Að virkja börnin sér til aðstoðar við heimilisverkin held ég líka að sé sniðugt til að kenna þeim sæmilega umgengni. Einn daginn þegar við mæðgur vorum einar heima ákvað ég því að fá þriggja ára skottuna í tiltekt með mér til að kenna henni góða siði. Henni leist vel á það og vatt sér í verkin af krafti. Við byrjuðum í her- berginu hennar á að sortera dótið af gólfinu ofan í dótaskúffur en eftir meira en hálftíma vinnu sá ekki högg á vatni. Gólfið flaut bara í öðrum leikföngum en áður. Ég klóraði mér í hausnum yfir þessu en ákvað að taka á þessu seinna og við færðum okkur inn í eldhús. Þar gekk mér vel að koma leirtaui í uppþvottavélina og strjúka af borðum meðan skottan sópaði hvað mest hún mátti. Þegar ég sneri mér við hafði hún sópað öllum kubbun- um sínum vandlega undir eldhúsborðið og vel út í hornin. Ég hrósaði henni fyrir dugnaðinn og hugsaði með mér að ég gengi bara frá kubbun- um á eftir. Við færðum okkur inn í stofu þar sem við þurrkuðum af og brutum saman þvottinn. Það verkefni fór úr böndunum þar sem skottan leysti fötin jafnharðan úr brotunum svo ég gafst upp og ákvað að klára þetta bara á eftir. Baðherbergið var næst og ég náði að þvo baðkarið og klósettið meðan skottan þvoði baðdýrin sín í vaskinum. Smituð af ákafanum í móður sinni þvoði hún dýrin af svo miklum móð að gusurnar gengu um allt gólf. Sjálf var hún orðin renn- andi blaut svo ég ákvað að klára baðherbergið á eftir og sendi skottuna eftir þurrum fötum í skápinn meðan ég tæki til hressingu handa okkur eftir hamaganginn. Ég gleymdi mér við að skræla epli og smyrja brauð svo skottan náði að tína hverja einustu flík út úr skápnum sínum. Ég klæddi hana og gaf henni að borða og hugsaði með mér að ég gengi frá fötunum aftur um leið og ég tæki leikföngin upp af gólfinu, á eftir. Eftir að eitt mjólkurglas hafði oltið um koll og kæfubrauðsneið lent á hvolf niður á gólf vorum við mæðgur mettar. Ég ákvað að leggja mig í nokkrar mín- útur í sófanum fyrir næstu törn. Á meðan dundaði skottan sér við að raða leikföngum í kringum mig og nota mig sem fjall í bílaleik. Eftir blundinn leit ég svo yfir verk okkar mæðgna. Þvottur og leikföng voru á víð og dreif í stofunni, mjólkupollur og kæfa á eldhúsgólfinu innan um kubbana, baðdýrin flutu í polli á baðgólfinu og inn í herbergi skott- unnar var ekki fært fyrir fötum og dóti. Mér féllust hendur og ég frestaði því snarlega til morguns að ganga frá. Fyrirmynd við verkin „Ísland er alltaf með mér, í sinni, sál og hönnun, þótt ekki sé ég haldin heimþrá,“ segir Dögg Guð- mundsdóttir hönnuður sem starfað hefur í Kaupmannahöfn undanfar- in ellefu ár. „Ég kem svo reglulega heim að ég hef einskis að sakna, nema auðvitað náttúrunnar, sem lítið sést af villtri og ósnortinni hér í Danmörku. Þannig kem ég alltaf heim á vorin til að taka góða törn í fiskvinnslu, til að verka og þurrka þorsk í fisklampana okkar Fanneyjar,“ segir Dögg um fræga hönnun þeirra Fan- neyjar Antonsdóttur síðan 2001 og enn er vinsæl á sýningum og til einkaeign- ar, en þær stöllur framleiða árlega um þrjátíu eintök til sölu í völdum galleríum. Dögg lauk námi í iðn- hönnun frá Istituto Europeo di Design í Mílanó á Ítalíu 1996 og síðan tveggja ára námi í vöruhönnun frá Denmark‘s Designskole í Kaupmannahöfn. „Mér þótti spennandi og fram- andi í senn að stunda nám á Ítalíu þótt ítölsk áhrif fylgi mér ekki áfram. Ég hleð hönnunar-batteríin einna helst í náttúrunni heima og hanna mest undir skandinavískum áhrifum. Þó sæki ég nafngiftina á nýju lömpunum mínum til Ítalíu, en þeir bera nafnið Trinitas, sem merkir heilög þrenning, og sýnd- ir voru í París og Köln í janúar, en eru nú komnir á markað hjá Ligne Roset. Hugmyndin spratt út frá að- ventuljósi sem fer áfram á mark- að í haust, en þríhyrnings- formið mun ég einnig nota í glös, bakka, vasa og fleira sem tilheyra sömu seríu og ég vinn nú úr gleri,“ segir Dögg sem er nýfarin að vinna aftur eftir eins árs fæðingarorlof. „Nú er ég á lokasprett- inum með nýjan stól og vinn einnig í samstarfi við þrjá danska hönnuði að heildstæðri heimilis- línu fyrir taívanskt fyr- irtæki, þar sem allir hlutir, allt frá stærri húsmunum upp í skraut- muni, eru í stíl og sömu seríu. Þannig ganga kaupin fyrir sig í Ta- ívan, því íbúarnir hafa knappan tíma til að fara á milli verslana, en kaupa þess í stað alla uppstilling- una sem sýnd er í búðinni,“ segir Dögg sem einnig horfir hýru auga til sorphauga Danmerkur. „Mig langar mikið að vinna meira með rusl og endurnýta það til augnaynd- is og frekari notkunar, eins og roð þorsksins. Skandinavar eru ódug- legir að flokka rusl og ég hef áður gert ruslainnsetningar til vakning- ar um þessi mál, eins og sel sem fór með gasgrímu í kringum rusla- haug á sýningu. Ég fer því kannski næst að koma mér í samband við ruslakallana hérna,“ bætir hún við og skellihlær. Sjá www.doggdesign.com. - þlg Langar að leita í ruslinu ● Dögg Guðmundsdóttir, iðn- og vöruhönnuður, skapar fallega og forvitnilega nytjalist með Ísland í hjartanu en undir sterkum skandinavískum áhrifum í bland. Fiskiljósið Uggi eftir Dögg og Fanneyju Antonsdóttur frá 2001 hefur verið sýnt vítt og breitt um heiminn og verður sýnt í sumar í Hönnunarsafninu. Sjá www.uggi-lights.com. Trinitas-lampinn er nýjasta útspil Daggar og framleiddur fyrir Ligne Roset. Fjaðrastóll frá 1999 er nú sýndur á sýningunni European Design since 1985: Shapin the New Century, í Indiana Museum of Art. Sýningin stendur til 21. júní í sumar. ● Forsíðumynd: Gunnar V. Andrésson tók myndina á heimili Kolbrúnar Birnu Halldórsdóttur Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Sólveig Gísladóttir solveig@fretta- bladid.is og Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid. is Auglýsingar: Hlynur Þór Steingrímsson s. 512 5439 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@ frettabladid.is. „Þegar ég sneri mér við hafði hún sópað öllum kubbunum sínum vandlega undir eldhúsborðið og vel út í hornin.“ Dögg Guðmundsdóttir, iðn- og vöruhönnuður, í íslenskri lopapeysu á dönsku heimili sínu, en hún hefur búið í Dana- veldi síðan hún hóf þar nám fyrir áratug. 14. MARS 2009 LAUGARDAGUR2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.