Fréttablaðið - 14.03.2009, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 14.03.2009, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 14. mars 2009 3 „Suðurnesin eru að mörgu leyti hin óþekkta veröld fyrir höfuðborgar- búann og mikil áskorun að kynna sér allt það skemmtilega sem þau hafa að bjóða og er svo miklu fleira en menn átta sig á í fljótu bragði. Í hugum margra er ferðin suður með sjó leiðin til útlanda, en ég býst við að menn séu enn dálítið fastir í því að sunnudagsbíltúrinn þurfi að vera austur fyrir fjall,“ segir Gísli Sverrir Árnason, verkefnisstjóri safnahelgarinnar Söfn og sjávar- fang, sem fram fer á Suðurnesjum um helgina. Þá munu söfn, setur og fjölbreytt- ar sýningar opna gáttir sínar fyrir gestum og gangandi, ásamt því sem veitingahús á svæðinu munu bjóða upp á matseðla með sjávarfangi í bland. Auk þess verða ýmis gallerí opin þar sem handverk og listmun- ir heimamanna verða til sýnis. „Það kemur mörgum á óvart hversu stórbrotin og formfögur náttúra Reykjaness er, byggðar- lögin svipmikil, menningarlífið lif- andi og metnaðarfullt og veðurfar svo prýðilegt, þótt hér loði enn við óverðskuldaður rokstimpill,“ segir Gísli Sverrir um ókannaðar slóðir og einstaka töfra Suðurnesja. „Suðurnesjamenn eru óskaplega hjartahlýir og miklir höfðingjar heim að sækja. Að sjálfsögðu er hér mikið um töffara, enda eimir enn af amerískum áhrifum ofan af Velli á þessum mestu rokkslóðum landsins, og sérstök ástæða til að koma við á Poppminjasafninu til að ná síðustu sýningarhelgi um rokk- árin á Íslandi,“ segir Gísli Sverr- ir um einn af mörgum viðburðum helgarinnar. Af nógu er að taka hvort sem stoppað er í Grindavík, Sandgerði, Garði, Vogum, Njarðvíkum eða Keflavík. „Í boði verður fjölbreytt dagskrá með tónleikahaldi, sýningum, fyr- irlestrum og margs konar uppák- omum, í bland við endalaust úrval af humarsúpum, saltfiskbollum og öðru góðgæti. Þá verður slegið upp bryggju- balli og hægt að dansa við harmón- íkutónlist, ásamt fullt af freistandi afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Það er því spennandi helgi í vænd- um að fara á milli bæjarfélaga til að gera sér glaðan dag, sýna sig og sjá aðra.“ Aðgangur í söfn á Suðurnesjum er ókeypis alla helgina. Dagskrána í heild má finna á www.vf.is. thordis@frettabladid.is Fiskur og fjör um helgina Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn að þeir séu gestrisnir, duglegir og lífsglaðir. Umgjörð þeirra heimkynna er ekki síður yndisleg og nú er tækifæri um helgina til að sækja þá heim, kynnast og njóta. Í Saltfisksetrinu í Grindavík. Sjávarfangið er heillandi ungum og áhugasömum líffræðingum, eins og sjá má á þessari mynd úr Fræðasetrinu í Sandgerði. Í Föndru er allt í ferming- arboðskorti n, ásamt fallegum fermingar- kortum. Þar er mikið af hugmyndum að fallegum kortum, sem auðvelt er að gera sjálfur. Einnig er mikið úrval af kertum, servíett um og alls kyns skrauti á fermingar- borðið.Vinsælt er að gera albúm fyrir fermingar- barnið, þar sem fermingar- dagurinn er allur tekinn saman í eitt albúm. Þar eru varðveitt boðskorti ð, servíett an, myndir af öllum gestunum, ásamt kortunum frá þeim, skeyti , gestalisti og svo myndir af athöfninni og fj ölskyldunni. Það voru að koma albúm fyrir sportkrakkana, þ.e. fótbolta, sund, íshokki, tónlistar, körfubolta og fl . Gaman er að leyfa áhugamálum barnanna að njóta sín. Föndra bíður upp á að handmála á kerti og er mjög vinsælt að mála félagabúningana. Einnig er mikið úrval af kertavaxskreyti ngum sem auðvelt er að gera sjálfur, límmiðum og steinum. Áletranir á servíett ur og sálmabækur, ásamt vinsælu skrautrenningum á fermingaborðið. KYNNING HVERFISGÖTU 6 • 101 REYKJAVÍK • SÍMI 562 2862 LOKADAGUR LAGERSÖLU 70% AFSLÁTTUR AF ÖLLU Ebba fræðir okkur um það hvernig hægt er að útbúa einfaldan og næringarríkan mat fyrir börn frá 6 mánaða aldri. Námskeiðið nýtist líka þeim sem eru með eldri börn. Upplýsingar og skráning eru í síma 694-6386 eða á netfanginu: ebbagudny@internet.is. Verð 3.500 kr Þriðjudagana 17. og 24. mars kl. 20:00-22:00 Tvö námskeið í verslun Yggdrasils, Skólavörðustíg 16 Farið verður yfir hvernig á að meðhöndla og búa til rétti sem innihalda : Ávexti og grænmeti Heilt korn eins og quinoa, hirsi, hafra, spelt o.fl. Baunir, kaldpressaðar olíur, möndlumauk, tahini, möndlur og fræ. Veglegt uppskriftar- og fróðleiks- hefti fylgir með námskeiðinu. Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? Námskeið með Ebbu Guðnýu í Yggdrasil Laugavegi 63 • S: 551 4422
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.