Fréttablaðið - 14.03.2009, Page 48

Fréttablaðið - 14.03.2009, Page 48
 14. mars 2009 LAUGARDAGUR84 Sumarstörf hjá Orkuveitu Reykjavíkur Orkuveita Reykjavíkur vill ráða ungt fólk til sumar- starfa. Um er að ræða almenn sumarstörf, afleys- ingastörf og ýmis sérverkefni fyrir háskólanema. Orkuveita Reykjavíkur tekur við umsóknum frá þeim sem eru fæddir 1992 eða fyrr. Umsóknar- frestur um sumarvinnu er til 22. mars 2009. Allar nánari upplýsingar eru á www.or.is • Orkuvinnsla í sátt við umhverfi www.or.is ÍS L E N S K A S IA .I S O R K 4 54 83 3 2. 20 09 VATNAJÖKULSÞJÓÐGARÐUR PO RT h ön nu n SUMARSTÖRF 2009 Vatnajökulsþjóðgarður er ríkisstofnun, sem hefur umsjón með rekstri land- svæða sem ná alls yfir u.þ.b. 12.000 km2 og mynda Vatnajökulsþjóðgarð. Vatnajökulsþjóðgarður óskar eftir að ráða starfsfólk í störf á eftirtöldum stöðum: • Skaftafell: Landverðir, starfsfólk í móttöku og upplýsingagjöf, á tjaldsvæði, í ræstingu og almenn störf. • Lónsöræfi: Landvörður. Frekari upplýsingar má fá með því að senda tölvupóst á: regina@vatnajokulsthjodgardur.is (Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður á Suðursvæði) svo og í síma: 470 8301. • Jökulsárgljúfur: Landverðir, starfsfólk í móttöku og upplýsingagjöf, starfsfólk á tjaldsvæði, í ræstingu og almenn störf. Frekari upplýsingar má fá með því að senda tölvupóst á: hjorleifur@vatnajokulsthjodgardur.is (Hjörleifur Finnsson, þjóðgarðsvörður á Norðursvæði) svo og í síma: 842 4360 (á skrifstofutíma). • Herðubreiðarlindir og Dreki: Landverðir og skálaverðir í samvinnu við Ferðafélag Akureyrar. • Hvannalindir, Kverkfjöll og Snæfell: Landverðir og skálaverðir í samvinnu við Ferðafélag Fljótsdalshéraðs. Frekari upplýsingar má fá með því að senda tölvupóst á: agnes@vatnajokulsthjodgardur.is (Agnes Brá Birgisdóttir, þjóðgarðsvörður á Austursvæði) svo og í síma: 470 0840. • Hólaskjól og Nýidalur: Landverðir. Frekari upplýsingar má fá með því að senda tölvupóst á: thordur@vatnajokulsthjodgardur.is svo og í síma: 575 8400. Starfsfólk lýtur stjórn viðkomandi þjóðgarðsvarðar. Starfstími ofangreindra starfa er almennt frá byrjun júní til loka ágúst, í einhverjum tilvikum er byrjað í maí og sum störfin krefjast viðveru fram í september. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Starfsgreinasambandsins. Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um. Varðandi landvarðastöður og starf í móttöku og upplýsingagjöf er haft til viðmiðunar að umsækjendur séu 20 ára og hafi lokið landvarðanámskeiði eða hafi reynslu af landvörslu eða sambærilegu. Einnig er gerð krafa um gott vald á íslensku svo og enskukunnáttu. Frekari tungumálakunnátta er kostur, t.d. Norðurlandamál, þýska, franska, spænska, ítalska. Almennar kröfur eru að viðkomandi hafi ökuréttindi, hafi ríka þjónustulund, sé jákvæður, sýni lipurð í mannlegum samskiptum og geti unnið undir álagi. Staðarþekking er einnig æskileg. Æskilegast er að umsóknum sé skilað á sérstökum umsóknareyðublöðum fyrir störfin, sem hægt er að nálgast á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs; www.vatnajokulsthjodgardur.is Umsóknarfrestur er til og með 30. mars nk. og skulu umsóknir sendar á netfangið: umsoknir@vatnajokulsthjodgardur.is eða í pósti merktum: Vatnajökulsþjóðgarður, Klapparstígur 25-27, 101 Reykjavík. Stálsmíðaverkstæði Óska eftir réttindamönnum á vandað stálsmíða- verkstæði á höfuðborgarsvæðinu. Næg verkefni framundan. Upplýsingar í s. 848 9710 FRAMKVÆMDASTJÓRI ÓSKAST Eignarhaldsfélag í miklum vexti óskar eftir framkvæmdastjóra til margs kyns verkefna hérlendis sem erlendis. Umsókn sendist á fjarfesting@internet.is ásamt ferilskrá og öðrum gagnlegum upplýsingum. Um er að ræða tímabundin 100% störf en starfstími er breytilegur eftir svæðum. Þeir fyrstu hefja störf í lok apríl og síðustu ljúka störfum í september. Störf landvarða felast m.a. í vöktun, eftirliti, fræðslu og móttöku gesta. Umsóknarfrestur um störfin er til 30. mars 2009. Í umsókn þarf að koma fram hvaða svæði verið er að sækja um eða forgangsröðun þar um. Ítarlegri upplýsingar um svæðin, tímabil hvers starfs, störfin, hæfniskröfur og umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu stofnunarinnar, umhverfisstofnun.is. Einnig er hægt að leita nánari upplýsinga hjá Ólafi A. Jónssyni deildarstjóra og Sigrúnu Valgarðsdóttur starfsmannastjóra í síma 591 2000. Sjá nánari upplýsingar um Umhverfisstofnun á www.ust.is Landvarsla - sumarstörf 2009 Njótum umhverfisins og stöndum vörð um það saman. Umhverfisstofnun auglýsir eftir landvörðum sumarið 2009 á eftirtalin svæði: Þjóðgarðinn Snæfellsjökul, verndarsvæðið Mývatn og Laxá, Suðurland, Vesturland, Miðhálendi og sunnanverða Vestfirði.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.