Fréttablaðið - 14.03.2009, Page 58

Fréttablaðið - 14.03.2009, Page 58
● heimili&hönnun Antíkskápinn keypti Kolbrún á flóamarkaði í Danmörku á ein- ungis 3.000 krónur íslenskar. Í þessum glerskáp geymir Kolbrún brúðargersemar sínar og hefur raðað þeim fallega upp. Steinstyttan er hugsanlega af fólki að dansa og er frá Indónesíu. Hún var á sínum tíma keypt í Jóni Indíafara. Diskarekkinn setur óneitanlega róman- tískan svip á umhverfi sitt. Bollastellið fékk Kolbrún í brúðargjöf en keypti diskana við. Rúmteppið og púðana fékk Kolbrún í versluninni 1928, fyrir utan aflöngu púðana sem keyptir voru í Tyrklandi. Gluggatjöldin fengust í Rúmfatalagernum og eru þau í rómantískum barokkstíl, líkt og rúmteppið. Borðin á hún eftir að gera upp en notar fallega dúka þangað til. Í stað höfðagafls ákvað hún að mála vegginn í fagurbrúnum lit sem endurkastar smá vínrauðum og fjólubláum blæ og dýpkar herbergið. Veggteppið er handunnið og keypti Kolbrún það í Tyrklandi þegar hún var þar á ferð. Aflöngu púðana fékk hún líka í Tyrklandi en þá ferköntuðu í Ikea. „Ég er mikil púðakona. Þeir eru úti um allt í húsinu,“ segir hún og brosir. Í raun mætti tileinka fjölskyldunni þenn- an stað í húsinu en þau hjónin ákváðu að breyta bílskúrnum í tómstundaher- bergi. Þar má meðal annars finna hillu með fjölskyldumyndum og málverk eftir Kolbrúnu og systur hennar, G. Láru, frá unglingsaldri. Garðyrkjunámskeið Ræktun ávaxtatrjáa Tvö kv. mán. 16/3 og 23/3 FULLBÓKAÐ Tvö kv. mán. 30/3 og 6/4 kl. 19:00-21:30. Verð kr. 12.500.- Matjurtaræktun Tvö kvöld, þri. 17. og 24/3 kl. 19:00-21:30. Tvö kvöld, þri. 31/3 og 7/4 kl. 19:00-21:30. Verð kr. 12.500.- Kryddjurtaræktun Þriðjudaginn 31/3 kl. 17:00-18:30. Verð kr. 3.750.- Ræktun berjarunna og -trjáa Þriðjudaginn 24/3 kl. 17:00-18:30. Verð kr. 3.750.- Klipping trjáa og runna. Miðvikudaginn 18/3 kl. 17:00-21:30. Verð kr. 11.500.- Ræktun í sumarhúsalandinu Miðvikudaginn 25/3 kl. 17:00-21:30. Verð kr. 11.500.- Leiðbeinendur: Auður I. Ottesen, garðyrkjufr. Jón Guðmundsson, garðyrkjufr. Skráning og upplýsingar í síma 578 4800 og á www.rit.is í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi 14. MARS 2009 LAUGARDAGUR6

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.