Fréttablaðið - 14.03.2009, Page 65

Fréttablaðið - 14.03.2009, Page 65
BLS. 3 I+ Bókaðu á www.icelandair.is Flug til Stavanger gefur 2.500–8.000 Vildarpunkta. Vildarklúbbur MÍN DUSSELDORFMÍN Flug og gisting í 2 nætur frá 49.900 kr. á mann í tvíbýli á á Thon Hotel Stavanger *** Innifalið: Flug báðar leiðir, flugvallarskattar, gisting og morgunverður. Reykjavík – Stavanger frá 14.900 kr. Flug aðra leiðina með flugvallarsköttum. Flogið er 2 sinnum í viku. Flug og gisting í 2 nætur frá 59.900 kr. á mann í tvíbýli á Hotel Nikko Dusseldorf **** Innifalið: Flug báðar leiðir, flugvallarskattar, gisting og morgunverður. Reykjavík – Dusseldorf frá 17.300 kr. Flug aðra leiðina með flugvallarsköttum. Flogið er 2 sinnum í viku. Veksthuset mat og vin Skagen 10 Veitingastaður við höfnina, kjörinn fyrir þá sem langar að prófa „alvöru“ norskan mat. Charlottenlund Við Breiavatnet Mjög góður matur og gott útsýni yfir „Tjörnina“ í kvöldsólinni. Akropolis Solvberg Gata 14 Grískur veitingastaður við eina af mörgum, örmjóum hliðargötum í Stavanger. Á sunnudögum er hlaðborð til kl 18:00; kostar 150 norskar kr. á mann. Þetta er minn uppáhaldsveitingarstaður. Góður matur og frábær þjónusta. Næturlífið Fyrir ykkur sem viljið fjörga upp á tilveruna mæli ég með The Cardinal bar í Skagen 21. Þar er hægt að velja á milli 388 tegunda af bjór. Skemmtistaðurinn New York, við höfnina, er feiknavinsæll í Stavanger. Düsseldorf, sem stendur á bökkum Rínar nokkru norðar en Köln, er borg þar sem viðskipti, tískuhönnun og listir hafa blómstrað á undanförnum árum og framsækin húsa- gerðarlist setur mikinn svip á borgina. Næturlífið er fjörugt og kraftmikið. Þar eru gamli bærinn, Altstadt, og nýtt hafnar- svæði, Medienhafen, í aðalhlutverki. Skáldjöfurinn Heinrich Heine fæddist í Düssel- dorf og er meðal annars hægt að heimsækja húsið þar sem hann fæddist. Hallir og söfn eru mörg í Düsseldorf og má t.d. nefna Goethe- safnið, Heinrich Heine stofnunina, K20 og K21 söfnin, Museum Kunst Palast og síðast en ekki síst má nefna áhrifamikið safn um Þriðja ríkið og ofsóknir þess. Düsseldorf stendur við neðanverða Rín og er tilvalinn áfangastaður fyrir þá sem hafa áhuga á að aka um þessar slóðir, bregða sér til Kölnar og Aachen eða aka um Holland og Belgíu. Kraftmikil og skemmtileg menningar- og viðskiptaborg á Rínarbökkum Flug til Dusseldorf gefur 3.000–9.600 Vildarpunkta. Vildarklúbbur Timburhús og olía Stavanger er stærsti timburhúsabær í Evrópu og hér er því margt fallegt að skoða. Ég mæli með bílaleigubíl í nokkra daga. Statoil er með höfuðstöðvar í Stavanger og öll umferð til og frá olíuborpöllum Norðmanna fer um flugvöllinn á Sola. Gamle Stavanger Gamla Stavanger, við höfnina, er elsti bæjarhlut- inn í Stavanger. Húsin eru timburhús frá 18. og 19. öld og hverfið er friðað. Hérna eru þröngar götur og öll bílaumferð er bönnuð. Norsk Hermetikk Museum Norsk Hermetikk Museum er í gamla bænum. Þetta er gömul síldarverksmiðja sem breytt var í safn. Hérna er hægt að kynnast „síldarævintýrinu“ í Stavanger sem breytti öllu í bænum þegar sjórinn fylltist af síld árið 1810. Ef heppnin er með gefst tækifæri til að bragða á nýreyktri síld. Dómkirkjan í Stavanger Dómkirkjan í Stavanger er stór og falleg bygging frá miðöldum, merkasta dómkirkja í Noregi að Niðarósdómkirkju einni undan- skilinni. Kirkjan var fyrst byggð árið 1125, brann árið 1272 en var endurbyggð í kringum 1300. Kirkjan er í hjarta borgarinnar við Breiavatnet („Tjörnina“). Bjergstedparken Fallegur garður í Stavanger, í göngufæri frá miðbænum. Hérna eru oft ókeypis tónleikar og aðrar uppákomur á sumrin. Skemmtilegar uppákomur Geta má þess að „Glad mat festivalen“ er haldin á hverju ári. Margir veitingastaðir eru þá með bása niðri við höfnina og selja sýnishorn. Þetta er tilvalið tækifæri til að prófa eitthvað nýtt og spennandi. Sigling inn Lysefjorden Í grennd við Stavanger eru fjölmörg sýnishorn af hinum heimsfrægu norsku fjörðum. Einn hinn þekktasti á þessum slóðum er Lysefjorden, 42 km langur og girtur allt að 1.000 mháum klettaveggjum sem rísa nær lóðrétt upp frá sjávarfletinum. Það er einstök upplifun að sigla um fjörðinn. Fallegar strendur og hellir Sola stranden er 2.300 m löng, hvít sandströnd. Þetta er falleg strönd sem hefur verið útnefnd fallegasta ströndin í Noregi. Viste stranden er einnig falleg sandströnd. Við ströndina er stór og fallegur sólblómaakur. Ekki langt frá Viste ströndinni er Svarthola, lítill hellir þar sem talið er að fólk hafi búið fyrir 8.000 árum. Hafursfjörður „Sverd i fjell“ er stór bronsmynd eftir Fritz Røed, við Møllebukta í Hafursfirði, 6 km frá miðbæ Stavanger. Sverðin þrjú, sem voru afhjúpuð árið 1983, eru minnismerki um Hafursfjarðarorrustu sem var háð á þessum stað árið 872 þegar Haraldur hárfagri barði niður síðustu skipulögðu mótspyrnuna innanlands og gerði Noreg að einu konungsríki. Við Møllebukta er einnig lítil falleg strönd og afar fallegt að horfa þaðan á sólarlagið. Prekestolen Predikunarstóllinn, þessi víðfrægi klettastapi við Lysefjorden, er 600 m hár og einhver fjölsóttasti ferðamannastaður á Rogalandi. Tilkomumest er að koma að Predikunarstólnum að ofan, úr fjalllendinu. Til að komast á Prekestolen verður að taka ferjuna frá Stavanger til Tau. Þaðan má taka rútu upp í fjöllin og síðan er gengið í um tvær klst. eftir merktum göngustígum. Þetta er falleg gönguleið og stórkostlegt útsýni yfir Lysefjorden. Það er þó ekki heiglum hent að standa úti á stapanum sjálfum og njóta útsýnisins. NÝR ÁFANGASTAÐUR STAVANGER Kolbrún Ásta Jónsdóttir þroskaþjálfanemi Veitingastaðir NÝR ÁFANGASTAÐUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.