Fréttablaðið - 14.03.2009, Page 72

Fréttablaðið - 14.03.2009, Page 72
40 14. mars 2009 LAUGARDAGUR Ef þú værir ekki leikkona hvað myndirðu þá vera? Kokkur, það jafnast fátt á við góðan mat sem gleður. Hvað er það dýrasta sem þú hefur nokkurn tímann keypt þér? Háskólamenntun. Ef þú byggir ekki í Reykjavík hvar myndirðu vilja búa? Það færi eftir því hvað ég væri að gera, en Pat-reksfjörður á stóran hlut í hjarta mínu. Uppáhaldsleikskáld og af hverju? Shakespeare af því að ég er að vinna að honum núna. Draumahelgin þín í einni setn- ingu? Fjallganga með góðu fólki sem endar á lúxusgististað með öllu tilheyrandi, sumsé nuddi, frábærum mat og góðu stuði. Uppáhalds Shakespeare-kar- akterinn og af hverju? Hirðmey Adriönu í Allt í misgripum, hún er hress. Uppáhaldsstaðurinn þinn á jörð- unni? Sjaldan upplifað aðra eins fegurð og í Drangey í Skagafirði, mæli með ferð þangað og dýfa sér í Grettislaug á eftir. Hvers konar tónlist hefur mest áhrif á þig og hvaða lag ertu að hlusta mest á í dag? Það fer eftir því hvernig mér líður, annars er ég búin að hlusta mikið á Hercules and Love Affair undanfarið og nýja diskinn henn- ar Beyoncé, hún kemur mér allt- af í stuð. Ef að þú ættir tímavél, hvert myndirðu fara og af hverju? Þegar Siggi köttur slengdi plast- snák á öxlina á mér í mynd- mennt í 12 ára bekk og ég ældi af hræðslu. Ég myndi fara í hugræna atferlismeðferð til að losna við snákafælnina, það er miklu betra að vinna með hug- ann á unga aldri. Svo væri ekki úr vegi að fljúga til Hollywood á gullaldarárunum og skála við Ritu Hayworth. Er eitthvað sem heldur fyrir þér vöku á nóttunni? Æ sjaldnar. Ef þú gætir breytt einhverju í fortíð þinni, hvað myndi það vera? Engu held ég, fortíðin hefur gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Hvenær fékkstu síðast hláturskast? Í gær, ég bý með konungi fimm aura brandaranna. Áttu þér einhverja leynda nautn? Ó já! Uppáhaldsbókin þessa stundina? Konur eftir Steinar Braga, ég fæ enn hroll þegar ég geng eftir Skúla- götunni. Hvaða núlifandi manneskju lítur þú mest upp til? Það er engin ein, það er svo mikið af frábæru fólki í kring- um mig bæði í leik og starfi sem ég virði og lít upp til. Foreldrar mínir eiga þó efstu sætin á þeim lista. Uppáhaldsorðið þitt? Matur og já, helst í sömu setningu. Hvaða eitt atriði myndi fullkomna lífsgæði þín? Að fá borgað fyrir að leika. Hvaða eitt hlutverk verður þú að leika áður en þú deyrð? Soffíu frænku. Hvað verða þín frægu hinstu orð? Nú er lokið leik. Hvað er næst á dagskrá? Sýningar á Þrettándakvöldi í Þjóðleikhúsinu og BA-ritgerð. ÞRIÐJA GRÁÐAN FULLT NAFN: Vigdís Másdóttir. STARFSFERILL Í HNOTSKURN: Götu-, áhuga-, brúðu- og senn útskrifaður leikari frá Lista- háskóla Íslands. FÆÐINGARÁR OG HVAÐ GERÐIST MARKVERÐAST Á ÞVÍ ÁRI: 1978, Jóhannes Páll I og II settust á páfastól. Fyrsta glasa- barnið fæðist. Skál fyrir því. HVENÆR VARSTU HAMINGJU- SÖMUST? Ég bý við þá gæfu að vera yfirleitt hamingjusöm. Síð- asta eftirminnilega hamingju- rús var uppi á fjalli vestur á fjörðum í fyrrasumar. Uppáhaldsorðið er matur Hin ofurkvenlega Vigdís Másdóttir fer með hlutverk tveggja karlmanna í Þrettándakvöldi Shakespeares sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Anna Margrét Björnsson tók hana í þriðju gráðu yfirheyrslu. ■ Á uppleið Litagleði. Tískuhönnuðir vilja sjá okkur í öllum regnbog- ans litum næsta haust. Dásam- legt. Matarboð. Þemaboð koma aftur sterkt inn þegar enginn tímir að fara út að borða. Allir elda saman og mæta með rauðvín. Skál! Leggings fyrir karlmenn. Ha? Jú, þetta er það sem koma skal fyrir herrana. Þægilegt og svalt, en bara fyrir þá mjóu og leggjalöngu. ■ Á niðurleið Karlrembulegar vefsíður. Vettvangur þar sem menm með vömb blása út um pólitík en kvenfólk fær sitt fiðrilda- bleika „horn“ undir tísku og ilmvötn. Einmitt það. Mojito og aðrir góðæris- kokkteilar. Ekkert nema hallærislegt að sötra rándýra drykki á öldur- húsum. Vodka í vatni væri nær lagi. Lestur tímarita. Þangað til kosn- ingar eru afstaðnar verður ekki friður fyrir pólitíkusum að sýna inn í ísskáp- inn hjá sér eða opnandi fataskápinn sinn í tímaritum landsins og gera þau algerlega ólestrarhæf. VIGDÍS MÁSDÓTTIR LEIKKONA Ældi af hræðslu þegar plastsnáki var slengt framan í hana á unga aldri. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN MÆLISTIKAN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.