Fréttablaðið - 14.03.2009, Síða 74

Fréttablaðið - 14.03.2009, Síða 74
42 14. mars 2009 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1883 Karl Marx, faðir kommún- ismans, andast. 1911 Kristján Jónsson verð- ur ráðherra Íslands. Hann situr fram í júlí árið eftir. 1987 Þyrla Landhelgisgæsl- unnar bjargar níu manns þegar Barðinn strandar við Dritvík á Snæfellsnesi. 1989 Lífsbjörg í Norðurhöfum, kvikmynd Magnúsar Guð- mundssonar, er frumsýnd í Sjónvarpinu. Grænfrið- ungar kröfðust lögbanns á sýningu myndarinnar. 1990 Mikhail Gorbachev er kjörinn forseti Sovétríkj- anna. 2004 Vladimir Pútín er endur- kjörinn forseti Rússlands. ALBERT EINSTEIN (1879-1955) FÆDDIST FYRIR 130 ÁRUM „Ég hef enga sérstaka hæfi- leika. Ég er aðeins ákaf- lega forvitinn.“ Albert Einstein var merk- asti eðlisfræðingur 20. aldar. Þekktasta verk hans er lík- lega afstæðiskenningin en auk þess hafði hann áhrif á skammtafræði og aðrar greinar innan eðlisfræði. Hann fékk nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 1921. Á þessum degi árið 1950 gaf al- ríkislögreglan í Bandaríkjun- um í fyrsta sinn út lista yfir tíu hættulegustu glæpamennina sem gengu lausir. Listinn heitir á ensku „Ten most wanted“ og er þekktur um allan heim enda mikið verið notaður og nefndur í kvikmyndum í gegnum tíðina. Forsögu listans má rekja til fréttagreinar sem skrifuð var árið áður um „mestu hrottana“ sem FBI vildi handsama. Grein- in vakti það mikla athygli að J. Edgar Hoover gaf samþykki sitt fyrir útgáfu opinbers lista ári síðar. Árið 2007 höfðu 420 glæpa- menn sem komist höfðu á list- ann verið handsamaðir, þar af um 140 vegna ábendinga almennings. Almennt er eina leiðin til að losna af listanum sú að deyja eða vera handsamaður. Aðeins í nokkrum tilvikum hefur flóttamað- ur verið tekinn af listanum þar sem ekki var talin stafa af honum hætta lengur. Aðeins sjö konur hafa birst á listanum. Ruth Eisem- ann-Shier var sú fyrsta árið 1968. Alríkislögreglan vinnur náið með sjónvarpsþætti á Fox-sjón- varpsstöðinni sem ber nafnið „America‘s most Wanted“ og er ætlunin að vekja athygli almenn- ings sem vonandi getur gefið upp- lýsingar um flóttamennina hættu- legu. ÞETTA GERÐIST: 14. MARS 1950 Tíu hættulegustu glæpamennirnir Ungmennahreyfing SGI á Ís- landi mun standa fyrir sam- ræðufundi í dag klukkan 16 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fundurinn er í tengslum við sýningu sem stendur nú yfir í Ráðhúsinu um sjálf- bæra þróun sem byggir á hugmyndum Jarðarsáttmál- ans. Jarðarsáttmálinn var saminn af nefnd skipaðri af Sameinuðu þjóðunum með fólki úr öllum heimshornum og byggir sáttmálinn á þeim grundvallaratriðum sem einstaklingar, fyrirtæki og þjóðir þurfa að tileinka sér til að hægt sé að skapa heim sem byggir á sjálfbærri þróun, umhverfisvernd og félagslegu réttlæti. Í fréttatilkynningu ung- mennahreyfingarinnar segj- ast SGI vilja „með einlæg- um samræðum hvetja fólk til að skiptast á hugmynd- um um hvernig hvert og eitt okkar geti tekið ábyrgð á því að skapa nýtt samfélag sem byggir á virðingu fyrir öllu lífi, umhverfisvernd og mannréttindum“. Fundurinn er öllum opinn. Frá einu hjarta til annars hjarta SGI Á ÍSLANDI Samræðufundur verður í Ráðhúsinu í dag í tengslum við sýninguna Sjálfbær þróun. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, Soffía Árnadóttir Ólafsvegi 15, Ólafsfirði, andaðist á hjúkrunardeild Hornbrekku 8. mars. Útförin fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 21. mars kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Slysavarnardeild kvenna í Ólafsfirði. Rúnar Kristinsson Auður Ósk Rögnvaldsdóttir Lísbet Kristinsdóttir Rögnvaldur Brynjar Rúnarsson systkini og makar. Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát elsku- legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Óskar Ingibjargar Eiríksdóttur. Sérstakar þakkir til heimahjúkrunar í Kópavogi, heimahlynningar krabbameinsfélagsins og líknardeild- ar LSH í Kópavogi. Unnur Hjartardóttir Jón Bjarni Bjarnason Þorvaldur P. Böðvarsson Jenný Jóna Sveinsdóttir Böðvar Már Böðvarsson Shirly Moralde Bergþór Grétar Böðvarsson ömmubörn og langömmubörn. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. „Í upphafi var þetta aðeins tilrauna- verkefni með einu og hálfu stöðugildi. Svo hefur þetta vaxið jafnt og þétt og í dag vinna átta manns við Atvinnu með stuðningi,“ segir Bryndís Theó- dórsdóttir, forstöðumaður Atvinnu með stuðningi í Reykjavík, sem stofnuð var 15. mars fyrir tíu árum af Svæðisskrif- stofu um málefni fatlaðra í Reykjavík og Styrktarfélagi vangefinna. Hinn 1. september er þó ætlunin að Atvinna með stuðningi fari undir Vinnumála- stofnun. Atvinna með stuðningi þjónar sem nokkurs konar atvinnumiðlun en til- gangurinn er að fatlaðir geti fengið vinnu á almennum vinnumarkaði. „Þjónustunotendur okkar í dag eru um 135 og þar af eru um hundrað í störfum á almennum vinnumarkaði,“ útskýrir Bryndís en enn er verið að leita að vinnu sem hentar fyrir hina. Bryndís segir mikinn vilja vera í fyrirtækjum fyrir því að fá fatlaða ein- staklinga í vinnu enda eru fyrirtækin sem eru í samstarfi við Atvinnu með stuðningi mjög fjölbreytt. „Við erum í mjög góðu samstarfi við verslanir, leik- skóla, bókasöfn, hjúkrunarheimili, spít- ala og fyrirtæki í iðnaði,“ segir Brynd- ís. „Við reynum að finna störf eftir getu og vilja hvers og eins,“ útskýrir hún en þeir sem sækja um vinnu í gegnum At- vinnu með stuðningi eru fólk sem er með fötlun, samkvæmt lögum um mál- efni fatlaðra, til dæmis fólk með geð- fötlun og þroskaraskanir. Nú er Bryndís beðin um að lýsa um- sóknarferlinu. „Þegar umsækjend- ur koma inn er búin til umsókn og at- hugað hvar áhugasviðið liggur og hver getan er. Síðan er parað saman starfi og starfsmanni. Svo fylgir ráðgjafi héðan fólki eftir og aðstoðar það við að ná tökum á starfinu og er með því fyrst til að byrja með. Smám saman er dregið úr stuðningi eftir því sem ein- staklingurinn er öruggari í starfi,“ segir Bryndís og tekur fram að At- vinna með stuðningi gæti bæði hags- muna starfsmanna og fyrirtækjanna sem þeir vinna hjá. En hvernig er með launin? „Starfs- menn frá okkur fá sömu laun og ger- ist á almennum vinnumarkaði,“ segir Bryndís og eru laun starfsmanna ávallt greidd af fyrirtækinu sem þeir vinna hjá. Hins vegar fá fyrirtækin endur- greiðslu samkvæmt vinnusamning- um öryrkja. „Þetta eru endurgreiðslu- samningar sem miða að því að fólk með skerta starfsgetu fái betri tíma til að ná tökum á starfinu,“ útskýrir Bryndís. Samkvæmt þeim fá fyrirtækin endur- greidd 75 prósent af launum og launa- tengdum gjöldum tvö fyrstu árin en endurgreiðslan lækkar um tíu prósent á ári eftir það. Bryndís segir að það að geta unnið á almennum vinnumarkaði skipti fólk mjög miklu. „Möguleikar þessa fólks á að fá vinnu eru minni og að fá starf á almennum vinnumarkaði er gríðarlega stórt skref fyrir marga,“ segir Brynd- ís sem telur ákveðin gæði og mannrétt- indi fylgja því að vinna á almennum vinnumarkaði. „Það skiptir höfuðmáli varðandi bata og lífið í heild sinni,“ segir Bryndís en boðið verður til lít- illar afmælisveislu í næstu viku. Þar verður boðið bæði þjónustunotendum og forsvarsmönnum fyrirtækja. solveig@frettabladid.is ATVINNA MEÐ STUÐNINGI: TILRAUNAVERKEFNI VERÐUR TÍU ÁRA Mannréttindi að fá að vinna FORSTÖÐUMAÐUR Bryndís Theódórsdóttir segir miklu máli skipta fyrir fatlaða að geta unnið á almennum vinnumarkaði. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.