Fréttablaðið - 14.03.2009, Page 81

Fréttablaðið - 14.03.2009, Page 81
LAUGARDAGUR 14. mars 2009 Keiko Kurita er ungur japanskur listamaður og ljósmyndari. Hún er orðin hagvön hér á landi og hefur sótt hingað viðfangsefni í myndir sínar. Nú er komið að því að hún sýni hér á landi en á fimmtudag hófst sýning hennar, Kyrrt vatn, í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykja- víkur og stendur hún til 5. maí. Sýningin er styrkt af Nomura- menningarstofnuninni í Japan. Keiko hefur sótt Ísland heim sjö sinnum á tímabilinu 2004-2006. Sýningin Kyrrt vatn samanstend- ur af myndröð þar sem kastljósinu er beint að íslenskri vetrarstemn- ingu: „Hin undarlega kyrrð lands- lagsins, brot úr vetrarlífi eins og sundlaugar með heitu vatni sem á upptök sín í heitum hverum og göngutúrar á frosnum stöðuvötn- um draga fram hlýju og fegurð í óhemju kaldri veröld.“ Á sýning- unni eru 10 c-týpu print ásamt bók sem er fáanleg í aðeins tíu eintök- um. Bókin er myndafrásögn 43 ljósmynda og eru tíu þeirra sýnd- ar í myndvarpasýningunni. Keiko valdi 10 print (ca 40x40cm) sem ná fram helstu aðalatriðum myndraðarinnar. Þess má geta að einnig verð- ur sýning á verkum Keiko opnuð í Listasafni ASÍ 4. apríl og mun standa til 26. apríl. Sýningin ber heitið tree/sleep sem samanstend- ur einnig af 10 c-týpu printum. Grænn andi svífur yfir vötnum á þeirri sýningu og eru sýningarn- ar ólíkar að því leyti en það sem einkennir þær báðar er hins vegar sérstakt næmi og hreint gegnsætt yfirbragð. - pbb Kyrrt vatn og snjór LJÓSMYNDIR Eitt verka Keiko á sýningunni í Skotinu. 75.860 kr.FRÁ Tenerife Parque del Sol VIKULEGT FLUG ALLA MIÐVIKUDAGA FRÁ 20. MAÍ Áfangastaðir Úrvals-Útsýnar í sólina í sumar eru valdir af kostgæfni og gististaðirnir uppfylla allar gæðakröfur. Njóttu sumarfrísins á bestu kjörum á góðum stað. Tenerife, Marmaris, Madeira, Meloneras, þitt er valið. Sumar 2009 Úrval-Útsýn – Lágmúla 4 – 108 Reykjavík – Sími 585 4000 – info@uu.is – www.uu.is á mann miðað við 2 með 2 börn í eina viku. Verðdæmi miðað við 2 fullorðna: 89.990 kr. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, íslensk fararstjórn og gisting. Verð miðast við að bókað sé á netinu. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis er bókunargjald 2.500 kr. fyrir hvern farþega. Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu 17. OG 24. MARS – UPPSELT 31. MARS – UPPSELT – AUKAFLUG 10 SÆTI LAUS Í VIKUFERÐ 7. APRÍL – UPPSELT – AUKAFLUG 10 SÆTI LAUS 14., 21. OG 29. APRÍL – LAUS SÆTI Brottför 17. júní F ít o n /S ÍA Við leitum eftir samstarfi við félagasamtök, sveitarfélög og stofnanir sem ætla að vinna að verkefnum á sviði umhverfis- eða ferðamála í sumar. Við bjóðum fram krafta vinnuhópa ungmenna á aldrinum 16 til 20 ára sem starfa hjá okkur á sumrin. Hóparnir sinna viðhaldi og snyrtingu í nágrenni mannvirkja okkar en um árabil hafa þeir sinnt umhverfismálum og bætt aðstöðu til útivistar og ferðamennsku víða um land. Við viljum eiga samstarf um verkefni sem lúta að ræktun, hreinsun og öðrum umhverfis- bótum ásamt t.d. stígagerð og stikun gönguleiða. Við bjóðum fram vinnuframlag unglinganna og flokkstjórn yfir þeim. Við óskum eftir að samstarfsaðilar leggi fram vel skilgreind verkefni, samkvæmt nánari lýsingu á umsóknareyðublaði sem er að finna á vefsíðu Landsvirkjunar, www.lv.is. Nánari upplýsingar veita: Þorsteinn Hilmarsson upplýsingafulltrúi og Ragnheiður Ólafsdóttir umhverfisstjóri í síma 515 9000 – thorsteinn@lv.is og ragnheidur@lv.is. P IP A R • S ÍA • 9 04 43 Margar hendur vinna létt verk Samstarfsaðilar óskast! Umsóknum skal skila í síðasta lagi 8. apríl með vefumsókn á www.lv.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.