Fréttablaðið - 14.03.2009, Side 88
56 14. mars 2009 LAUGARDAGUR
sport@frettabladid.is
Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari úr Ármanni, var valin á dög-
unum til að keppa á Vetrarkastmóti Evrópu en mótið fer
fram á Los Realejos á Tenerife á sunnudaginn.
„Þetta mót kemur mjög snemma á keppnistíma-
bilinu og í raun áður en það byrjar. Ég tek því sem
hálfgerðu æfingamóti til að geta metið stöðuna
á mér. Það má segja að þetta mót sé fyrsti liður í
undirbúningnum fyrir HM í ágúst. Markmiðið fyrir
sunnudaginn er bara að kasta vel, ná taktinum í atrennunni
og vonandi að kasta yfir 55 metra,” segir Ásdís sem hefur
verið nokkuð óheppin með meiðsli á síðustu misserum.
„Skrokkurinn er fínn, ég hef ekkert fundið til í olnbog-
anum síðan ég byrjaði að kasta aftur eftir hvíldina eftir
Ólympíuleikana,” segir Ásdís sem hefur undirbúið sig vel
fyrir tímabilið þrátt fyrir erfiðar aðstæður fyrir spjótkastara
heima á Íslandi.
„Æfingarnar að undanförnu hafa gengið mjög vel en
vegna þess hvernig veðrið er búið að vera heima í vetur þá
hafði ég ekkert getað kastað úti fyrr en ég kom hingað,” sagði
Ásdís sem hefur þó reynt að bjarga sér.
„Ég er búin að vera að kasta í net inni í Laugardalshöllinni
sem hefur hjálpað mér mikið en þar er þó ekki hægt
að fínstilla svifið á spjótinu. Ég er búin að ná að
taka tvær kastæfingar til að fínstilla tæknina og
þær gengu bara ótrúlega vel miðað við árstíma svo
að ég er bjartsýn á mótið á sunnudaginn og enn
bjartsýnni á sumarið,” segir Ásdís.
Ásdís sló Íslandsmetið þegar hún kastaði 59,80
metra í Finnland í júlí í fyrra en er nýtt met inni í
myndinni? „Eins og æfingarnar hafa gengið í vetur
og miðað við formið sem ég er í núna þá yrði ég fyrir
miklum vonbrigðum ef ég myndi ekki setja met í sumar.
Íslandsmetið er þó í raun ekki markmiðið sjálft en til
þess að ná mínum markmiðum í sumar þá þarf ég
að setja met,” sagði Ásdís sem ætlar sér mikið
á árinu 2009.
ÁSDÍS HJÁLMSDÓTTIR ÚR ÁRMANNI: KEPPIR Á NÍUNDA VETRARKASTMÓTI EVRÓPU UM HELGINA
Vonbrigði ef ég set ekki Íslandsmet í sumar
> Úrslitakeppnin byrjar í dag
Úrslitakeppnin í Iceland Express-deild karla
byrjar að rúlla í dag með tveimur leikjum
sem báðir hefjast klukkan 16.00. Þá tekur
Snæfell á móti Stjörnunni í Hólminum
og ÍR sækir Grindavík heim í Röstina.
Annað kvöld fara svo einnig fram
tveir leikir í átta liða úrslitunum en þá
tekur KR á móti Breiðablik og í Keflavík er
risaslagur þar sem heimamenn taka á móti
nágrönnum sínum í Njarðvík.
N1-deild karla:
Akureyri-Haukar 23-28
Mörk Akureyrar: Árni Þór Sigtryggsson 5, Andri
Snær Stefánsson 4, Hreinn Þór Hauksson 4,
Goran Gusic 4, Brynjar Þór Hreinsson 3, Jónatan
Þór Magnússon 2, Hörður Fannar Sigþórsson 1.
Mörk Hauka: Kári Kristján Kristjánsson 6, Freyr
Brynjarsson 6, Andri Stefan 6, Sigurbergur Sveins-
son 4, Tjörvi Þorgeirsson 3, Elías Már Halldórsson
2, Einar Örn Jónsson 1.
Iceland Express-deild kvk:
KR-Keflavík 69-54
Stig KR: Hildur Sigurðardóttir 19 (6 frák.), Margrét
Kara Sturludóttir 13, Guðrún Ámundadóttir 9,
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 9 (16 frák.), Guðrún
Gróa Þorsteinsdóttir 8 (8 frák.), Helga Einarsdótt-
ir 8, Heiðrún Kristmundsdóttir 3.
Stig Keflavíkur: Bryndís Guðmundsdóttir 21
(12 frák.), TaKesha Watson 15 (11 frák.), Birna
Valgarðsdóttir 9, Pálína Gunnlaugsdóttir 6, Svava
Stefánsdóttir 2, Erla Reynisdóttir 1.
ÚRSLIT
LANDSLIÐSHÓPURINN
Stefán Logi Magnússon KR
Þórður Ingason Fjölnir
Bjarni Ólafur Eiríksson Valur
Atli Sveinn Þórarinsson Valur
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson FH
Guðmundur Reynir Gunnarsson GAIS
Guðjón Árni Antoníusson Keflavík
Davíð Þór Viðarsson FH
Jónas Guðni Sævarsson KR
Eyjólfur Héðinsson GAIS
Matthías Guðmundsson FH
Jóhann Berg Guðmundsson AZ Alkm.
Guðmundur Kristjánsson Breiðablik
Gunnar Már Guðmundsson Fjölnir
Guðjón Baldvinsson GAIS
Matthías Vilhjálmsson FH
Óskar Örn Hauksson KR
Rúrik Gíslason Viborg
FÓTBOLTI Það er sannkallaður stór-
leikur í hádeginu í dag þegar Man.
Utd tekur á móti Liverpool. Heima-
menn eru í þægilegri stöðu á toppi
deildarinnar og allt annað en sigur
er tap fyrir Liverpool.
Wayne Rooney hefur heldur
betur kynt undir bálið fyrir leik-
inn með því að segja að hann hefði
alist upp við að hata Liverpool. Þau
ummæli fjarlægði Man. Utd síðar
af heimasíðu sinni en skaðinn var
skeður.
„Hatur er auðvelt orð að nota,
auðveldara að segja það en að
manni sé illa við einhvern. Þetta
var samt kannski ekki rétta orðið,“
sagði Sir Alex Ferguson, stjóri
United, sem reyndi að lægja öld-
urnar í gær. „Hann er alinn upp
við að styðja Everton og það er
mikill rígur á milli Everton og
Liverpool. Svo kom hann hingað
og hann vill vinna. Þetta er í raun
ekkert til að tala um.“
Ferguson þrífst á svona stórleikj-
um og hann getur ekki beðið eftir
að flautað verði til leiks í dag.
„Liverpool hefur alltaf verið
okkar höfuðandstæðingur. Þetta
eru tvö sigursælustu félög lands-
ins og þegar þau mætast er allt-
af hasar. Við erum í fínni stöðu í
deildinni og með sigri erum við
nokkurn veginn búnir að gera út
um þeirra vonir,“ sagði Ferguson
en United er sjö stigum á undan
Liverpool í deildinni fyrir leikinn.
Rafael Benítez, stjóri Liverpool,
gerir sér vel grein fyrir mikilvægi
leiksins og ekkert nema þrjú stig í
dag nægja að hans mati.
„Við verðum að fá þrjú stig til
þess að minnka muninn og eiga
möguleika á titlinum. Það eina sem
við getum gert er að næla í þrjú
stig og sjá svo hvað gerist,“ sagði
Benítez sem hefur aldrei fagnað
sigri á Old Trafford í fjórum til-
raunum.
„Það er samt ekki víst að sigur
dugi til að stöðva þá frá því að
verða meistarar en við munum
reyna. United er gott lið með mikla
breidd þannig að stöðugleikinn er
til staðar.“ henry@frettabladid.is
Sigursælustu liðin mætast
Það verður stríð á Old Trafford í dag þegar erkifjendurnir og sigursælustu félög-
in í enska boltanum, Man. Utd og Liverpool, mætast. Mikið hefur verið gert úr
orðum Waynes Rooney í aðdraganda leiksins en hann sagðist hata Liverpool.
HELLTI OLÍU Á ELDINN Wayne Rooney sá um að kynda bálið fyrir stórleik dagsins.
Hann er hér í harðri baráttu við Fabio Aurelio. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Ólafur Jóhannesson
hefur valið landsliðshópinn sem
mætir Færeyjum í Kórnum um
næstu helgi. Liðið er að mestu
skipað óreyndum leikmönnum
og alls átta nýliðum. Leikurinn
fer ekki fram á alþjóðlegum leik-
degi og því fáir atvinnumenn sem
standa til boða.
„Ég hefði vissulega getað valið
aðra leikmenn enda margir sem
hafa verið að standa sig vel,“
sagði Ólafur Jóhannesson lands-
liðsþjálfari. - esá
Færeyjahópurinn valinn:
Átta nýliðar
EINVALDURINN Er með fjölda nýliða í
hópnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Vellíðan án lyfj a
með verkfærum sálfræðinnar
Fjögurra vikna námskeið Kvíðameðferðar-
stöðvarinnar ti l að takast á við vanlíðan, álag
og spennu. Kenndar leiðir hugrænnar atf erlis-
meðferðar ti l að skoða og breyta hugsunum og viðbrögðum sem viðhalda kvíða
og depurð. Öfl ugar slökunar- og hugleiðsluaðferðir jafnframt kenndar.
Mánudagar og fi mmtudagar frá 20:00 ti l 21:30 auk eft irfylgdartí ma, alls 14 klst.
Kennarar: Oddi Erlingsson og Sóley D. Davíðsdótti r,
sérfræðingar í klínískri sálfræði.
Kynningarverð: 42 000.
Niðurgreiðsla möguleg hjá sjúkrasjóðum stétt arfélaga.
Næsta námskeið hefst mánudaginn 23. mars n.k.
Skráning og fyrirspurnir í símum 5340110, 8220043 og 5624444, oddier@simnet.is og kms@kms.is
HANDBOLTI Haukar unnu fimm
marka sigur, 23-28, á Akureyr-
ingum í gær.
Munurinn var tvö mörk í leik-
hléi, 11-13, fyrir gestina. Haukar
leiddu lengstum örugglega í síð-
ari hálfleik en Akureyringar
minnkuðu muninn í eitt mark,
23-24, þegar skammt var eftir.
Þá stigu Haukar aftur á bensínið,
skoruðu fjögur síðustu mörk
leiksins og tryggðu sér sigur.
Haukar endurheimtu þar með
þriggja stiga forskot sitt á toppi
deildarinnar. Þetta var jafnframt
tólfti sigurleikur liðsins í röð.
Akureyringar eru í sjötta sæti
deildarinnar. - hbg
N1-deild karla:
Haukasigur
á Akureyri
KÖRFUBOLTI KR-konur eru komnar
í lykilstöðu á móti Keflavík í und-
anúrslitaeinvígi liðanna í Iceland
Express deild kvenna eftir 69-54
sigur á Keflavík í DHL-höllinni
í gær. KR er þar með 2-0 yfir í
einvíginu og aðeins einum sigri
frá því að slá út Íslandsmeistara
Keflavíkur og komast í lokaúrslit-
in.
KR lagði grunninn að sigrinum
með stórskotlegum fyrri hálfleik
sem liðið vann 45-25 og lét Íslands-
meistarana úr Keflavík líta vand-
ræðalega illa út.
Keflavík mætti til seinni hálf-
leiks eins og flestir höfðu búist við
að liðið gerði í upphafi eftir tapið
í fyrsta leiknum. Það var þó ekki
nóg, liðið kom muninum reyndar
niður í fjögur stig með 15-0 spretti.
Tvær þriggja stiga körfur Guðrún-
ar Óskar Ámundadóttur í röð komu
KR-liðinu aftur í gang og í fjórða
leikhlutanum var aldrei spurning
um hvernig að þetta færi.
„Þrátt fyrir bikarinn sé kominn
í hús þá erum við mjög hungrað-
ar að ná í hinn líka. Við byrjuð-
um leikinn stórkostlega og náðum
góðu forskoti. Við náðum ekki að
halda því en við kláruðum leik-
inn,“ sagði Hildur Sigurðardóttir
sem er að spila eins og sannur fyr-
irliði inn á vellinum.
Hlutverkskipanin innan KR-
liðsins er orðin mjög skýr og allir
leikmenn eru með sitt á hreinu sér-
staklega í vörninni sem náði stór-
an hluta leiksins að riðla algjörlega
sóknarleik Keflavíkurliðsins.
Þar spilar Guðrún Gróa Þor-
steinsdóttir stórt hlutverk og
Kesha Watson ætti að vera í bestri
aðstöðu til að meta hversu mikl-
um framförum Gróa hefur tekið
á einu ári.
Kesha er ekki að fara vinna tit-
ilinn ein, þjálfarinn hefur tönn-
last á því í viðtölum en á meðan
aðrir leikmenn liðsins fara ekki
að átta sig á því kemur sumarfríið
snemma í ár.
„Við höfum náð því að koma upp
á réttum tíma. Við erum búnar
að eiga toppleiki þegar við höfum
þurft á því að halda,“ sagði Hild-
ur og liðið getur klárað einvígi í
næsta leik.
Hildur átti góðan leik alveg eins
og Guðrún Gróa, Margrét Kara
Sturludóttir og Sigrún Ámunda-
dóttir sem hitti kannski illa en tók
16 fráköst og stjórnaði leik liðsins
ásamt Hildi.
Hjá Keflavík var Bryndís Guð-
mundsdóttir í sérflokki en lítið
framlag frá bæði Birnu Valgarðs-
dóttur og Pálínu Gunnlaugsdóttur
í fyrstu tveimur leikjunum hlýtur
að vera þjálfaranum Jóni Halldóri
Eðvaldssyni mikið áhyggjuefni.
- óój
KR-stúlkur aðeins einum sigri frá því að komast í úrslitaeinvígið:
Í meistaraham í fyrri hálfleik
ÖFLUG Margrét Kara Sturludóttir fann
sig vel gegn sínum gömlu félögum.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL