Morgunblaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BLÉS LÍFI Í UNGT BARN Kona bjargaði tveggja mánaða gömlu barni frá köfnun við verslun í Kópavogi á miðvikudag með því að blása í það lífi. Barnið var orðið hel- blátt þegar björgunin átti sér stað. Konan hafði deginum áður sótt nám- skeið í skyndihjálp. Batahorfur Sharons metnar Læknar sem reyna að bjarga lífi Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, tóku nýja skannamynd af heila hans í gærmorgun þegar hon- um var enn haldið í svefndái á sjúkrahúsi í Jerúsalem. Líðan Shar- ons var sögð „alvarleg en stöðug“ eftir að hann gekkst undir þriðju heilaskurðaðgerðina frá því á mið- vikudag þegar hann var fluttur á sjúkrahús vegna heilablóðfalls. Læknar Sharons sögðu að ekki væri hægt að meta hvort hann hefði orðið fyrir varanlegum heila- skemmdum fyrr en í fyrsta lagi í dag þegar dregið verður úr lyfjagjöfinni sem heldur honum í svefndái. Þingmenn hafna Kennedy Ný könnun bendir til þess að rúm- ur helmingur 62 þingmanna Frjáls- lyndra demókrata í Bretlandi vilji að Charles Kennedy segi af sér sem leiðtogi flokksins. Um 25 þingmann- anna hafa skrifað undir yfirlýsingu um að þeir ætli ekki að starfa með Kennedy sem leiðtoga. Samráð um íbúðalán Efnt verður til víðtæks samráðs um framtíðarstefnumótun um hlut- verk og aðkomu stjórnvalda að íbúðalánum, samkvæmt ákvörðun Árna Magnússonar félagsmálaráð- herra. Haft verður samráð m.a. við samtök banka og lífeyrissjóða, aðila vinnumarkaðarins, fulltrúa neyt- enda, húseigenda, öryrkja og aldr- aðra og fasteignasala. Undirbúa samstarf Indverjar og Íslendingar undir- búa nú samstarf um rannsóknir á sviði jarðskjálftaspáa og -viðvarana. Vilja Indverjar koma upp eftirlits- og viðvörunarkerfi vegna jarð- skjálftahættu og nýta til þess m.a. nýja íslenska jarðskjálftakerfið sem þróað hefur verið frá árinu 1990. Auk þess er áætlað að nýta íslenskar rannsóknir og bráðavákerfi. Gert er ráð fyrir fimm ára samstarfi. Y f i r l i t Kynning – Blaðinu í dag fylgir kynn- ingarbæklingur frá Heimsferðum Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is SJÖ vélar flugfélagsins Atlanta eru á þessu ári leigðar út vegna píla- grímaflugs. Í fyrra voru tólf vélar fyrirtækisins í slíku flugi og fjórtán í hitteðfyrra, að sögn Davíðs Más- sonar, markaðs- og sölustjóra hjá Atlanta. Hann segir eina vélanna fljúga fyrir ríkisflugfélag Malasíu, tvær fyrir Air India og fjórar vélar fljúgi fyrir flugfélagið Garuda í Indónesíu. „Mesta minnkunin hefur orðið á þessu ári,“ segir Davíð. „Píla- grímaflugið er árstíðabundið og færist til og við erum að reyna að færa okkur út úr verkefnum sem eru til skemmri tíma, en pílagríma- flugið stendur aðeins í þrjá mánuði hverju sinni. Við einbeitum okkur meira að lengri samningum,“ segir Davíð. Stefnubreyting félagsins felist í því að fækka vélum í far- þegaflugi og fjölga fraktflugum. „Við erum með mun færri farþega- vélar í flotanum heldur en áður,“ segir hann. Ekki margir Íslendingar Aðspurður segir Davíð að ekki séu mjög margir Íslendingar við störf í pílagrímafluginu um þessar mundir. Þó komi að því íslenskir flugmenn, flugfreyjur og flugvirkj- ar að nokkru marki, líkt og í öllum rekstri Atlanta. Þær upplýsingar fengust hjá Guðjóni Arngrímssyni, upplýsinga- fulltrúa Icelandair, að félagið hefði ekki verið í pílagrímaflugi um ára- tugaskeið. Loftleiðir og Flugleiðir hefðu sinnt slíkum ferðum hér áður fyrr, en að minnsta kosti fimmtán ár væru síðan þeirri starfsemi var hætt. Atlanta fækkar vél- um í pílagrímaflugi UM 40% nýbyggðra íbúða í Reykja- vík að undanförnu hafa verið byggð í grónum hverfum þar sem unnið hefur verið að þéttingu byggðar. Þetta kom fram í svari Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, borgar- stjóra við fyrirspurn borgarráðs- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lóðaúthlutun í borginni. Á árunum 1996-2004 hafa 5.150 íbúðir verið fullgerðar og af þeim voru 2.025 íbúðir utan nýbyggingarsvæða austast í borginni. Borgarstjóri benti á að það væri stefna borgar- innar að þétta byggð. 40% nýbyggðra íbúða eru á þéttingarsvæðum SINDRI Páll Andrason, 11 ára drengur í Reykjavík, varð fyrir því óláni nú fyrir skömmu að minniskort í Playstation- leikjatölvu hans bilaði. Ekki reyndist hægt að gera við kortið en Sindri dó ekki ráðalaus heldur gerði við kortið sjálfur: „Ég var búinn að nota kortið mikið og hafði tekið það ógætilega úr tölvunni þegar það hætti að virka. Ég fór því með kortið í við- gerð en komst að því að ekki var gert við slík kort,“ segir Sindri en minniskort af þessu tagi notar hann til að vista stöðu sína í tölvu- leikjum svo ekki þurfi að byrja upp á nýtt í hvert skipti sem leikur er spilaður. „Ég fór því með kortið heim og bar það saman við annað kort sem ég var með og sá að pinn- arnir sem tengjast tölvunni sátu aftar en venjulegt er. Ég opnaði því kortið og platan með pinnunum var laus. Ég færði því plötuna á réttan stað og festi hana með kenn- aratyggjói. Síðan hefur kortið virkað eins og nýtt,“ segir Sindri en hann stundar nám í Hlíðaskóla og er í 6. bekk. Spurður hvort hann stefni á að starfa við eitthvað tengt viðgerðum á tækjum í framtíðinni kvaðst hann ekki vera ákveðinn en hefði þó áhuga á forritun og væri byrjaður að fikta við þá iðju. Alltaf verið tæknilega sinnaður Móðir Sindra, Þóra Bryndís Þórisdóttir, segir son sinn mjög tæknilega sinnaðan og hann hafi iðulega aðstoðað hana við smá- bilanir á tækjum heimilisins. „Þó er mér ofarlega í huga þegar við vorum í heimsókn hjá vini okkar, sem er læknir, en hann hafði verið í vandræðum með tölvuna sína. Sindri bað um að fá að kíkja á tölvuna eitt augnablik og sjá hvort hann sæi eitthvað athugavert og á nokkrum mínútum hafði hann fundið vandamálið og lagað það.“ Aðspurð hvaðan Sindri hefði þennan áhuga kvaðst hún ekki gera sér fyllilega grein fyrir því en taldi að áhugi Sindra á Lego leikföngum hefði sitt að segja. Sjaldgæft vandamál Jón Gunnlaugsson, verslunarstjóri BT í Smáralind, segir það sjaldgæft að minniskort sem þessi bili. Tveggja ára ábyrgð sé á þeim ef þau séu gölluð en lítið sé hægt að gera ef ógætilega sé farið með þau. Jón benti á að af- rita mætti gögn á annað minniskort til að koma í veg fyrir gagnamissi. 11 ára drengur gerði við minniskort leikjatölvu Morgunblaðið/Golli Sindri Páll Andrason með minniskortið. Eftir Sigurð Pálma Sigurbjörnsson siggip@mbl.is SAVOY Asset Management, fjár- festingarfélag undir forystu Ken Clarke, þingmanns breska Íhalds- flokksins sem á sínum tíma bauð sig fram til formennsku í flokkn- um, hefur staðfest að yfirtökutil- boð í félagið hafi borist. Savoy er með eignir upp á um 120 milljarða í sjóðum sínum. Ekki hefur fengist uppgefið hver stendur að baki tilboðinu en í grein í breska dagblaðinu The In- dependent í gær segir að talað sé um að íslenskt fjármálafyrirtæki eigi þarna í hlut. Bent er á að ís- lenskir fjárfestar hafi undanfarið keypt upp bresk og írsk fjármála- fyrirtæki, s.s. Teather & Green- wood, sem er í eigu Landsbankans og Singer & Friedlander, sem er í eigu Kaupþings banka. Þá má benda á að skammt er síðan Landsbankinn keypti helmingshlut í írska verðbréfafyrirtækinu Merr- ion Capital. Engin ákvörðun verið tekin Paul Tarran, fjármálastjóri Savoy, vildi ekki staðfesta við In- dependent að tilboðsgjafinn væri íslenskur en tók fram að stjórn- endur Savoy stæðu ekki á bak við tilboðið né heldur hluthafinn Global Investment House, sem er félag frá Kúveit, sem á 26,8% hlut í Savoy. Þá sagði Tarran að engin ákvörðun hefði verið tekin um hvort gengið yrði að tilboðinu eða hvort því yrði hafnað, of snemmt væri að segja til um það enn sem komið væri. Síðasta skráð gengi bréfa Savoy var 177,5 pens á hlut og sögðu talsmenn félagsins að yfirtökutil- boðið væri í takt við það verð. Íslendingar taldir standa að yfirtöku- tilboði í Savoy Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is SVEIT á vegum Fangels- ismálastofnunar ríkisins gerði á föstudagsmorgun leit í fangelsinu á Kvíabryggju. Að sögn Valtýs Sigurðssonar, forstjóra Fangelsis- málastofnunar, var um hefð- bundna leit að ræða sem fram- kvæmd er í öllum fangelsum. Leitað var að fíkniefnum auk þess sem leitað var að farsímum og mögulegum nettengingum, en bor- ið hefur á því að fangar á Kvía- bryggju hafi haldið úti vefsíðu á netinu. Ábendingar og kvartanir hefðu borist stofnuninni vegna vefsíð- unnar og sagði Valtýr að það hefði verið ein ástæðan fyrir leitinni. Aðspurður sagði Valtýr það ekki brjóta gegn reglum fangelsisins að fangar tjái sig á opinberum vett- vangi en nettengingar eru ekki leyfðar í fangelsunum og lék grun- ur á að fangar hefðu slíkar teng- ingar, vegna tíðra uppfærslna á vefsíðunni. Niðurstöður úr leitinni höfðu ekki borist þegar Morgunblaðið ræddi við Valtý. Leitað á Kvía- bryggju vegna nettenginga HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða úr- skurðaði á föstudaginn tvo ein- staklinga í gæsluvarðhald til þriðjudags. Lögreglan handtók ein- staklingana síðastliðinn fimmtudag við húsleit á Ísafirði. Við leitina fannst talsvert af fíkniefnum, tæki til fíkniefnaneyslu og fé sem talið er tilkomið vegna sölu fíkniefna. Tveir settir í gæsluvarðhald Í dag Fréttaskýring 8 Myndasögur 56 Menning 59/61 Dagbók 57 Forystugrein 34 Víkverji 56 Reykjavíkurbréf 34/35 Staður og stund 57 Sjónspegill 36 Leikhús 60 Hugvekja 38 Bíó 62/65 Umræðan 40/44 Sjónvarp 66 Bréf 44 Staksteinar 67 Minningar 47/52 Veður 67 * * *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.