Morgunblaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ 4. janúar 1976: „Nú eftir helgina hefjast á ný viðræður um kjaramál milli aðila vinnu- markaðarins. Þessar viðræður hófust í desembermánuði, eft- ir að kjararáðstefna ASÍ hafði mótað stefnu sína í þessum samningaviðræðum en all- löngu áður hafði Vinnuveit- endasamband Íslands látið frá sér heyra og tjáð sig reiðubúið til að hefja viðræður þá þegar eða upp úr miðjum október. Viðræður þessar eru hinar mikilvægustu. Í fyrsta lagi munu þessir aðilar taka ákvörðun um meginstefnuna í kjaramálum landsmanna á þessu ári og í öðru lagi skiptir miklu, að sú ákvörðun verði tekin án þess, að til vinnu- stöðvana komi.“ . . . . . . . . . . 5. janúar 1986: „Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað friðn- um árið 1986. Samtökin sjálf voru stofnuð fyrir 40 árum í því skyni að stuðla að heims- friði. Sagan sýnir, að á þeim árum, sem síðan eru liðin, hafa tugir milljóna manna fallið í hernaðarátökum. Nú á tímum eru menn þó ekki endilega með hugann við vopnuð átök, þegar þeir ræða um frið. At- hyglin beinist að því, hvað ger- ast kunni, ef til átaka kemur með kjarnorkuvopnum, sem hefur aðeins einu sinni verið beitt, einmitt um þær mundir, sem Sameinuðu þjóðirnar voru að fæðast. Íslendingar vildu ekki gerast stofnaðilar að þessum friðarsamtökum, af því að aðildinni fylgdi sú krafa, að þeir segðu Japönum stríð á hendur. Þannig er það síður en svo nýnæmi, að af- staðan til friðar sé afstæð.“ . . . . . . . . . . 7. janúar 1996: „Morgunblaðið hefur áður lýst þeirri skoðun, að það geti ekki samrýmzt hugmyndum um félagafrelsi að skylda menn til aðildar að verkalýðsfélögum. Það á að vera hverjum launþega í sjálfs vald sett, hvort hann telur hagsmunum sínum bezt borg- ið innan eða utan launþega- félags. Með sama hætti getur það ekki samræmzt nútíma hugmyndum að skylda laun- þega til aðildar að ákveðnum lífeyrissjóðum. Það á að vera mál hvers einstaklings að ákveða í hvaða lífeyrissjóði hann vill vera um leið og líf- eyrissjóðir eiga að hafa ákvörðunarvald um hvort þeir vilji taka við viðkomandi ein- staklingi. Það á heldur ekki að vera hlutverk vinnuveitenda að innheimta félagsgjöld hjá félagsmönnum verkalýðs- félaga.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. U mræður um ofurlaun for- stjóra hafa verið miklar og útbreiddar eftir að FL Group gerði opinberar töl- ur um starfslokasamninga tveggja forstjóra og launakjör núverandi for- stjóra félagsins. Skoðun margra er að þær tölur, sem um ræðir; á annað hundrað milljóna króna til handa hvorum fyrr- verandi forstjóra um sig og 48–192 milljóna króna árslaun núverandi forstjóra, sýni að forstjóra- launin séu farin úr böndunum. Þau séu ekki leng- ur í neinu samhengi við raunveruleikann í ís- lenzku samfélagi. Undanfarin ár hafa slík mál komið upp öðru hvoru. Starfslokasamningur fyrrverandi for- stjóra Landssíma Íslands vakti miklar umræður á sínum tíma. Hann hljóðaði þó aðeins upp á brot af þeim upphæðum, sem um ræddi hjá FL Group. Fyrir rúmum tveimur árum lá við þjóðaruppreisn vegna kaupréttarsamninga stjórnarformanns og forstjóra KB banka (nú Kaupþings), sem hefðu getað skilað hvorum um sig hundruðum milljóna króna. Ákvörðun um þessa samninga var raunar dregin til baka vegna reiði almennings. Stjórn- endur Kaupþings hafa síðan gert aðra og hóflegri kaupréttarsamninga, en eru engu að síður ekki á flæðiskeri staddir. Ekki séríslenzkt fyrirbæri Alþjóðavæðingin heimsækir okkur í ýmsum myndum. Svimandi há launakjör stjórnenda stórfyrirtækja, sem öllum almenningi finnst nánast óskiljanleg, eru ekkert séríslenzkt fyrirbæri. Og auðvitað eru hæstu forstjóralaunin hér lág, samanborið við t.d. Bandaríkin, þar sem ekki er óalgengt að forstjóri stórfyrirtækis hafi milljarð íslenzkra króna í árslaun. Í Bretlandi er hins vegar talað um að „gangverðið“ á forstjórum fyrirtækja í FTSE 100-úrvalsvísitölunni sé millj- ón punda, rúmlega 100 milljónir íslenzkra króna. Tekjur forstjóra sumra íslenzkra fyrirtækja eru farnar að nálgast slíkar tölur. Há laun íslenzkra forstjóra eru ekki sízt réttlætt með því að fyr- irtækin, sem þeir stýra, starfi nú í alþjóðlegu um- hverfi, þar sem slík umbun tíðkist. En viðbrögð almennings við ofsalaununum eru líka þau sömu í nágrannaríkjum okkar, sem við berum okkur saman við, og hér á Íslandi. Á Norð- urlöndunum, í Bretlandi, Bandaríkjunum, Frakklandi og Þýzkalandi spyrja almennir laun- þegar hvaða rök séu að baki launamun forstjóra og almenns starfsmanns, sem er allt frá því að vera fimmtánfaldur og upp í að vera 500-faldur. Í öllum þessum ríkjum stuðla fregnir af ævintýra- legum auðæfum, sem stjórnendur fyrirtækja safna saman á skömmum tíma, að því sama; að rýra traust almennings á fyrirtækjunum og at- vinnulífinu. Launþegar skilja ekki hvers vegna laun forstjóra og stjórnarmanna í fyrirtækjum hækka langt umfram verðbólgu og launavísitölur, um leið og talað er um að atvinnulífið þoli ekki miklar almennar launahækkanir. Almennir hlut- hafar í skráðum fyrirtækjum skilja ekki af hverju þeir þurfa að standa undir launum og lífsstíl starfsmanna sinna, sem er langt umfram það sem getur talizt hæfilegt. Jafnvel í ríkjum, þar sem er miklu lengri hefð fyrir miklum launamun þjóðfélagshópa en á í Ís- landi, leggjast ýmsar stofnanir samfélagsins á eitt að reyna að vinna á móti því, sem Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Banda- ríkjanna, kallaði einu sinni „smitandi græðgi“ forstjóranna. Stjórnvöld setja reglur um upplýs- ingagjöf og rétt hluthafa til að hafa áhrif á launa- ákvarðanir, samtök hlutafjáreigenda, lífeyris- sjóðir og fleiri stofnanafjárfestar leitast við að beita þrýstingi til að halda hækkunum forstjóra- launa í skefjum. Víða hafa samtök fyrirtækjanna sjálfra áttað sig á þeim skaða, sem atvinnulífinu er unninn með því að teknar séu ákvarðanir um laun, sem eru gersamlega úr takti við það, sem al- mennt tíðkast í viðkomandi löndum, og reynt að setja reglur eða viðmiðanir um skynsamlegar launaákvarðanir, sem taka tillit til hagsmuna hluthafa. Rétt eins og íslenzkir kaupsýslumenn hafa lært af erlendum kollegum sínum að tryggja sér háar launaávísanir, kaupauka og kauprétti geta ís- lenzk stjórnvöld, launþegar og almennir fjárfest- ar lært af nágrönnum okkar hvernig rétt er að bregðast við þessari þróun. Lagasetning og leiðbeiningar Lagasetning er ein leiðin. Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár og frá- farandi framkvæmda- stjóri Viðskiptaráðs Íslands, skrifar grein í Morgunblaðið í dag, laugardag, þar sem hann harmar að Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráð- herra hyggist leggja fram frumvarp, sem kveður m.a. á um að samninga um starfskjör stjórnenda verði að leggja fyrir hluthafafundi. Þór telur að leiðbeiningarnar um stjórnarhætti fyrirtækja, sem Viðskiptaráð, Samtök atvinnulífsins og Kauphöllin gáfu út og snúa m.a. að ákvörðunum um laun stjórnenda, hefðu átt að duga. Fram hef- ur komið að ekki var farið eftir þessum leiðbein- ingum við ákvörðun launa forstjóra FL Group og stjórnarformaður félagsins hefur gefið lítið fyrir þær í fjölmiðlum. „Leiðbeiningarnar eru ekki orðnar tveggja ára þegar viðskiptaráðherra hef- ur ákveðið, m.a. í ljósi nýlegra upplýsinga um starfslokasamninga íslensks hlutafélags, að leið- beiningar dugi ekki og setja þurfi lög um stjórn- arhætti,“ skrifar Þór Sigfússon. „Það eru vissu- lega vonbrigði að þessi umræða skuli farin af stað og það er ekkert launungarmál að íslenskt við- skiptalíf getur sjálfu sér um kennt að vissu leyti. Forsvarsmenn einstakra fyrirtækja hafa sjálfir talað þannig um t.d. leiðbeiningar um stjórnar- hætti og starfsemi yfirtökunefndar, sem einnig er byggð á svipaðri hugmyndafræði um sjálfsprottið regluumhverfi viðskiptalífsins, að ljóst er að um- ræðan um gildi þeirra hlaut að skjóta upp koll- inum. Sérstakir áhugamenn um lagasetningu hlutu að spretta fram og lýsa frati á leiðbeiningar okkar.“ Síðasta setningin er vafalaust ætluð Morgun- blaðinu, vegna leiðara þess í gær, föstudag, um afstöðu stjórnarformanns FL Group. Og Þór heldur áfram: „Við megum hins vegar ekki gefast upp á hugmyndinni um sjálfsprottið regluum- hverfi fyrirtækja … Í Bretlandi og víðar er sjálf- sprottið regluumhverfi á markaði með mjög langa hefð og þar eru fá dæmi um að forsvars- menn fyrirtækja geri lítið úr þeim leiðbeiningum og stofnunum sem viðskiptalífið sjálft hefur kom- ið á til að gæta að því að leikreglum sé fylgt. Sú hefð sem þar ríkir þykir til fyrirmyndar en hún á sér áratuga sögu.“ Grein Þórs Sigfússonar er ekki sízt merkileg fyrir þær sakir að þessi forystumaður í viðskipta- lífinu áttar sig á því hversu mikinn skaða for- svarsmenn FL Group hafa unnið atvinnulífinu með umgengni sinni við leiðbeiningarnar um stjórnarhætti og við yfirtökunefndina. Það væri raunar óskandi að fleiri af forsvarsmönnum at- vinnulífsins kæmu fram og gagnrýndu þá félaga sína, sem vilja ekki taka þátt í að byggja upp traust á milli viðskiptalífsins og almennings. Í dæminu af Bretlandi gleymir Þór hins vegar að geta þess að þrátt fyrir hið sjálfsprottna reglu- verk töldu stjórnvöld þar í landi ástæðu til þess fyrir þremur árum að setja reglur um upplýs- ingar um launakjör stjórnenda og að þær skyldu árlega bornar undir hluthafa. Þessar reglur eru sambærilegar þeim, sem Valgerður Sverrisdóttir boðar nú. Patricia Hewitt, þáverandi viðskipta- ráðherra, hætti hins vegar við enn frekari laga- setningu, m.a. vegna þess að fyrirtækin brugðust við og tóku til í eigin ranni. Sama leið hefur verið farin í fleiri ríkjum á síð- ustu árum. Í Þýzkalandi hefur nýlega verið hert á reglum um upplýsingagjöf fyrirtækja um laun stjórnenda. Í Frakklandi varð hneyksli í stórfyr- irtækinu Carrefour, þar sem forstjórinn fékk 2,9 milljarða króna starfslokasamning fyrr á árinu, Thierry Breton fjármálaráðherra tilefni til að leggja fram frumvarp um að hluthafafundur yrði að samþykkja slíka samninga. Í Svíþjóð íhugaði ríkisstjórnin snemma á árinu 2004 lagasetningu til að koma böndum á kaupauka og starfsloka- samninga forstjóra, m.a. í kjölfar Skandia- hneykslisins. Samtök atvinnulífsins þar í landi brugðust við með því að setja sér leiðbeiningar um stjórnarhætti, sem rétt eins og þær íslenzku urðu hluti af regluverki kauphallarinnar. Reynslan, bæði erlendis og hér heima, sýnir að umræður um lagasetningu eru nauðsynlegar til að ýta við atvinnulífinu – en viðbrögð þess duga þó ekki alltaf til. Í Svíþjóð, rétt eins og í Bretlandi, virðist það hafa stuðlað að sátt um leiðbeiningarnar að stór- fyrirtæki hafa ekki beinlínis gengið gegn þeim og gert lítið úr þeim. Auðvitað hefur það áhrif á af- stöðu þeirra, sem tala fyrir skýrari reglum um at- vinnulífið, þ.á m. Morgunblaðsins, að sum fyrir- tæki hyggjast augljóslega ekki gera mikið með leiðbeiningar Kauphallarinnar og atvinnulífs- samtakanna. Sænsku leiðbeiningarnar ganga líka lengra en þær íslenzku að því leyti, að þær gera ráð fyrir að við launaákvarðanir beiti stjórnir fyrirtækja heil- brigðri skynsemi. Þannig kveða þær á um að stjórn fyrirtækis leggi mat á það hvort umheim- urinn muni telja umbun stjórnendanna hæfilega. Í leiðbeiningunum segir að reynslan sýni að það sé mikilvægt fyrir orðstír fyrirtækisins að launa- ákvarðanir njóti lögmætis og mæti skilningi, ÓVISSA Í ÍSRAEL Ariel Sharon hefur nú gengist und-ir þrjár aðgerðir eftir að hannfékk heilablæðingu í liðinni viku. Líðan hans er sögð „alvarleg en stöðug“ og ólíklegt að hann muni snúa aftur til forustu í stjórnmálum. Veikindi Shar- ons hafa skapað mikla óvissu fyrir botni Miðjarðarhafs. Sharon taldist til harðlínumanna í ísr- aelskum stjórnmálum þar til hann á síð- asta ári sneri við blaðinu og ákvað að flytja landtökubyggðir gyðinga einhliða frá Gaza-svæðinu. Þetta markaði straumhvörf og var þvert á stefnu flokks hans, Likud-bandalagsins, en hann þvingaði flokk sinn út í þetta. Næsta útspil Sharons var að segja skilið við Likud-bandalagið og stofna sinn eigin flokk, Kadima, þar sem hann gæti fylgt eftir sínum stefnumálum laus við mótspyrnuna, sem honum var veitt í hans gamla flokki. Ísraelar eru orðnir langþreyttir á úr- ræða- og öryggisleysi. Leið Likud- bandalagsins, sem hefur verið fólgin í átökum og hörku gagnvart Palestínu- mönnum, hefur ekki skilað árangri. Samninga- og viðræðuleið Verkamanna- flokksins missti trúverðugleika í þeirra augum þegar friðarferlið, sem kennt er við Osló, rann út í sandinn, þótt síðan megi deila um ástæður þess. Leið Shar- ons er í raun fólgin í aðskilnaði við Pal- estínumenn og tákn hans og staðfesting er múrinn, sem Ísraelar hafa reist. Kadima fékk þegar mikið fylgi og var spáð stórsigri í kosningunum, sem boð- aðar hafa verið í Ísrael í lok mars. Sam- kvæmt könnunum nýtur flokkurinn fylgis um þriðjungs ísraelska kjósenda og hefur það ekki breyst í þeim könn- unum, sem gerðar hafa verið eftir að Sharon veiktist. Hins vegar hljóta að vakna spurningar um framhaldið, ekki síst vegna þess að þungamiðja hins nýja flokks var persóna leiðtogans og erfitt að sjá hvernig honum verður haldið saman án þess að hann fái það sterka pólitíska sýn að hann þoli brotthvarf Sharons. Forustuslagur innan Kadima gæti einnig orðið til að ausa vatni á myllu gömlu flokkanna. Hins vegar gæti bæði samúðarfylgi og það að ísraelskir kjósendur hafa margir fengið sig full- sadda á hinum kostunum orðið til þess að Kadima nái að hasla sér völl í ísr- aelskum stjórnmálum 28. mars. Ehud Olmert hefur nú sest í sæti for- sætisráðherra í Ísrael og mun líkast til leiða stjórnina fram að kosningum. Olm- ert var áður borgarstjóri í Jerúsalem og gegndi stöðu varaforsætisráðherra í stjórn Sharons. Hann hvatti fyrir tæp- um tveimur árum til þess að Ísraelar hyrfu frá Gaza og hafði þá enginn máls- metandi stjórnmálamaður á hægri vængnum lýst þeirri skoðun opinber- lega. Skömmu síðar lagði Sharon fram nýja stefnu sína vegna hernumdu svæð- anna. Olmert hefur einnig sagt að nú sé komið að því að Ísraelar hverfi frá stórum hlutum Vesturbakkans. Olmert hefur augljóslega ekki sömu þungavigt og Sharon. Stjórnmálaskýr- endum er líka til efs að hann hafi póli- tíska innistæðu til að taka þær áhættur, sem Sharon hefur tekið. Það er ástæða til að fylgjast grannt með þróun mála í Ísrael á næstu vikum og mánuðum. Ástandið í þessum heims- hluta hefur alltaf verið viðkvæmt, en það er aldrei jafn brothætt og þegar verið er að reyna að komast út úr þeim vítahring átaka og ofbeldis, sem hafa sett mark sitt á lífið þar allt of lengi. Benjamin Netanyahu hefur nú tekið við forustu í Likud-bandalaginu að nýju og vill snúa til baka. Það má gagnrýna að- ferðir Sharons, en nýjar landnema- byggðir á Vesturbakkanum og áfram- haldandi átök við Palestínumenn undir forustu Netanyahus myndu ekki boða gott. Gríðarleg óvissa ríkir nú í ísraelskum stjórnmálum. Sharon tókst að breyta um stefnu og láta kveða við nýjan tón, en meira þarf til en einhliða aðgerðir Ísr- aela eigi að tryggja frið og stöðugleika til frambúðar. Palestínsk stjórnvöld eru veik fyrir og enn hefur ekki tekist að uppræta þá spillingu, sem gróf um sig í leiðtogatíð Yassers Arafats. Í lok janúar fara fram kosningar í Palestínu. Hamas- samtökin hafa nú mikinn byr, en einnig gæti ný hreyfing umbóta- og lýðræðis- sinna látið að sér kveða. Eigi að komast á varanlegur friður verða bæði Ísraelar og Palestínumenn að móta hann. Hingað til hefur það verið ógerlegt vegna þess að hagsmunir hvorra um sig hafa verið ósamrýmanlegir, sem meðal annars má rekja til þess að Ísraelar og Palestínu- menn hafa ekki getað treyst hvorir öðr- um. Þar þurfa Bandaríkjamenn að koma inn í myndina vegna þess að aðrir hafa ekki bolmagn til þess, ekki til að leiða taum Ísraela, heldur til að tryggja að hvorir um sig standi við sitt. Púsluspilið fyrir botni Miðjarðarhafs hefur aldrei verið einfalt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.