Morgunblaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR INDVERJAR og Íslendingar und- irbúa nú samstarf um rannsóknir á sviði jarðskjálftaspáa og viðvarana. Munu þær í fyrsta lagi snúast um að þróa áfram sjálfvirkt jarðskjálftaeft- irlitskerfi sem notað hefur verið hér- lendis um árabil og nýta það líka á Indlandi, í öðru lagi um jarð- skjálftaspáarannsóknir í báðum lönd- um, og í þriðja lagi snýst samstarfið um svonefnt bráðavárkerfi sem tekur bæði til jarðskjálfta og eldgosa. Sam- starf þetta kemur í kjölfar heimsókn- ar forseta Indlands til Íslands á ný- liðnu ári en hann lýsti þá áhuga sínum á að löndin efndu til samvinnu á þessu sviði. Jarðeðlisfræðingarnir Steinunn Jakobsdóttir, deildarstjóri eftirlits- deildar Veðurstofu Íslands, og Ragn- ar Stefánsson, forstöðumaður rann- sóknarútibús Veðurstofunnar við Háskólann á Akureyri, heimsóttu Indland nokkru fyrir áramót til við- ræðna við starfsbræður sína þar. Í framhaldi af ferðinni lögðu íslensku og indversku vísindamennirnir fram tillögur um samstarfið sem nú eru til skoðunar hjá yfirvöldum beggja landa. Mikilvægt að koma upp eftirlits- og viðvörunarkerfi Ragnar Stefánsson sagði í samtali við Morgunblaðið að Indland lægi ná- lægt miklu jarðskjálftasvæði, meðal annars í Himalajafjöllum. Skemmst væri að minnast jarðskjálftanna í Kasmír síðastliðið haust og síðan flóðbylgjunnar miklu um jólin í hitt- iðfyrra í kjölfar jarðskjálfta sem voru austast á því svæði sem snerti Ind- land. „Það er mjög mikilvægt fyrir Indverja ef hægt verður að koma upp eftirlits- og viðvörunarkerfi vegna jarðskjálftahættu. Það stafar ekki síst af því að húsakostur er víða léleg- ur og stenst ekki mikla jarðskjálfta sem geta orðið á þessum slóðum,“ segir Ragnar. Því hafi þeir mikinn áhuga á að kynna sér hvað gerst hef- ur á þessu sviði hérlendis og vilji efla frekari rannsóknir í samvinnu við Ís- lendinga. Hann segir Indverja vilja taka að sér talsverða vinnu við þessar rannsóknir en verkefnisstjórn full- trúa beggja landa myndi stýra verk- inu. Einnig eru ráðgerðir vinnu- fundir þar sem skýrt verði frá einstökum rannsóknaráföngum. „Í fyrsta lagi snýst samstarfið um að nýta í Indlandi nýja, íslenska jarð- skjálftaeftirlitskerfið sem við höfum þróað frá árinu 1990. Verkefnið felst í að þróa það kerfi frekar sem myndi koma að miklu gagni í báðum lönd- unum. Í öðru lagi myndum við flytja til þeirra reynslu okkar varðandi jarðskjálftaspáarannsóknir. Ísland hefur leitt rannsóknarsamvinnu 8 Evrópulanda á því sviði síðastliðin 15 ár. Við teljum að þessa reynslu megi heimfæra upp á Indland og nýta að- ferðafræði okkar þar. Hún hefur ver- ið nokkuð frábrugðin aðferðafræði annars staðar varðandi það hvað við höfum lagt mikla áherslu á að þróa aðferðir við að nýta mjög litla jarð- skjálfta til að túlka það sem er að gerast í jarðskorpunni. Á jarð- skjálftasvæðum verða agnarlitlir jarðskjálftar nánast stöðugt og þeir færa okkur margháttaðar upplýs- ingar um hvað er að gerast þarna niðri ef okkur tekst að túlka þær. Við stöndum mjög framarlega í heim- inum í að nema og túlka þessa litlu skjálfta. En það er margt fleira sem við getum flutt héðan. Við munum ekki síður verða þiggjendur að mik- ilvægri langtímareynslu sem Ind- verjar hafa á sviði jarðskjálfta- spáarannsókna.“ Knýjandi þörf fyrir jarðskjálftaspár „Þriðja verkefnið er svonefnt bráðavárkerfi sem snýst einkum um jarðskjálfta og eldgos og smám sam- an fleiri tegundir af jarðvá. Það kerfi byggist á því að nýta eins fljótt og verða má samtímamælingar og eldri þekkingu til að gefa út viðvaranir eins fljótt og auðið er, helst að sjálf- sögðu áður en allt fer af stað. Þetta kerfi hefur líka verið í þróun hjá okk- ur í nokkur ár.“ Ragnar segir að fyrir um einum til tveimur áratugum hafi tiltrú manna á möguleika jarðskjálftaspáa nokkuð dofnað. Rannsóknir á því sviði séu hins vegar nú að eflast á ný og segir Ragnar að þörfin sé knýjandi fyrir slíkar rannsóknir, sérstaklega í mörgum þróunarlöndum. Tillögur vísindamannanna gera ráð fyrir fimm ára rannsóknarsam- starfi. Þrjár rannsóknarstofnanir á Indlandi, í Nýju Delhi, Dehradun og Hyderabad, myndu taka þátt og á Ís- landi yrðu það Veðurstofa Íslands, Háskóli Íslands og Háskólinn á Ak- ureyri. Indverskir og íslenskir vísindamenn undirbúa fimm ára rannsóknarsamstarf Snýst einkum um jarð- skjálftaspár og eftirlit Jarðeðlisfræðingarnir Steinunn Jakobsdóttir og Ragnar Stefánsson eru hér með indverskum vísindamönnum sem þau ræddu m.a. við um undirbúning rannsóknarsamstarfsins. Tillögurnar eru nú til athugunar hjá stjórnvöldum. Eftir Jóhannes Tómasson joto@mbl.is JÓN Kristjánsson heilbrigðis- ráðherra afhenti formlega nýtt húsnæði fyrir Heilsugæsluna Fjörð við Fjarðargötu í Hafn- arfirði í fyrradag. Stöðin mun þjóna íbúum Álftaness og Hafn- arfjarðar. Alls munu sex heilsugæslu- læknar starfa við stöðina, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá heilbrigðisráðuneytinu. Yfirlæknir verður Guðrún Gunn- arsdóttir og hjúkrunarforstjóri er Ingibjörg Ásgeirsdóttir. Á heilsugæslustöðinni verður veitt almenn læknis- og hjúkr- unarþjónusta, slysa- og bráða- þjónusta en auk þess verður síð- degisvakt alla virka daga frá kl. 18. Ný heilsu- gæslustöð í Hafnarfirði Morgunblaðið/Jón Svavarsson Heilsugæslan Fjörður var opnuð formlega á föstudag. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra og Guðrún Gunnarsdóttir yfirlæknir skoða aðstöðuna. LÖGREGLUNNI í Reykjavík var ekki heimilt skv. ákvæðum laga um persónuvernd að færa upplýsingar um að einstaklingur hafi verið sviptur ökuleyfi í lög- regluskýrslu sem gerð var um umferðaróhapp, er hann varð fyrir síðar og nokkrum árum eftir að hann hafði endurheimt ökuréttindi sín. Þetta er niðurstaða Per- sónuverndar, sem fram kemur í nýlegum úrskurði. Maðurinn sem um ræðir kvartaði til Persónuverndar yfir því að í lögregluskýrslu, sem gerð var vegna um- ferðaróhapps, sem hann lenti í, hafi þess verið getið að hann hafi nokkrum árum áður verið sviptur ökurétt- indum. Fóru sjálfkrafa inn í skýrsluna fyrir mistök Fram kom í svari lögreglunnar að upplýsingarnar hafi farið sjálfkrafa inn í skýrsluna úr ökuskírteinaskrá. „Embættið lítur svo á að mistök hafi átt sér stað þeg- ar umræddar upplýsingar, sem kvartað er yfir, hafa verið skráðar í ökuskírteinakerfið og síðan ratað inn í umrædda skýrslu. Beðist er velvirðingar á þessum mis- tökum,“ sagði m.a. í skýringum lögreglunnar. Persónuvernd taldi þetta ekki samrýmast ákvæðum laga um vernd persónuupplýsinga eins og áður segir. „[…] er það niðurstaða Persónuverndar að Lögregl- unni í Reykjavík beri að bæta án tafar úr þeim ágöllum á upplýsingakerfi sem ollu því að upplýsingar um um- rædda ökuleyfissviptingu færðust í skýrslu lögreglu um umrætt umferðaróhapp. Þá ber að breyta umræddri lögregluskýrslu þannig að ekkert komi fram í henni um að hann hafi eitt sinn verið sviptur ökuleyfi, sbr. og 25. gr. laga nr. 77/2000 um m.a. skyldu til eyðingar upplýs- inga sem skráðar hafa verið án tilskilinnar heimildar og 12. gr. reglugerðar nr. 233/2001,“ segir í niðurstöðu Persónuverndar. Úrskurður Persónuverndar vegna ökuréttindamissis Óheimilt að færa eldri upp- lýsingar í lögregluskýrslu STJÓRN Samtakanna ’78 hef- ur sent Karli Sigurbjörnssyni biskup erindi þar sem hún lýsir furðu sinni og vonbrigðum með ummæli hans á nýársdag um samkynhneigða og hjónaband þeirra. Telur stjórnin að um- mæli hans í nýárspredikun í Dómkirkjunni lýsi fordómum hans og fáfræði. Í erindinu kemur fram að í ræðu sinni hafi hann óskað þess að Alþingi af- greiddi ekki boðaða breyting- artillögu Guðrúnar Ögmunds- dóttur alþingiskonu um heimild til handa forstöðumönnum trú- félaga til vígslu samkyn- hneigðra para. Í því sambandi hafi biskup sagt „hjónabandið eiga það inni hjá þjóðinni að því sé ekki kastað á sorphaugana“. Stjórnin telur að þessi orð biskups hafi sært marga og valdið angist þar sem hann er talinn mikilvægur leiðtogi þjóð- arinnar í trúarefnum og völd hans leyni sér ekki í því tilliti. Orð hans sé ekki hægt að skilja á annan veg en að hann telji fjölskyldulíf samkynhneigðra eiga heima á sorphaugunum og að með þeim rétti sem um ræðir verði heilagt hjónaband gagn- kynhneigðra saurgað og gert ómerkt. Stjórnin bendir einnig á að biskup kjósi að túlka tillögu Guðrúnar sem þvingun á þjóð- kirkjuna til löggiltrar vígslu á samböndum samkynhneigðra en svo sé ekki. Þjóðkirkjunni sé algjörlega í sjálfsvald sett hvort og hvenær hún stígi það skref en aðrir söfnuðir eða trúfélög hafa þann lýðræðislega rétt. Samtökin ’78 gagn- rýna biskup GREIÐSLUR vegna viðbótarlífeyr- issparnaðar skerða ekki grunnlíf- eyri almannatrygginga. Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun eru greiðslur vegna viðbótarlífeyr- issparnaðar meðhöndlaðar með sama hætti og greiðslur úr skyldu- bundnum lífeyrissjóðum við út- reikning bóta. Að sögn Ágústs Þórs Sigurðs- sonar, framkvæmdastjóra lífeyr- istryggingasviðs TR, eru greiðslur vegna séreignalífeyrissparnaðar meðhöndlaðar eins og aðrar lífeyr- issjóðagreiðslur. Þær hafa ekki áhrif á grunnlífeyri, en geta haft áhrif á og skert tekjutengda bóta- flokka lífeyristrygginga á borð við tekjutryggingu, tekjutryggingar- auka og heimilisuppbót. Landssamtök lífeyrissjóða benda á að TR hafi ávallt meðhöndlað frjálsan lífeyrissparnað með sama hætti og greiðslur frá lífeyr- issjóðum. Í fréttatilkynningu frá landssamtökunum kemur fram að það hafi alltaf verið ætlun stjórn- valda að meðhöndla séreign- arsparnaðinn með sama hætti og greiðslur frá lífeyrissjóðum, m.a. gagnvart bótum almannatrygg- inga, „og er Landssamtökum lífeyr- issjóða ekki kunnugt um annað en að svo verði áfram um ókomna framtíð.“ Þar kemur einnig fram sú skoðun að frjáls viðbótarlífeyr- issparnaður sé hagkvæmasti sparn- aður almennings sem völ sé á. „Auk viðbótarframlags frá launagreið- anda, sem getur numið allt að 2% af launum er ekki greiddur af honum fjármagnstekjuskattur vegna þeirra vaxta sem menn ávinna sér á sparnaðartímanum og ekki er greiddur af sparnaðinum erfða- fjárskattur vegna andláts. Vegna einstaklingsbundinna aðstæðna kann hins vegar að vera hagkvæmt að innleysa lífeyrissparnaðinn áður en 67 ára aldri er náð og flytja hann í annað sparnaðarform.“ Viðbótarlífeyr- issparnaður skerðir ekki grunnlífeyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.