Morgunblaðið - 08.01.2006, Síða 16
16 SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
N
ý áfengislög
tóku gildi 24.
nóvember í
Englandi og
Wales. Sam-
kvæmt nýju
lögunum geta
þeir staðir sem
selja áfengi sótt um vínveitingaleyfi
allan sólarhringinn. Fyrri lög heim-
iluðu áfengissölu til 23 á kvöldin, en
sumir næturklúbbar höfðu leyfi til
að selja áfengi nokkrum klukku-
stundum lengur. Þegar breska rík-
isstjórnin viðraði hugmyndir sínar
um ný áfengislög fyrst fyrir fjórum
árum virtust flestir sammála um
ágæti þeirra. Íhaldsflokkurinn og
Frjálslyndir demókratar studdu til-
löguna og hinir mjög svo gagnrýnu
bresku fjölmiðlar sýndu málinu lít-
inn áhuga. Á þessu ári fór umfjöllun
um málið hins vegar að breytast og
nokkrum mánuðum fyrir lagabreyt-
inguna fóru að heyrast háværar
gagnrýnisraddir á hin nýju lög,
meðal annars frá lögreglunni, íbúa-
samtökum, fjölda þingmanna
Íhaldsflokksins og mörgum fjölmiðl-
um. Spáð var ölvun 24 tíma sólar-
hrings um helgar og óeirðum í
stærstu borgum landanna tveggja. Í
sjónvarpsfréttum mátti sjá myndir
af ölvuðum unglingum í slagsmálum
á götum úti í tengslum við umfjöllun
um málið og voru forsíður dagblaða
fullar af alls kyns gagnrýni. The
Daily Mail, eitt mest lesna dagblað
á Bretlandseyjum skar upp herör
gegn hinum nýju lögum. Ríkis-
stjórnin var sökuð um að beinlínis
hvetja til ofdrykkju allan sólar-
hringinn, og þá sérstaklega meðal
ungs fólks. Nú mánuði eftir að lögin
öðluðust gildi hefur vart verið
minnst á málið í breskum fjölmiðl-
um og gagnrýnisraddir hafa að
mestu þagnað. Þrátt fyrir mikla
andstöðu í aðdraganda lagabreyt-
ingarinnar virðist lögreglan að
mestu hafa tekið lögin í sátt og hafa
lögreglustjórar lýst því yfir opinber-
lega að minna sé um ofbeldi og of-
drykkju nú eftir að nýju lögin tóku
gildi.
Lög frá fyrri heimsstyrjöld
Gömlu áfengislögin eiga rætur
sínar að að rekja til fyrri heims-
styrjaldarinnar, en við upphaf henn-
ar voru samþykkt lög á breska
þinginu sem áttu að tryggja „ábyrg-
ari“ hegðun þjóðarinnar á stríðstím-
um. Nýju lögin bönnuðu breskum
almenningi meðal annars að fljúga
flugdrekum, kveikja brennur, kaupa
sjónauka, gefa dýrum að borða og
að kaupa áfengi um borð í almenn-
ingssamgöngum. Afgreiðslutímar
kráa voru verulega skertir með
þessum nýju lögum. Rökin voru þau
að því skemur sem krár væru opn-
ar, því minna myndi fólk drekka og
eyða frekar tíma sínum í mikilvæg-
ari hluti en áfengisdrykkju. Þó að
áfengislögin og afgreiðslutímar kráa
hafi lítillega breyst síðan þessi lög
voru sett hefur sama röksemda-
færslan og notuð var í fyrri heims-
styrjöldinni ráðið því að lögin hafa
nánast haldist óbreytt í tæpa öld.
Síðustu ár hefur mikil umræða farið
fram í Bretlandi um ofdrykkju og
ofbeldi í tengslum við hana. Sér-
staklega hefur mikið verið rætt um
að fólk (og þá sérstaklega ungt fólk)
drekki gífurlega mikið áfengi á
skömmum tíma á krám rétt fyrir
lokun og komi svo út á götur borga
ölvað og stjórnlaust. Til að reyna að
sporna við því að allir þyrpist út á
sama tíma ákvað ríkisstjórnin því að
leyfa frjálsari afgreiðslutíma.
Jákvæð breyting
Áður en nýju lögin tóku gildi lok-
aði hin 60 ára krá The Royal Inn í
Austur London klukkan 23, líkt og
aðrar krár gerðu. Nú er hún með
vínveitingaleyfi tveimur klukku-
stundum lengur. David Lewis, sem
rekur krána segir mikið af gagnrýn-
inni á hin nýju lög og 24 tíma
drykkju hafa verið á misskilningi
byggða. „Það sem er jákvætt við
lagabreytinguna er sú staðreynd að
hún býður í fyrsta skipti upp á
sveigjanleika hvað varðar af-
greiðslutíma. En þá er ég einungis
að tala um nokkra klukkutíma í
flestum tilfellum, því mjög fáir stað-
ir hafa fengið 24 tíma vínveitinga-
leyfi. Við sóttum um að hafa opið
tveimur tímum lengur og fengum
það. Þó að við megum hafa opið til
eitt alla daga notum við þessa auka
tíma yfirleitt bara um helgar. En
það er frábært að hafa svigrúm. Ef
það er mikið að gera á virkum degi
get ég haft opið lengur,“ segir Dav-
id. Í Englandi og Wales eru um
160.000 staðir með vínveitingaleyfi
og þurftu þeir allir að sækja um
leyfi að nýju áður en lagabreytingin
tók gildi. Í umsókn sinni þurftu
staðirnir að taka fram hve lengi þeir
vildu hafa opið og var það svo metið
í hverju tilfelli fyrir sig hversu lengi
viðkomandi staður fengi að hafa op-
ið. Um þriðjungur allra staða sótti
um framlengingu en flestir einungis
um einn eða tvo klukkutíma. Í
London hafa um 5.200 framlenging-
ar verið veittar. Þar af hafa einungis
14 krár eða klúbbar fengið vínveit-
ingaleyfi allan sólarhringinn. David
segir að þeir staðir sem hafa verið
til vandræða hafi ekki fengið fram-
lenginu og að nýju lögunum fylgi
mun strangari reglur en áður tíðk-
aðist. Til dæmis er tekið mun harð-
ara á því ef fólki undir lögaldri er
selt áfengi og ef staðir virði ekki
sína afgreiðslutíma. „Frá því að lög-
in tóku gildi hef ég ekki tekið eftir
miklum breytingum. Ég sé ekki að
fólk drekki meira. Þegar ég hef opið
tveimur tímum lengur sé ég engan
mun á veltunni. Fólk virðist drekka
sama magn, en á lengri tíma. Það er
óneitanlega rólegri stemmning hér
um helgar því fólk er ekki eins mik-
ið að flýta sér að drekka. Ég trúði
ekki þessum hræðsluáróðri í fjöl-
miðlum og var á engan hátt
áhyggjufullur um að ofdrykkja eða
ofbeldi hér myndi aukast.“ David
segir að hann viti ekki til þess að
það hafi mikið verið um vandræði á
þeim stöðum sem selja áfengi enn
lengur en hann. Í heildina segir
hann að með þessum nýju lögum
hafi átt sér stað jákvæð breyting.
„Fyrir lagabreytinguna voru marg-
ar krár með opið lengur en til 23 þó
að það hafi verið ólöglegt. Það var
stór markaður fyrir slíkt. Á minni
krá var oft mjög slæmt andrúmsloft
um helgar klukkan 23 þegar við
þurftum að loka. Fólk vildi ekki
fara.“
Getur núna farið í bíó og á krána
Enskukennarinn John Fennelly
hefur síðustu tvö ár verið fastagest-
ur á „The Royal Inn“. Hann kemur
þangað yfirleitt fjórum til fimm
sinnum í viku. „Ástandið fyrir
breytingu var almennt mjög slæmt.
Þegar ég heyrði um þetta mál fyrst
hugsaði ég að við sem þjóð værum
loksins að þroskast. Það á að koma
fram við fullorðið fólk eins og full-
orðið fólk, en ekki börn. Það verður
að taka mið af því að samfélagið hef-
ur breyst ört síðustu ár. Sumir eru
ekki búnir að vinna fyrr en um mið-
nætti og ef þeir vilja fara á krána
eftir vinnu geta þeir það núna.
Fyrir breytinguna gat ég ekki
einu sinni farið í bíó ef ég ætlaði
mér að fara á krána. Núna get ég
farið og séð King Kong og fengið
mér svo einn eða tvo drykki fyrir
svefninn.“ John segist hafa verið
mjög ósáttur við fréttaflutninginn
fyrir breytinguna og að allt tal um
að drykkja myndi aukast væri rugl.
„Tökum mig sem dæmi. Nýju af-
greiðslutímarnir hafa ekki breytt
drykkjuvenjum mínum mikið. Ég
drekk ekki meira og ef eitthvað er
þá drekk ég aðeins minna. Ég sit
ekki núna og hugsa: það er alveg að
fara að loka, ég verð að þamba af-
ganginn af drykknum svo ég geti
fengið mér annan.“ John segir að
áfengi sé vandamál í bresku sam-
félagi en að það sé ekki hægt að
leysa það með því að stytta eða
lengja afgreiðslutíma kráa. „Ef
vinna fyrir lágstéttarfólk er svo leið-
inleg að það þarf að drekka sig fullt
á hverju kvöldi þá finnst mér ekki
sanngjarnt að skella skuldinni á
staðina sem það fer á til að drekka.
Þetta er fyrst og fremst félagslegt
vandamál í þessu landi.“
Umdeild áfengislög ekki
svo umdeild lengur
Lögum um afgreiðslutíma
breskra kráa og skemmti-
staða hefur nú verið breytt
og vínveitingastöðum í kjöl-
farið veitt aukið frelsi frá
gömlu lögunum sem sett
voru í heimsstyrjöldinni
fyrri. Allir þurfa þó að
sækja um sérstakt vínveit-
ingaleyfi vegna afgreiðslu-
tímans og fæstir hafa, líkt
og Jón Gunnar Ólafsson
komst að, sótt um að lengja
afgreiðslutímann meira en
sem nemur einum til tveim-
ur tímum.
David Lewis stendur við barinn.
Ljósmynd: Jón Gunnar Ólafsson
John Fenelly situr með bjórglas.
jongunnar.olafsson@gmail.com.
’Ég held að hjónabandið eigiþað inni hjá okkur að við alla-
vega köstum því ekki á sorp-
hauginn alveg án þess að hugsa
okkar gang.‘Karl Sigurbjörnsson biskup í viðtali á
fréttastöðinni NFS eftir að ummæli hans í
nýárspredikun um kirkjulegar vígslur
samkynhneigðra vöktu athygli.
’En nú er fokið í flest skjól. Égget ekki séð að samkynhneigðir
eigi nokkuð upp á dekk hjá
kirkjunni.‘Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formaður
Samtakanna ́78, félags lesbía og homma á
Íslandi, um ummæli biskups. Hún bendir í
Morgunblaðinu á að hjónaband samkyn-
hneigðra sé gömul staðreynd og vísar til
svokallaðrar staðfestrar samvistar, sem
sýslumenn og löglærðir fulltrúar þeirra
geta framkvæmt.
’Hjónabandið er kærleiks-samband og kærleikssáttmáli.
Samkynhneigðir eru ekki síður
hæfir til að sýna kærleika en
gagnkynhneigðir.‘Hjörtur Magni Jónsson, fríkirkjuprestur í
Reykjavík, en hann hefur lýst því yfir að
hann vilji að löggjafinn heimili trúfélögum
að gefa saman samkynhneigð pör.
’Við erum að upplifa erfiða tímaen það er einmitt þá sem styrkur
okkar sem þjóðar sýnir sig
best.‘Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra
Ísraels, sem tók við því embætti á fimmtu-
dag eftir óvænt brotthvarf Ariels Shar-
ons.
’Þótt mikill meirihluti þeirrasem málið er skylt sé mótfallinn
styttingu er málið keyrt áfram, í
mesta lagi nefnt að ekki séu allir
hlynntir þessari ákvörðun.‘Eggert Briem, prófessor við raunvís-
indadeild Háskóla Íslands, líkti á um-
ræðufundi Íslenska stærðfræðifélagsins
aðdragandanum að styttingu framhalds-
skólanáms við aðdraganda Íraksstríðsins.
’Þegar maður kemur afturheim verður maður þakklátur
fyrir lífsgæði sín þar og ég verð
eins og í sæluvímu alla ævina.‘Hinn 16 ára gamli Farris Hassan er hann
sneri aftur heim til Bandaríkjanna eftir
þriggja vikna dvöl í Írak en þangað fór
hann án þess að segja foreldrum sínum frá
því.
’Ég held að eyðilegging hennarsé yfirvofandi. Það er nóg að líta
til neikvæðra áhrifa iðnvæðing-
arinnar á Bretland. Um leið og
þessi þróun fer af stað er mjög
erfitt að stöðva hana. Ísland hef-
ur enn tíma til að snúa við
blaðinu.‘Damon Albarn svarar því hvort ástæða sé
til að hafa áhyggjur af náttúru Íslands.
’Ef þessi þjófnaður helduráfram og í svo miklum mæli mun
verðmæti þýfisins nema umtals-
verðum fjárupphæðum.‘Alexander Medvedev, varastjórnar-
formaður rússneska gasfyrirtækisins
Gazprom, er hann sakaði Úkraínumenn
um að stela gasi úr leiðslum fyrirtækisins
eftir að Rússar höfðu stöðvað flutninga á
gasi þangað vegna deilu um verð.
’Þar er bæði spillt og vanhæftfólk og þessir menn vita ofur vel
að þeir geta ekki sigrað, þeir
vilja engar kosningar núna.‘Mustafa Barghuti, læknir og frambjóð-
andi í þingkosningum Palestínumanna, í
samtali við Morgunblaðið.
’Við erum að upplifa erfiða tímaen það er einmitt þá sem styrkur
okkar sem þjóðar sýnir sig best.
Farris Hassan við komuna til Miami í
Flórída eftir þriggja vikna ævintýralega
ferð sína til Mið-Austurlanda.
Ummæli vikunnar