Morgunblaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ R isavaxnir urriðar Þingvallavatns synda ofarlega í huga íslenskra veiðimanna. Enda hefur ann- áluð stærð þeirra og afl skipað þeim á sérstakan stall, sem og dulúðugt líferni þeirra í stórbrotinni náttúru Þingvallavatns. Í haust brá svo við að greinarhöfundur veiddi einn af heldri urriðum Þingvallavatns í merkingarskyni þegar hann kom til hrygningar á riðin í Öxará (mynd 1). Um var að ræða 12 ára gamlan hæng sem ég hafði hitt 2 árum fyrr í Öxaránni þá tæp 9 kg að þyngd (mynd 2). Við endurfundina núna í október var hængurinn hinsvegar orðinn tæp 11 kg (mynd 3). Þyngd fisksins samsvaraði því 22 pundum sem myndi jafngilda rúmum 24 pundum í gömlu veiðimannapund- unum (450 g) sem gjarnan koma við sögu í frásögnum af fyrri tíma veið- um á Þingvallaurriða. Stærð fisks- ins ein og sér var í frásögur fær- andi enda annar eins fiskur ekki veiðst í Öxará svo vitað sé og um leið var fiskurinn kominn í hóp með stærstu urriðum úr Þingvallavatni. Þessi happafengur var þó merki- legastur fyrir þær sakir að hann skilaði af sér 2 ára nákvæmri ferða- sögu. Það gerði urriðinn fyrir til- stilli rafeindafiskmerkja sem hann bar á ferðum sínum, þ.e.a.s. allt frá því að greinarhöfundur veiddi hann og merkti í Öxaránni 2 árum fyrr, í október 2003. Hér verða valin dæmi þeirrar sögu skoðuð til að gefa innsýn í líf þessa stórvaxna urriða. Megindrættir þeirrar hegðunar eru um leið dæmigerðir fyrir það sem margir kynþroska urriðameð- bræður hans úr Öxará aðhafast. Áður en sundtökin verða tekin með hængnum góða í ferðum hans um Þingvallavatn er rétt að minnast á rannsóknirnar sem standa að baki upplýsingum og aðferðafræði þeirra. Rannsóknirnar Rannsóknafyrirtækið Laxfiskar ehf. stundar þessi árin viðamiklar rannsóknir á urriðum Þingvalla- vatns og niðurstöðurnar sem hér verða reifaðar eru dæmi um það sem þegar liggur fyrir frá þeirri vinnu. Meginmarkmið rannsókn- anna er að afla ítarlegra tíma- tengdra upplýsinga um útbreiðslu, atferli og umhverfi Þingvallaurriða árið um kring með hliðsjón af stofn- um þeirra og lífsskeiðum, kyni fiskanna, stærð þeirra og aldri. Viðamestu upplýsinganna og um leið þeirra sértækustu er aflað með notkun rafeindafiskmerkja sem fest eru útvortis á urriðana. En þau merki gera kleift að fylgjast náið með tiltekinni hegðun þeirra og ákveðnum þáttum í umhverfi þeirra. Slík einstaklingsvöktun á ferðum urriðanna, hegðun þeirra og umhverfi hverju sinni stendur yfirleitt yfir í 1–2 ár í kjölfar hverr- ar merkingar. En stundum er vökt- uninni haldið áfram með því að merkja endurheimta fiska að nýju með rafeindafiskmerkjum. Þessu til viðbótar eru urriðar einnig merktir einvörðungu með hefð- bundnum útvortis fiskmerkjum (plastmerki/slöngumerki við hlið bakugga) til að afla viðbótarupplýs- inga á einstaklingsgrunni um al- menna þætti í lífi fiskanna, s.s. um vöxt þeirra og aldur. Hrygningar- fiskar eru meirihluti þeirra urriða sem merktir eru, en einnig eru ókynþroska fiskar merktir allt frá seiðum og upp í væna geldfiska. Merkingar fara fram í Öxaránni yf- ir hrygningartímann að hausti og í byrjun vetrar og ennfremur í Þing- vallavatni innan allra árstíða í sam- starfi við bændur á svæðinu. Uppi- staðan í endurheimtum á urriða merktum með rafeindafisk- merkjum er í Öxará, en merktir urriðar endurheimtast einnig í stangveiði og netaveiði í Þingvalla- vatni. Endurheimtur í Öxaránni eru samhliða því að urriðinn gengur á riðin til hrygningar, en þá er merktur fiskur veiddur til að mæla hann, fjarlægja mælimerki og stundum til endurmerkinga með nýjum merkjum. Rannsóknastyrkir gera kleift að halda úti þessum metnaðarfullu rannsóknum á at- ferlisvistfræði Þingvallaurriðans. Helstu styrktarbakhjarlar verkefn- isins eru Þingvallanefnd (Þjóðgarð- urinn á Þingvöllum), Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur. Auk Ferðasaga risaurriða Löngum hefur verið vitað að í Þingvallavatni væru vænir urriðar og stærð þeirra annáluð. Jóhannes Sturlaugsson greinir frá endurfundum sínum við 22 punda stórurriða og rann- sóknum á atferlisvistfræði Þingvallaurriða. Mynd 1: Risavaxin sögupersóna ferðasögunnar í höndum Jóhannesar Sturlaugssonar í október 2005 á riðunum neðan við Almannagjá. Össur Skarphéðinsson fylgist íbygginn með. Jóhannes hefur fylgst með ferðum urriðans í Þingvallavatni. Mynd 3: Sá stóri í lok tveggja ára mælingarleiðangurs í október 2005, kominn í hendurnar á Jóhannesi eina ferðina enn. Þarna var urriðinn orðinn tæp 11 kg. Mynd 2: Sá stóri í fanginu á Jóhannesi uppi í Öxará í upphafi ferðar í október 2003. Þarna var hann aðeins tæp 9 kg að þyngd. Ljósmynd/Sigurður Oddsson Ljósmynd/Sólrún Jóhannesdóttir Ljósmynd/Friðrik Þór Friðriksson                                       #$% %&'( )#$% %* (# !+# %* (# ,-( #'# +. #-    ,  &/ "#$! 012 3-%  &# %#  '  ( )* + 4 .5..    ,% +                                               !    ! " #$  %$  ! $&$ ! ' (   Þingvallavatn, Öxará og nánasta umhverfi ásamt afstöðu þeirra fjögurra skráningardufla fyrir hljóðsendimerki, sem vitnað er til í greininni. Allt bendir til að hljóðsendimerkið hafi losnað af honum í janúar 2005. Fyrir hverja stöð eru tilteknir þeir mánuðir sem urriðinn kom inn í svið stöðvanna. Skráningarduflin nema hljóðsendimerkin sem fiskarnir bera sterkt innan 600 m skynjunar- radíuss (innri hringur stöðvartákna) en með minni nákvæmni upp að 1.000 m (ytri hringur). Þau gögn skráningarstöðvanna, sem hér eru birt, eru ekki alveg sambærileg þar sem starfræksluskeið þeirra og fleiri þættir voru mismunandi. Birt gögn stöðvanna austan við Vatnskot og landmegin við Nesjaey byggjast á skráningum frá nánast öllu athugunartímabilinu frá og með nóvember 2003 fram í júlí 2005. Gögnin, sem birt eru frá skráningum stöðvanna undan Sandey og Mjóanesi, spanna tímabilið frá október 2004 fram í júlí 2005.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.