Morgunblaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 11
og öðrum í „óvinaliðinu“ þótti pottþétt skot- mark. Þetta var hræðilegt – blóð og útlimir um allt,“ sagði hann. Í dag vonast menn til að frið- urinn haldist og hægt verði að færa miðstöð hjálparstarfsins frá Kenýa til höfuðstaðar Suð- ur-Súdan, Juba. Fyrst og fremst vona þeir þó að lífsskilyrði batni þannig að hægt verði að draga úr aðgerðum. Frá Súdan yfir til Eþíópíu Við nálgumst áfangastað og vélin lækkar flugið. Að lokum sjáum við stórt, hvítt X sem markað hefur verið í jörðina. Þar á að sleppa matnum. Við fljúgum yfir svæðið, staðsetjum vélina með GPS-tækjum, tökum stóran sveig, svífum yfir fljót, yfir til Eþíópíu og nálgumst loks svæðið aftur. „Jæja, það er komið að því,“ heyri ég sagt fyrir aftan mig. Ólar og belti eru reyrð utan um axlirnar á mér, mittið og lærin og ég feta mig aftur í vél. Ég er fest með sterkum lás við stálvír og reyni að halda jafnvæginu meðan ég faðma breiðan stálbita. 16 tonn af mat bíða í stöflum eftir að vera sleppt. Hittum við hvíta X-ið? Við nálgumst hvíta X-ið og afturhluti vél- arinnar opnast. Sekkjunum verður hent út í tvennu lagi. Til að byrja með er mér stillt upp innst í vélinni, fjærst opinu. Vélin tekur skyndilega stóra beygju. „Við fengum skilaboð frá starfsfólkinu á jörðinni um að ekki væri óhætt að sleppa,“ kalla starfs- mennirnir. Slíkt kemur oftast fyrir ef fólk eða fé nálgast lendingarstaðinn of mikið. Ég finn fiðringinn í maganum aukast. Þetta er orðið eins á æsispennandi íþróttaleik. Mun mínu liði takast að skora? Mun sjálfri mér tak- ast að sjá markið eða verður liðið yfir mig hangandi í stálvírnum? Starfsmennirnir eru einbeittir á svip, ræða í gegnum talstöð við flugmennina og eru tilbúnir að skera á hár- réttu augnabliki á bandið sem heldur stöfl- unum saman. Skyndilega er hnífurinn hafinn á loft og flugmaðurinn beinir flugvélinni eld- snöggt upp á við. 162 kornsekkir þeytast aftur úr vélinni. Þetta tókst. Fyrir seinna kastið er ég leidd að sjálfu op- inu. Ég er komin með einhvern dularfullan skjálfta í fæturna og á orðið erfitt með að standa í lappirnar. Ég kem mér fyrir hægra megin við opið og herði takið um nýjan stál- bita. Þarna er Eþíópía, þarna er áin, þarna beint fyrir neðan mig er Súdan, þarna er hvíta X-ið. Magnað. Halda sér svo fast, stúlka. Hnífnum er loks brugðið, vélinni beint upp og á einu andartaki þeysast 8.000 kíló af mat framhjá mér. Ég gríp andann á lofti og horfi á hvíta sekki fljúga til jarðar. Þetta er eins og snjókoma. Snjórinn lendir í kringum hvíta X- ið. 2:0 fyrir okkur. Sandstormur og jólakúla Þegar ég fer aftur fram í til flugmannanna líður mér eins og ég sjálf hafi átt heiðurinn að því að aðgerðin heppnaðist. Eitt augnablik verð ég Eiður Smári Guðjohnsen sem hef skorað tvö stórglæsileg mörk. Ég horfi út um framrúðuna og hugsa um fólkið á áfangastað sem safnar saman sekkj- unum og tekur við matnum. Ekki allir fá mat- arskammt, heldur einungis þeir sem eru álitnir eiga sérlega erfitt með að afla hans sjálfir. Skyndilega minnist ég Mayak, félaga míns frá Suður-Súdan. Hann er á mínum aldri og var einu sinni í þeim hópi. „Jú, jú, ætli það megi ekki segja að ég sé lif- andi vegna þess að hjálparsamtök gáfu mér eitthvað að éta,“ hafði hann sagt glottandi og bætt hlæjandi við: „Það er kannski eins gott. Fyrir mig.“ Mayak varð kornungur viðskila við fjöl- skyldu sína í stríðinu en komst yfir til Eþíópíu. Hann er giftur í dag, á 3 börn og tjáði mér glaður einn daginn að hann væri að safna sér fyrir stóru húsi. „Það á að vera með vel byggðu þaki. Já, og í því eiga að vera nokkur her- bergi!“ Skyndilega hrekk ég upp úr hugleiðingun- um og er aftur stödd í flugvélinni. „Við erum að fljúga inn í sandstorm,“ heyrist í flugmann- inum. Andartaki síðar byrjar vélin að hristast. Áðan leið mér eins og ég væri að horfa á snjó- komu. Nú er eins og ég sjálf sé snjókorn í jóla- kúlu sem einhver hristir duglega. Þegar ég kem aftur til Lokichoggio er ég hálfvönkuð. Félagar mínir eiga eftir að fara sömu leið tvisvar í viðbót. mat á mánuði WFP/Jennifer Abrahamson sigridurv@mbl.is WFP/Jennifer Abrahamson Séð út um op á flugvél með hjálpargögn. Vistum er sleppt á flugi enda lítið um aðstöðu til lendingar og illmögulegt að flytja hjálpargögn eftir þjóðvegum. Enn er þörf á neyðarhjálp til Suður-Súdan. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 2006 A 11 Á morgun er ár liðið frá undirritun sögulegra friðarsamninga í Suður-Súdan. Hinn 9. janúar 2005 lauk yfir 20 ára borgarastyrjöld með því að ríkisstjórnin og uppreisnarmenn skrifuðu und- ir samninga. Frá því að hætt var að berjast hafa kjör farið batnandi í þéttbýlinu en á landsbyggðinni, þar sem flestir búa, er ástandið víða mjög erfitt. Enn er þörf á neyðarhjálp til Suður-Súdan, enda einungis ár frá því að lengstu borgarastyrjöld í álfunni lauk. Flest hjálpargögn eru flutt á svæðið með flugi frá Lokichoggio í nágrannaríkinu Ken- ýa. Í styrjöldinni lögðu milljónir á flótta. Margir eru nýsnúnir til fyrri heima og hafa ekki enn getað ræktað korn. Þeir þurfa því á matargjöfum að halda. Fjöldi fólks er enn á leiðinni og búist er við hundruðum þúsunda, jafnvel milljónum, í viðbót. Auk þess sem flóttafólk þarf á mataraðstoð að halda meðan það kemur sér fyrir, er í Suður- Súdan mikið af fólki sem á um sárt að binda eftir stríðið – til dæmis aldraðir og ekkjur með stóra barnahópa. Á seinasta ári aðstoðaði Matvælaað- stoð Sameinuðu þjóðanna 3,2 milljónir manna. Haldist friðurinn og komist líf í eðlilegt horf í Suð- ur-Súdan, búast hjálparsamtök við að geta stór- lega dregið úr starfi sínu þar. Ár frá undirritun friðarsamninga ’Í eitt skipti réðist stjórn-arherinn á okkur við mat- ardreifingu. Hópur af kon- um, börnum og öðrum í „óvinaliðinu“ þótti pott- þétt skotmark. Þetta var hræðilegt – blóð og útlim- ir um allt.‘ Flugvél frá Matvælaáætlun Samein- uðu þjóðanna dreifir mat til fólks í Suður-Súdan. Þar fagna íbúar á morgun því að eitt ár er liðið frá undirritun friðarsamninga sem bundu enda á yfir 20 ára borg- arastyrjöld sem kostaði að minnsta kosti tvær milljónir manna lífið.                                 ! "        
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.