Morgunblaðið - 08.01.2006, Page 26
26 SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
þess hafa stangveiðifélög styrkt
rannsóknirnar (Ármenn, SVFR og
SVH). Samstarfsaðilar Laxfiska í
rannsóknunum auk bænda við
Þingvallavatn eru Stjörnu-Oddi,
Hafrannsóknastofnun, Prokaria og
stangveiðimenn.
Vísindastörf urriðans
Urriðinn mæti fékk tvennskonar
rafeindafiskmerki er hann var
merktur á hrygningarstöðvunum í
Öxará í október 2003. Annarsvegar
fékk hann mælimerki og hinsvegar
hljóðsendimerki.
Mælimerkið var forritað til þess
að mæla dýpið sem hann fór um og
samtímis vatnshitann á viðkomandi
dýpi á 1 mín. – 1 klst. mælifresti 1.
árið en síðan á 2 klst. fresti 2. árið.
Á mynd 4 eru þessir mæliferlar
sýndir í heild fyrir bæði árin og
ennfremur eru sýnd dæmi um þétt-
ustu mælingar slíkra skráninga á
myndum 5 og 6. Mælimerki þarf að
endurheimta til að geta hlaðið
gögnunum yfir í tölvu. Því var vin-
sælt að sjá að mælimerkið var á
sínum stað þegar fiskurinn var end-
urheimtur eftir 2 ára fjarveru, en
vöxtur fiskanna veldur því að fest-
ingar merkjanna ýtast út úr fisk-
inum og því falla merkin gjarnan af
fiskunum þegar langt er um liðið
frá merkingu.
Hljóðsendimerkið sem urriðinn
bar til viðbótar mælimerkinu sendir
út hljóð af tiltekinni tíðni sem ein-
kennir um leið viðkomandi fisk.
Eiginleg staðsetning urriðans fæst
síðan með hliðsjón af ákveðnum
svæðum í vatninu þar sem komið
hefur verið fyrir síritandi skráning-
arstöðvum. Þau hlustunardufl nema
sendingar hljóðsendimerkja fisk-
anna og skrá í minni sitt viðveru
þeirra innan skynjunarsviðsins með
hliðsjón af tíma. Tvímerkingar, þar
sem notuð eru mæli- og hljóð-
sendimerki líkt og í tilfelli
risaurriðans, gefa færi á að stað-
setja slíka fiska í nokkurs konar
þrívídd fyrir þau tímabil sem þeir
eru innan skynjunarsviðs skrá-
setningarduflanna. Því útlínur
svæðisins sem þeir dvelja á eru þá
þekktar og samtímis einnig það
dýpi sem farið er um. Ferðir risans
góða með hliðsjón af skrán-
ingarstöðvunum fyrir hljóð-
sendimerkin eru tilgreindar í mán-
uðum fyrir 4 skráningarstöðvar af
þeim 6 sem starfræktar voru á um-
ræddu athugunartímabili (sjá kort á
fremri síðu). Hér er ekki tilgreind-
ur sá fjöldi daga eða klukkustunda
sem að baki dvölinni liggur hverju
sinni.
Engu að síður fæst með þessari
framsetningu landfræðileg innsýn í
það hvernig urriðinn sem hér er til
umfjöllunar nýtir mismunandi
svæði vatnsins með hliðsjón af
árstíma allt frá merkingu í október
2003 þar til að merkið losnaði af
honum í janúar 2005. Í kjölfarið
fylgjum við honum eingöngu eftir
með vísun í gögn mælimerkisins
sem hann bar allt til loka ferð-
arinnar sem hér er til umfjöllunar.
Ferðasaga urriðans
Þegar þessi pistill er ritaður hafa
gögnin sem safnað var um ferðir
risans góða og lífshætti hans aðeins
verið unnin að hluta enda skammt
um liðið frá því að ferðalangurinn
endurheimtist í Öxará. Hægt er að
sjá ýmsa megindrætti yfir hegðun
urriðans og umhverfi hans hverju
sinni út frá gögnum sem hér eru
sett fram. Hér verður í stikkorðastíl
gripið niður í ferðasögu urriðans á
persónulegum nótum með vísun í
gögnin frá fiskinum og stundum
einnig smá viðbætur frá rannsókn-
unum í heild til frekari útskýringa.
Ætisgöngur í kjölfar hrygningar
Í lok október 2003 var vinur okk-
ar farinn að lýjast á kvennafari sínu
sem staðið hafði yfir allan þann
mánuð í Öxaránni. Búinn nýjustu
mælitækjum skellti hann sér á beit
út í Þingvallavatn til hlaða geymana
eftir þrotlaus átök og ástir í ánni.
Lítið fannst honum til um ætið sem
var í boði norður í vatni og skellti
sér því suður undir Nesjahraun.
Víst var um það að eilíft ráp var
honum ekki að skapi í grábölvuðu
skammdeginu enda fengið næga
hreyfingu í Öxaránni. En fyrst að
murtan þurfti að hanga í meira
magni niður á 20–40 metra dýpi var
ekki annað hægt en láta sig hafa
það og skella sér niður eftir ætinu
þegar birti til ferðalaga um miðjan
daginn. Einhver hefði talið að hann
væri nægilega stór enda tæp 9 kg
sem fylltu þessa 93 cm sem búk-
urinn spannaði. Það var jú rétt en
orkuleysið sem heltók hann eftir
átökin á riðunum gerðu það að
verkum að honum var fyrir bestu
að skófla í sig fæðu í nokkrar vikur
eftir hrygninguna í stað þess að
hefja strax vetursetu. Það var ekki
fyrr en um jólaleytið sem honum
fannst tími til koma sér norður í
vatn á vetursetuslóðirnar í linda-
vatnsinnstreyminu við norður-
ströndina.
Veturseta
Loks þegar kom fram í janúar
fann hann hvernig veturinn hafði
endanlega læst klónum í allt og alla,
vatnið orðið skítkalt nema við lind-
irnar og hann hættur að geta melt
nokkurn skapaðan hlut. Það var
ekki nema eitt til ráða, risi vatns
vors og áa hlammaði sér niður á
eyrugga í yfirstærð og taldi murtur
í huganum.
Ætisgöngur
Það var komið að lokum mars, nú
var mál að hrista af sér vetrardoð-
ann með hækkandi sól, enda komið
Mynd 5: Ferðir risahængsins í Þingvallavatni á einum sólarhring í byrjun ágúst.
Þetta var einn þeirra sólarhringa, sem mælt var á mínútu fresti. Sjá má að urr-
iðinn klýfur hitaskiptalagið í tvígang á leið sinni niður á 28 m og 45 m dýpi. Jafn-
framt sést að þegar hann skellti sér niður á 26 m dýpi fór hann ekki í gegnum þau
skil, sem samkvæmt því hafa verið á dýptarsviðinu 26—28 m á þessum tíma
sumars. Hvíti ferningurinn afmarkar tímabil sólarhringsins, sem sjást á mynd 6.
Mynd 4: Fiskdýpið, sem stóri hængurinn nýtti sér á ferðalögum sínum og án-
ingarstöðum í Þingvallavatni, mælt með hliðsjón af tíma og vatnshitanum, sem
hann var í hverju sinni. Einungis sjást gildi frá mælingum, sem gerðar voru á
einnar til tveggja klukkustunda fresti. Gula línan sýnir dýpið en rauða línan sýn-
ir hitastigið þar sem fiskurinn er hverju sinni. Við merkingu 2003 var urriðinn
8,8 kg og 92,5 cm, en við endurheimtu 2005 var hann 10,8 kg og 94,7 cm.