Morgunblaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 2006 65 UMSLAG plötunnar Höfuð á sundi er afskaplega fráhrindandi. Grafíkin er afleit og leturgerðin sannfærir mann um að hönnuðurinn sé smekk- laus með öllu. Frekari viðvör- unarbjöllur hringja þegar maður rekur augun í lagatitla á borð við „Lindin“, „Eilífur roði“ og „Vaf- urlogi“. Bakgrunnshlustun eða hlustun á hundavaði gæti að lokum leitt til þeirrar ályktunar að hér væri á ferðinni „slökunarplata“ í sama gæðaflokki og plötur Friðriks Karls- sonar. Slíkar ályktanir standast þó ekki við nánari hlustun. Lárus Sigurðs- son vinnur að mestu með rafmagns- gítar en drekkir honum nær und- antekningalaust í miklu bergmáli og endurómi svo úr verður seigfljótandi hljómasúpa, stöku sinnum studd fjarlægum ómi trommuheila eða krydduð með illgreinanlegum rödd- um og tali. Af íslenskum hljómlist- armönnum stendur hann líklegast Stafrænum Hákoni hvað næst. Lár- us gerir engar stórkostlegar upp- götvanir á þessari plötu, en honum tekst að vinna ágætlega úr einföldu hráefni á smekklegan hátt. Það sem gerir þessa plötu betri en margar aðrar sem reyna við svipaða músík er tryggð Lárusar við mel- ódíuna. Hún er í forgrunni í flestum laganna, sveimið er fyrst og fremst útsetningaratriði. Mörg laganna eru því eiginleg lög, í stað þess að vera stefnulausar æfingar á gítarpedala. Í þessu felst einnig að flest laganna hafa raunverulega hrynjandi, gít- ararnir eru lamdir á taktfastan máta og minna stundum á enskar skógláp- arasveitir (e. shoegaze) eins og Slowdive sem nutu nokkurrar hylli í upphafi tíunda áratugarins. „Eilífur roði“ og „Dreypifórn“ komast einna næst því að verða stefnulaust gítargutl og „Þjark“ og „Sífreri“ minna á köflum óþægilega á fyrrnefndar slökunarplötur. Lög eins og „Tign“, „GeGu“ og „Vaf- urlogi“ bæta hins vegar upp fyrir það. Yfir þeim síðarnefndu er bjart- ari blær en megni plötunnar – þau hefðu eflaust ekki sómt sér illa á nýj- ustu plötu Sigur Rósar í ögn breytt- um útsetningum. Þrátt fyrir þessi dæmi er Höfuð á sundi mjög jöfn plata, sem er bæði kostur og galli. Kostur því að ekkert laganna dregur plötuna niður en galli vegna þess að um leið stendur ekkert laganna upp úr. Það er í anda plötunnar: yfirborð hennar er slétt og fellt, og það er ekkert sem sting- ur í eyrun. Platan hentar því vel þeg- ar fylgst er með snjókornum falla, þegar litið er í bók eða þegar von er á gestum. Ef Lárus Sigurðsson skiptir grafíska hönnuðinum út þá er hann á réttri leið. Hæglátur tregi TÓNLIST Geisladiskur Lárus Sigurðsson leikur eigin lög á rafgít- ar, baritóngítar, bandalausan gítar, gaml- an trommuheila og rödd. Hljóðendurreisn annast Jens Hansson. Lárus Sigurðsson gefur út. Lárus Sigurðsson – Höfuð á sundi  Atli Bollason Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Ástin lífgar þig við. Just Like Heaven Mark Ruffalo Reese Witherspoon SAMBÍÓ AKUREYRISAMBÍÓ KRINGLUNNI UPPLIFÐU STÓRFENGLEGASTA ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA. BYGGÐ Á SÍGILDUM ÆVINTÝRABÓKUM C.S. LEWIS SEM HAFA KOMIÐ ÚT Á ÍSLENSKU. *** m.m.j / KVIKMYNDIR.COM kvikmyndir.is **** S.V / MBL kl. 8 - 11 B.i. 16 CLES OF NARNIA kl. 11 - 2 - 5 - 8 - 10.30 NG kl. 8 B.i. 12 JUST LIKE HEAVE kl. 3.50 - 6 HARRY POTTER OG ELDBIKARINN kl. 11 - 2 - 5 B.i. 10 Litli Kjúllin M/- Ísl tal. kl. 11 - 12.30 - 2 E.P.Ó. / kvikmyndir.com **** S.U.S. / XFM 91,9 **** Ó.H.T / RÁS 2 **** A.B. / Blaðið ***** V.J.V. / topp5.is **** S.V. / Mbl. FRÁ ÓSKARSVERÐLAUNA LEIKSTJÓRANUM PETER JACKSON CHRONICLES OF NARNIA kl. 2 - 5 - 7.45 THE SAW 2 kl. 10.30 B.i. 12 ára. JUST LIKE HEAVEN kl. 6 - 8 B.i. 14 ára. DRAUMALANDIÐ kl. 2 - 4 GREEN STREET HOOLIGANS kl. 10 B.i. 16 ára. RUMOR HAS IT kl. 6 - 8 -10,30 CHRONICLES OF NARNIA kl. 2 - 5 - 8 King Kong kl.10 B.i. 12 ára HARRY POTTER AND THE GOBLET OF FIRE kl. 2 SAMBÍÓ KEFLAVÍK 400 KR MIÐAVERÐ Á ALLAR MYNDIR KL. 11 UM HELGINA Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNIMORGUNBÍÓ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.